• 480 4370
  • floahreppur@floahreppur.is
logo-vefurlogo-stickylogo-vefurlogo-vefur
  • STJÓRNSÝSLA OG SKÓLAR
    • Aðalskipulag Flóahrepps 2016-2028
    • Gjaldskrár
    • Skólar
    • Stofnanir
    • Eyðublöð – samþykktir – reglur
    • Skipulagsmál
    • Fundargerðir
  • ÞJÓNUSTA
    • Stefna Flóarhepps – flettibókin
    • Flóaljós
    • Gagnleg símanúmer
    • Vatnsveita
    • Félagsheimili
    • Hundafangari
    • Sorpflokkun – spurt og svarað
  • FERÐAÞJÓNUSTA
    • Áhugaverðir staðir
    • Gistimöguleikar
    • Afþreying, veitingar og verslun
    • Kort af Flóahreppi
    • Menningarferð um Flóahrepp
    • Bæklingur – The animation of Flóahreppur
  • MANNLÍF OG MENNING
    • Atvinnulíf
    • Félagasamtök
    • Áveitan
    • Viðburðir
    • Fjör í Flóa 2019
    • Tónahátíð félagsheimilanna 2018
  • FERÐAÞJÓNUSTA
    • Áhugaverðir staðir
    • Gistimöguleikar
    • Afþreying, veitingar og verslun
    • Kort af Flóahreppi
    • Menningarferð um Flóahrepp
    • Bæklingur – The animation of Flóahreppur
  • MANNLÍF OG MENNING
    • Atvinnulíf
    • Félagasamtök
    • Áveitan
    • Viðburðir
    • Fjör í Flóa 2019
    • Tónahátíð félagsheimilanna 2018
  • Heim
  • Fundargerðir sveitarstjórnar
  • Fundur sveitarstjórnar 4. ágúst 2010

Fundur sveitarstjórnar 4. ágúst 2010

5. ágúst 2010
Flokkar
  • Fundargerðir sveitarstjórnar
Stikkorð

 Fundargerð 87. fundar sveitarstjórnar Flóahrepps


 


 


Fundarstaður:          Þingborg        


Fundardagur:           Miðvikudagur 4. ágúst 2010


Fundartími:               20:00 – 24:00


Fundarmenn:            Aðalsteinn Sveinsson, oddviti


                                   Árni Eiríksson


                                   Elín Höskuldsdóttir


Björgvin Njáll Ingólfsson


                                   Svanhvít Hermannsdóttir


Margrét Sigurðardóttir, sveitarstjóri


 


Aðalsteinn Sveinsson setti fund og Margrét Sigurðardóttir ritaði fundargerð.


Samþykkt að fundargerð verði rituð á tölvu sbr. 23. gr. sveitarstjórnarlaga.


 


 


Dagskrá:



  1. Lóðablað Flóaskóla

Lagt fram til kynningar mæliblað lóðar Flóahrepps í Villingaholti. Lóð sveitarfélagsins er 48.747 m2.


Samkvæmt afsali er eign sveitarfélagsins 50.000 m2.


Oddvita og sveitarstjóra falið að ræða við landeigendur Villingaholts sem fyrst í tengslum við mælinguna.


Samþykkt með fimm atkvæðum.



  1. Riðutilfelli í Flóahreppi

Lagðir fram til kynningar, tölvupóstar dags. 22. júlí og 23. júlí 2010 frá settum héraðsdýralækni þar sem fram kemur að riða hafi greinst í kind í Flóahreppi.


Matvælastofnun vinnur að undirbúningi niðurskurðar og samningagerð við fjáreigendur.


Sveitarstjórn samþykkir að skoða aðkomu sveitarfélagsins í samráði við Matvælastofnun.


Samþykkt með fimm atkvæðum.



  1. Erindi frá Matvælastofnun vegna afréttarmála

Lagt fram erindi frá Matvælastofnun dags. 16. júlí 2010 ásamt reglum um fyrirkomulag við smalamennsku.


Óskað er eftir því að viðkomandi sveitarfélög afgreiði meðfylgjandi reglur.


Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi reglur með breytingartillögu Hrunamannahrepps dags. 6. maí 2010.


Samþykkt með fimm atkvæðum.



  1. Laun fyrir stjórnar- og nefndarstörf í Flóahreppi

Sveitarstjórn samþykkir að laun kjörinna fulltrúa í sveitarstjórn Flóahrepps og nefndum á kjörtímabilinu séu eftirfarandi:


Oddvitalaun: 180.000 kr. pr/mán. Akstur samkvæmt akstursbók.


Fulltrúar í sveitarstjórn: 50.000 kr. pr/mán. Akstur samkvæmt akstursbók.


Varamenn í sveitarstjórn: 25.000 kr. pr/fund. Akstur samkvæmt akstursbók.


Fulltrúar í fræðslunefnd: 12.500 kr. pr/fund. Akstur innifalinn.


Formennska í fræðslunefnd og áheyrnarfulltrúi í Vallaskóla: 20.000 kr. pr/fund. Akstur innifalinn.


Varamenn í fræðslunefnd: 12.500 kr. pr/fund. Akstur innifalinn.


Fullrúar í kjörstjórn: 10.000 kr. pr/fund. Akstur samkvæmt akstursbók.


Formennska í kjörstjórn: 15.000 kr. pr/fund. Akstur samkvæmt akstursbók.


Varamenn í kjörstjórn: 10.000 kr. pr/fund. Akstur samkvæmt akstursbók.


Kjörfundur vegna sveitarstjórnarkosninga verður metinn sem sex fundir en kjörfundir vegna alþingiskosninga, þjóðaratkvæðagreiðslna ofl. verða metnar sem fimm fundir.


Fulltrúar í öðrum nefndum en kjörstjórn og fræðslunefnd: 10.000 kr. pr/fund. Akstur innifalinn.


Formennska í öðrum nefndum en kjörstjórn og fræðslunefnd: 15.000 kr. pr/fund. Akstur innifalinn.


Varamenn í öðrum nefndum en kjörstjórn og fræðslunefnd: 10.000 kr. pr/fund. Akstur innifalinn.


Skoðunarmenn: 30.000 kr. Akstur innifalinn.


Áheyrnarfulltrúar á fræðslunefndarfundum: 7.000 kr. Akstur innifalinn.


Samþykkt með fimm atkvæðum.



  1. Tölvumál

Lögð fram tilboð í fartölvur fyrir sveitarstjórnarmenn, fimm tölvur á 688.925 kr. samtals.


Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tilboð.


Svanhvíti Hermannsdóttur finnst ákvörðun á skjön á tímum samdráttar og niðurskurðar.


Samþykkt með fjórum atkvæðum.


Svanhvít Hermannsdóttir situr hjá við atkvæðagreiðslu.



  1. 10. bekkur í Flóaskóla

Sveitarstjórn samþykkir að 10. bekkjar nemendum úr Flóahreppi verði kennt í Flóaskóla frá og með hausti 2011.


Sveitarstjórn samþykkir einnig að samningi við Árborg um námsvist í grunnskólum Árborgar dags. 15. maí 2007 verði sagt upp frá og með næstu áramótum samkvæmt ákvæði í samningi þar um.


Samþykkt með fimm atkvæðum.



  1. Erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu

Tekið fyrir erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnararáðuneytinu dags. 7. júlí 2010. Í erindinu kemur fram að ráðuneytinu hafi borist bréf frá Samtökum iðnaðarins. Ráðuneytið óskar upplýsinga um verklag Flóahrepps við  útboð viðbyggingar Flóaskóla og hvort fylgt hafi verið innkaupareglum sveitarfélagsins skv. 19. gr. laga nr. 84/2007.


Innkaup Flóahrepps vegna framkvæmda við Flóaskóla eru ekki samkvæmt 79. gr. laga nr. 84/2007 um framkvæmdir yfir viðmiðurfjárhæðum EES.


Sveitarstjórn Flóahrepps óskaði eftir verðhugmyndum í viðbyggingu Flóaskóla, bæði við I. og II. áfanga þess.


I . áfangi gerði ráð fyrir fokheldingu viðbyggingar og II. áfangi gerði ráð fyrir lokafrágangi húsnæðisins.


Ekki voru til innkaupareglur fyrir Flóahrepp á þeim tíma en þær voru samþykktar af sveitarstjórn 26. maí 2010.


Ákveðið var að auglýsa í fjölmiðlum og óska eftir verðhugmyndum frá áhugasömum aðilum til að kalla eftir hugmyndum verktaka um hvernig best væri að standa að viðbyggingu Flóaskóla á sem hagstæðastan máta. Gerður var samningur um framkvæmdir við þá verktaka sem áttu hagkvæmustu verðhugmyndirnar.


Í nýlega samþykktum innkaupareglum er gert ráð fyrir því að leitað sé verðhugmynda þegar talið er líklegt að hagkvæmari verð fáist við útvegun vöru, veitta þjónustu eða verkframkvæmdir.


Á það má benda að sveitarfélagið hefur náð mjög góðum árangri við að halda kostnaði í skefjum vegna framkvæmdanna og það er markmið sem sveitarstjórn horfir til við rekstur sveitarfélagsins.


Samþykkt með fjórum atkvæðum.


Svanhvít Hermannsdóttir situr hjá við afgreiðslu.



  1. Tilnefning fulltrúa í starfshóp um mat á sameiningarkostum sveitarfélaga

Tekið fyrir erindi frá SASS dags. 8. apríl 2010 þar sem óskað er eftir tilnefningum sveitarfélaga á fulltrúa í starfshóp um sameiningu sveitarfélaga.


Erindi hafði áður verið frestað á fundi sveitarstjórnar.


Sveitarstjórn samþykkir að Aðalsteinn Sveinsson verði fulltrúi Flóahrepps í starfshópnum.


Samþykkt með fimm atkvæðum.



  1. Styrkbeiðni

Tekin fyrir beiðni frá Ragnheiði Hallgrímsdóttur dags. 21. júlí 2010 þar sem óskað er eftir styrk vegna þátttöku í íslenska landsliðinu í hestaíþróttum í Finnlandi.


Sveitarstjórn samþykkir að vísa beiðninni til Ungmennafélaga Flóahrepps með vísan til samstarfssamnings milli Flóahrepps og ungmennafélaganna.


Samþykkt með fimm atkvæðum.



  1. Trúnaðarmál

  2. Trúnaðarmál

  3. Trúnaðarmál

  4. Fundargerðir

a)      Sveitarstjórnar Flóahrepps


Fundargerð sveitarstjórnar dags. 7. júlí 2010 lögð fram.


Svanhvít Hermannsdóttir gerir athugasemd við 3. lið og vill bóka eftirfarandi:


Svanhvít Hermannsdóttir samþykkti ekki tillögu að Aðalskipulagi Flóahrepps 2006-2018 heldur lagði til að tillögu yrði frestað.


Í 30. gr. samþykktar um stjórn og fundasköp Flóahrepps kemur fram að „Atkvæðagreiðsla á sveitarstjórnarfundi fer að jafnaði fram með handauppréttingu“. Undirrituð leggur til að fundarsköpum Flóahrepps sé fylgt og atkvæðagreiðsla fari fram með handauppréttingu.


b)     Vinnuhóps um framkvæmdir við Flóaskóla


Fundargerðir vinnuhóps frá fundum 19. júlí og 4. ágúst 2010 lagðar fram.


c)      Rekstrarstjórnar félagsheimilanna


Fundargerðir rekstrarstjórnar félagsheimilanna dags. 13. apríl og 11. maí 2010 lagðar fram.


d)     Samráðsnefndar um vatnsveituframkvæmdir


Fundargerð fundar um vatnsveituframkvæmdir dags. 8. júlí 2010 lögð fram.



  1. Til kynningar: 

a)      293. fundur Atvinnuþróunarfélags Suðurlands ásamt minnisblaði dags. 7. júlí 2010.


b)     85. fundur fulltrúaráðs Brunavarna Árnessýslu dags. 14. júlí 2010


c)      Erindi frá Kennarasambandi Íslands


d)     Erindi frá Velferðarvaktinni dags. 8. júní 2010


e)      Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 13. júlí 2010, námskeið í lýðræði


f)       Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 5. júlí 2010, boðun á landsþing


g)      Erindi frá samfélags- og mannréttindaráði Akureyrarbæjar dags. 26. júlí 2010, landsfundur jafnréttisnefnda



  1. Önnur mál: 

a)      Beiðni um námsvist í Vallaskóla


Tekin fyrir beiðni um námsvistun nemenda í Vallaskóla á Selfossi með lögheimili í Flóahreppi.


Sveitarstjórn samþykkir beiðnina með fimm atkvæðum.


b)     Beiðni um námsvist í Flóaskóla


Tekin fyrir beiðni dags. 28. júlí um námsvistun nemenda í Flóaskóla með lögheimili í Kópavogi.


Sveitarstjórn samþykkir beiðnina með fimm atkvæðum með fyrirvara um að allur kostnaður sem fylgir kennslu nemandans verði greiddur af lögheimilissveitarfélagi.


c)      Umgengni á fyrrum gámasvæði við Heiðargerði


Tekið fyrir erindi frá Svanhvíti Hermannsdóttur dags. 3. ágúst 2010 þar sem óskað er eftir umræðu um umgengni og úrræðum á fyrrverandi gámasvæði sveitarfélagsins í Heiðargerði.


Þar er enn verið að henda sorpi þó gámar hafi verið fjarlægðir.


Óskað verður eftir því við Íslenska Gámafélagið að sett verði upp leiðbeiningaskilti í Heiðargerði um staðsetningu gámasvæðis í Hrísmýri við Selfoss.


Samþykkt með fimm atkvæðum.


 


 


Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 24:00


 


 


Aðalsteinn Sveinsson, oddviti (sign)


                                   Árni Eiríksson, varaoddviti (sign)


                                   Elín Höskuldsdóttir, (sign)


Björgvin Njáll Ingólfsson, (sign)


                                   Svanhvít Hermannsdóttir, (sign)


                                   Margrét Sigurðardóttir, (sign)


 


 


 


 


 


 


 


 


 


 


 




Fundargerð 87. fundar sveitarstjórnar Flóahrepps




Fundarstaður: Þingborg


Fundardagur: Miðvikudagur 4. ágúst 2010


Fundartími: 20:00 – 24:00


Fundarmenn: Aðalsteinn Sveinsson, oddviti


Árni Eiríksson


Elín Höskuldsdóttir


Björgvin Njáll Ingólfsson


Svanhvít Hermannsdóttir


Margrét Sigurðardóttir, sveitarstjóri


Aðalsteinn Sveinsson setti fund og Margrét Sigurðardóttir ritaði fundargerð.


Samþykkt að fundargerð verði rituð á tölvu sbr. 23. gr. sveitarstjórnarlaga.


Dagskrá:



  1. Lóðablað Flóaskóla

Lagt fram til kynningar mæliblað lóðar Flóahrepps í Villingaholti. Lóð sveitarfélagsins er 48.747 m2.


Samkvæmt afsali er eign sveitarfélagsins 50.000 m2.


Oddvita og sveitarstjóra falið að ræða við landeigendur Villingaholts sem fyrst í tengslum við mælinguna.


Samþykkt með fimm atkvæðum.



  1. Riðutilfelli í Flóahreppi

Lagðir fram til kynningar, tölvupóstar dags. 22. júlí og 23. júlí 2010 frá settum héraðsdýralækni þar sem fram kemur að riða hafi greinst í kind í Flóahreppi.


Matvælastofnun vinnur að undirbúningi niðurskurðar og samningagerð við fjáreigendur.


Sveitarstjórn samþykkir að skoða aðkomu sveitarfélagsins í samráði við Matvælastofnun.


Samþykkt með fimm atkvæðum.



  1. Erindi frá Matvælastofnun vegna afréttarmála

Lagt fram erindi frá Matvælastofnun dags. 16. júlí 2010 ásamt reglum um fyrirkomulag við smalamennsku.


Óskað er eftir því að viðkomandi sveitarfélög afgreiði meðfylgjandi reglur.


Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi reglur með breytingartillögu Hrunamannahrepps dags. 6. maí 2010.


Samþykkt með fimm atkvæðum.



  1. Laun fyrir stjórnar- og nefndarstörf í Flóahreppi

Sveitarstjórn samþykkir að laun kjörinna fulltrúa í sveitarstjórn Flóahrepps og nefndum á kjörtímabilinu séu eftirfarandi:


Oddvitalaun: 180.000 kr. pr/mán. Akstur samkvæmt akstursbók.


Fulltrúar í sveitarstjórn: 50.000 kr. pr/mán. Akstur samkvæmt akstursbók.


Varamenn í sveitarstjórn: 25.000 kr. pr/fund. Akstur samkvæmt akstursbók.


Fulltrúar í fræðslunefnd: 12.500 kr. pr/fund. Akstur innifalinn.


Formennska í fræðslunefnd og áheyrnarfulltrúi í Vallaskóla: 20.000 kr. pr/fund. Akstur innifalinn.


Varamenn í fræðslunefnd: 12.500 kr. pr/fund. Akstur innifalinn.


Fullrúar í kjörstjórn: 10.000 kr. pr/fund. Akstur samkvæmt akstursbók.


Formennska í kjörstjórn: 15.000 kr. pr/fund. Akstur samkvæmt akstursbók.


Varamenn í kjörstjórn: 10.000 kr. pr/fund. Akstur samkvæmt akstursbók.


Kjörfundur vegna sveitarstjórnarkosninga verður metinn sem sex fundir en kjörfundir vegna alþingiskosninga, þjóðaratkvæðagreiðslna ofl. verða metnar sem fimm fundir.


Fulltrúar í öðrum nefndum en kjörstjórn og fræðslunefnd: 10.000 kr. pr/fund. Akstur innifalinn.


Formennska í öðrum nefndum en kjörstjórn og fræðslunefnd: 15.000 kr. pr/fund. Akstur innifalinn.


Varamenn í öðrum nefndum en kjörstjórn og fræðslunefnd: 10.000 kr. pr/fund. Akstur innifalinn.


Skoðunarmenn: 30.000 kr. Akstur innifalinn.


Áheyrnarfulltrúar á fræðslunefndarfundum: 7.000 kr. Akstur innifalinn.


Samþykkt með fimm atkvæðum.



  1. Tölvumál

Lögð fram tilboð í fartölvur fyrir sveitarstjórnarmenn, fimm tölvur á 688.925 kr. samtals.


Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tilboð.


Svanhvíti Hermannsdóttur finnst ákvörðun á skjön á tímum samdráttar og niðurskurðar.


Samþykkt með fjórum atkvæðum.


Svanhvít Hermannsdóttir situr hjá við atkvæðagreiðslu.



  1. 10. bekkur í Flóaskóla

Sveitarstjórn samþykkir að 10. bekkjar nemendum úr Flóahreppi verði kennt í Flóaskóla frá og með hausti 2011.


Sveitarstjórn samþykkir einnig að samningi við Árborg um námsvist í grunnskólum Árborgar dags. 15. maí 2007 verði sagt upp frá og með næstu áramótum samkvæmt ákvæði í samningi þar um.


Samþykkt með fimm atkvæðum.



  1. Erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu

Tekið fyrir erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnararáðuneytinu dags. 7. júlí 2010. Í erindinu kemur fram að ráðuneytinu hafi borist bréf frá Samtökum iðnaðarins. Ráðuneytið óskar upplýsinga um verklag Flóahrepps við útboð viðbyggingar Flóaskóla og hvort fylgt hafi verið innkaupareglum sveitarfélagsins skv. 19. gr. laga nr. 84/2007.


Innkaup Flóahrepps vegna framkvæmda við Flóaskóla eru ekki samkvæmt 79. gr. laga nr. 84/2007 um framkvæmdir yfir viðmiðurfjárhæðum EES.


Sveitarstjórn Flóahrepps óskaði eftir verðhugmyndum í viðbyggingu Flóaskóla, bæði við I. og II. áfanga þess.


I . áfangi gerði ráð fyrir fokheldingu viðbyggingar og II. áfangi gerði ráð fyrir lokafrágangi húsnæðisins.


Ekki voru til innkaupareglur fyrir Flóahrepp á þeim tíma en þær voru samþykktar af sveitarstjórn 26. maí 2010.


Ákveðið var að auglýsa í fjölmiðlum og óska eftir verðhugmyndum frá áhugasömum aðilum til að kalla eftir hugmyndum verktaka um hvernig best væri að standa að viðbyggingu Flóaskóla á sem hagstæðastan máta. Gerður var samningur um framkvæmdir við þá verktaka sem áttu hagkvæmustu verðhugmyndirnar.


Í nýlega samþykktum innkaupareglum er gert ráð fyrir því að leitað sé verðhugmynda þegar talið er líklegt að hagkvæmari verð fáist við útvegun vöru, veitta þjónustu eða verkframkvæmdir.


Á það má benda að sveitarfélagið hefur náð mjög góðum árangri við að halda kostnaði í skefjum vegna framkvæmdanna og það er markmið sem sveitarstjórn horfir til við rekstur sveitarfélagsins.


Samþykkt með fjórum atkvæðum.


Svanhvít Hermannsdóttir situr hjá við afgreiðslu.



  1. Tilnefning fulltrúa í starfshóp um mat á sameiningarkostum sveitarfélaga

Tekið fyrir erindi frá SASS dags. 8. apríl 2010 þar sem óskað er eftir tilnefningum sveitarfélaga á fulltrúa í starfshóp um sameiningu sveitarfélaga.


Erindi hafði áður verið frestað á fundi sveitarstjórnar.


Sveitarstjórn samþykkir að Aðalsteinn Sveinsson verði fulltrúi Flóahrepps í starfshópnum.


Samþykkt með fimm atkvæðum.



  1. Styrkbeiðni

Tekin fyrir beiðni frá Ragnheiði Hallgrímsdóttur dags. 21. júlí 2010 þar sem óskað er eftir styrk vegna þátttöku í íslenska landsliðinu í hestaíþróttum í Finnlandi.


Sveitarstjórn samþykkir að vísa beiðninni til Ungmennafélaga Flóahrepps með vísan til samstarfssamnings milli Flóahrepps og ungmennafélaganna.


Samþykkt með fimm atkvæðum.



  1. Trúnaðarmál

  2. Trúnaðarmál

  3. Trúnaðarmál

  4. Fundargerðir

a) Sveitarstjórnar Flóahrepps


Fundargerð sveitarstjórnar dags. 7. júlí 2010 lögð fram.


Svanhvít Hermannsdóttir gerir athugasemd við 3. lið og vill bóka eftirfarandi:


Svanhvít Hermannsdóttir samþykkti ekki tillögu að Aðalskipulagi Flóahrepps 2006-2018 heldur lagði til að tillögu yrði frestað.


Í 30. gr. samþykktar um stjórn og fundasköp Flóahrepps kemur fram að „Atkvæðagreiðsla á sveitarstjórnarfundi fer að jafnaði fram með handauppréttingu“. Undirrituð leggur til að fundarsköpum Flóahrepps sé fylgt og atkvæðagreiðsla fari fram með handauppréttingu.


b) Vinnuhóps um framkvæmdir við Flóaskóla


Fundargerðir vinnuhóps frá fundum 19. júlí og 4. ágúst 2010 lagðar fram.


c) Rekstrarstjórnar félagsheimilanna


Fundargerðir rekstrarstjórnar félagsheimilanna dags. 13. apríl og 11. maí 2010 lagðar fram.


d) Samráðsnefndar um vatnsveituframkvæmdir


Fundargerð fundar um vatnsveituframkvæmdir dags. 8. júlí 2010 lögð fram.



  1. Til kynningar:

a) 293. fundur Atvinnuþróunarfélags Suðurlands ásamt minnisblaði dags. 7. júlí 2010.


b) 85. fundur fulltrúaráðs Brunavarna Árnessýslu dags. 14. júlí 2010


c) Erindi frá Kennarasambandi Íslands


d) Erindi frá Velferðarvaktinni dags. 8. júní 2010


e) Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 13. júlí 2010, námskeið í lýðræði


f) Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 5. júlí 2010, boðun á landsþing


g) Erindi frá samfélags- og mannréttindaráði Akureyrarbæjar dags. 26. júlí 2010, landsfundur jafnréttisnefnda



  1. Önnur mál:

a) Beiðni um námsvist í Vallaskóla


Tekin fyrir beiðni um námsvistun nemenda í Vallaskóla á Selfossi með lögheimili í Flóahreppi.


Sveitarstjórn samþykkir beiðnina með fimm atkvæðum.


b) Beiðni um námsvist í Flóaskóla


Tekin fyrir beiðni dags. 28. júlí um námsvistun nemenda í Flóaskóla með lögheimili í Kópavogi.


Sveitarstjórn samþykkir beiðnina með fimm atkvæðum með fyrirvara um að allur kostnaður sem fylgir kennslu nemandans verði greiddur af lögheimilissveitarfélagi.


c) Umgengni á fyrrum gámasvæði við Heiðargerði


Tekið fyrir erindi frá Svanhvíti Hermannsdóttur dags. 3. ágúst 2010 þar sem óskað er eftir umræðu um umgengni og úrræðum á fyrrverandi gámasvæði sveitarfélagsins í Heiðargerði.


Þar er enn verið að henda sorpi þó gámar hafi verið fjarlægðir.


Óskað verður eftir því við Íslenska Gámafélagið að sett verði upp leiðbeiningaskilti í Heiðargerði um staðsetningu gámasvæðis í Hrísmýri við Selfoss.


Samþykkt með fimm atkvæðum.



Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 24:00




Aðalsteinn Sveinsson, oddviti (sign)


Árni Eiríksson, varaoddviti (sign)


Elín Höskuldsdóttir, (sign)


Björgvin Njáll Ingólfsson, (sign)


Svanhvít Hermannsdóttir, (sign)


Margrét Sigurðardóttir, (sign)











Deila
Skrifstofa Flóahrepps er opin frá kl. 09:00 - 16:00 mánudaga - fimmtudaga og 09:00 - 13:00 á föstudögum.
Síminn 480 4370 er opinn frá kl. 09:00 - 13:00 alla virka daga.

    Nafn (nauðsynlegt)

    Netfang (nauðsynlegt)

    Efni

    Skilaboð