Starfsmenntaráð auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna starfsmenntunar í atvinnulífinu, sbr. lög nr. 19/1992 um starfsmenntun í atvinnulífinu. Til úthlutunar eru um 55 milljónir króna. Eingöngu er tekið við umsóknum á rafrænu formi
Starfsmenntaráð auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna starfsmenntunar í atvinnulífinu, sbr. lög nr. 19/1992 um starfsmenntun í atvinnulífinu. Til úthlutunar eru um 55 milljónir króna. Eingöngu er tekið við umsóknum á rafrænu formi
Starfsmenntaráð hvetur umsækjendur til að sækja um verkefni sem falla undir eftirfarandi áherslur:
Flokkur A – Nýsköpunarverkefni
Fræðsluverkefni sem stuðla að atvinnusköpun og fela í sér nýsköpun og þróun. Kostur er að um samstarf ólíkra aðila sé að ræða, t.d. frumkvöðla, framleiðenda og seljenda. Umsækjendur geta verið samstarfsklasar, félög og fyrirtæki og aðrir sem stunda sprotastarf.
Flokkur B – Þróunarverkefni til að vinna að neikvæðum áhrifum kreppunnar
Þróunarverkefni á sviði fræðslu, ráðgjafar eða þjálfunar sem miða að því að vinna gegn neikvæðum áhrifum breytinga í kjölfar efnahagskreppu s.s. vegna breytinga á störfum, stöðu einstaklinga á vinnumarkaði og á starfsemi fyrirtækja og stofnana. Niðurstöður verkefna verða að hafa almenna skírskotun og geta yfirfærst á önnur svið.
Gerð er krafa um samstarf við samtök atvinnurekenda og launafólks við gerð og framkvæmd viðkomandi verkefnis.
Áhersla er lögð á að öll verkefni sem sótt er um styrk til séu vel undirbúin og umsóknir vandaðar.
Umsóknarfrestur er til 15. ágúst 2010
Markmiðin sem Starfsmenntaráð gengur út frá við val á verkefnum eru að:
• verkefnin nái til sem flestra
• verkefnin mæti sýnilegri þörf á endurmenntun
• verkefnin séu unnin í samvinnu ólíkra aðila.
——————
• Verkefni sem styrkt eru skulu framkvæmd næsta skólaár á eftir úthlutun.
• 75% af styrk er greitt út við úthlutun og 25% við lokauppgjör.
Rétt til að sækja um styrk eiga:
Samtök atvinnurekenda og launafólks, einstök fyrirtæki, einkaaðilar eða opinberir aðilar sem standa fyrir starfsmenntun í atvinnulífinu, starfsgreinaráð einstakra atvinnugreina og samstarfsverkefni á vegum tveggja eða fleiri framangreindra aðila. Umsóknir frá skólum koma aðeins til greina þegar um er að ræða samstarf við framangreinda aðila, einn eða fleiri.
Uppgjör vegna styrkveitinga
Uppgjörum fyrir veitta styrki ber að skila eigi síðar en 12 mánuðum eftir styrkveitingu á þar til gerðum eyðublöðum. Ef uppgjör liggur ekki fyrir innan 12 mánaða ber að skila inn greinargerð yfir stöðu verkefnisins til Starfsmenntaráðs. Ráðinu er heimilt að veita frest til að skila inn lokauppgjöri, þó aldrei lengur en til næstu áramóta þar á eftir.
Sérstök athygli er vakin á ákvæðum höfundarréttarsamnings sem Starfsmenntaráð og styrkþegi gera sín á milli sem heimilar aðgang og afnot Starfsmenntaráðs af efni sem hlotið hefur styrk.
Sjá nánar hér
Starfsfólk Atvinnuþróunarfélags Suðurlands getur aðstoðað áhugasama aðila við gerð umsókna.