Þann 29. maí s.l. var undirritaður samstarfssamningur milli sveitarstjórnar og ungmennafélaganna Baldurs, Samhygðar og Vöku.
Þann 29. maí s.l. var undirritaður samstarfssamningur milli sveitarstjórnar og ungmennafélaganna Baldurs, Samhygðar og Vöku.
Samningnum er ætlað að styðja við og efla samstarf milli sveitarstjórnar og ungmennafélaganna og tryggja öflugt íþrótta, tómstunda- og æskulýðsstarf fyrir börn og unglinga í sveitarfélaginu ásamt því að tryggja enn frekar starfsemi ungmennafélaganna, enda er sveitarstjórn þeirrar skoðunar að þau sinni góðu forvarnarstarfi með störfum sínum.
Samstarfssamningurinn felur í sér styrk frá sveitarfélaginu til ungmennafélaganna sbr. ákvörðun sveitarstjórnar ár hvert við gerð fjárhagsáætlunar.
Stjórn ungmennafélaganna ráðstafar styrknum í starf þeirra eftir markmiðum þess, starfsáætlunum og samþykktum sem ungmennafélögin hafa sett sér, um styrkveitingar.
Þeir sem undirrituðu samninginn voru Aðalsteinn Sveinsson oddviti, Baldur Gauti Tryggvason formaður Baldurs, Haraldur Einarsson formaður Vöku og Stefán Geirsson formaður Samhygðar.