Miðvikudaginn 26. maí sl. var Vorhátíð Krakkaborgar haldin í félagsheimilinu Þingborg. Þar var haldin sýning á listaverkum sem börnin hafa verið að vinna í vetur og einnig var ljósmyndasýning af starfi vetrarins.
Miðvikudaginn 26. maí sl. var Vorhátíð Krakkaborgar haldin í félagsheimilinu Þingborg. Þar var haldin sýning á listaverkum sem börnin hafa verið að vinna í vetur og einnig var ljósmyndasýning af starfi vetrarins.
Strumpa- og Tígradeildir voru með skemmtiatriði og einnig söng Regnbogakór Krakkaborgar nokkur lög. Þvínæst var útskrift elstu barna leikskólans en í ár eru það 7 börn sem útskrifast úr leikskólanum og fara í Flóaskóla í haust. Foreldrafélag Krakkaborgar bauð upp á dýrindis veitingar að dagskrá lokinni. Við þökkum gestum hátíðarinnar kærlega fyrir komuna og samveruna í gær og Foreldrafélagi Krakkaborgar fyrir samstarfið.