í uppsveitum Árnessýslu og Flóahreppi.
Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða- og Gnúpverjahreppi og Flóahreppi.
í uppsveitum Árnessýslu og Flóahreppi.
Bláskógabyggð, Grímsnes-og Grafningshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða- og Gnúpverjahreppi og Flóahreppi.
Samkvæmt 1. mgr. 17. gr. skipulags- og byggingarlaga eru hér kynntar breytingar á aðalskipulagi í Bláskógabyggð og Hrunamannahreppi:
Í tillögunni felst að um 94 ha svæði sem skilgreint er sem svæði fyrir frístundabyggð breytist í blandaða landnotkun landbúnaðarsvæðis og svæðis fyrir frístundabyggð. Á svæðinu hefur verið stofnað lögbýli með samning við Suðurlandsskóga. Þá er þegar í gildi deilskipulag frístundabyggðar á hluta svæðisins.
Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir að lega tengivegar (Bræðratunguvegar) sunnan og vestan flugvallar breytist. Samhliða verða breytingar á tengingum annarra vega auk þess sem afmörkun aðliggjandi verslunar- og þjónustusvæðis, tjaldsvæðis, íbúðarsvæðis og athafna- og iðnaðarsvæðis breytist lítillega.
Áður en tillögurnar verða teknar til formlegrar afgreiðslu í sveitarstjórn verða þær til kynningar í samræmi við 1. mgr. 17. gr. skipulags- og byggingarlaga á skrifstofu Bláskógabyggðar og Hrunamannahrepps og á skrifstofu skipulagsfulltrúa að Dalbraut 12, Laugarvatni, frá fimmtudeginum 6. maí til föstudagsins 14. maí 2010.
Samkvæmt 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga er hér með auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi aðalskipulagsbreytingar:
· Verslunarsvæði minnkar og verður hluti þess næst þjóðveginum blandað athafna- og verslunarsvæði og hluti þess verður íbúðarsvæði.
· Gert er ráð fyrir iðnaðarlóð fyrir hreinsistöð sunnan við nýtt íbúðarsvæði
Samkvæmt 1.mgr. 25.gr. skipulags-og byggingarlaga nr. 73 1997 er hér með auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi deiliskipulagstillögur:
Tilllaga að deiliskipulagi frístundasvæðis í landi Hulduheima lnr. 215104. Um er að ræða 9 ha svæði þar sem gert er ráð fyrir að reisa allt að 3 frístundahús auk skemmu sem rúma á hesthús, hlöðu og þjálfunaraðstöðu.
Deiliskipulagið nær yfir þéttbýlið Brautarholt og er svæðið um 11,5 ha að stærð. Á svæðinu eru í gildi tvær deiliskipulagsáætlanir, frá 10. maí 2002 og 19. ágúst 2003, sem falla úr gildi með samþykkt nýs deiliskipulags. Samkvæmt tillögunni verða til 13 nýjar einbýlishúsalóðir og ein parhúsalóð, sem koma til viðbóðar við þær lóðir sem fyrir eru. Þá er gert ráð fyrir tveimur verslunar- og þjónstulóðum við hlið núverandi verslunar og um 1 ha atvinnusvæði norðan þjóðvegar.
Rillaga að deiliskipulagi sem nær yfir tvær lóðir úr landi Iðu, Veiðiveg 12 og 14. Hús hefur þegar risið á lóð nr. 12. Samkvæmt tillögunni er heimilt að reisa allt að 150 fm frístundahús og 30 fm aukhús á lóðunum.
Tillaga að deiliskipulagi frístundabyggðar við 5. og 6. braut úr landi Miðengis með aðkomu frá Sogsvegi. Um er að ræða deiliskipulag um 104 ha svæðis þar sem fyrir eru 50 byggðar lóðir og 13 óbyggðar. Innan svæðisins er í gildi deiliskipulag sem nær yfir eina lóð við 5. braut, en að öðru leyti er ekkert deiliskipulag í gildi á svæðinu. Gert er ráð fyrir að nýtingarhlutfall lóða verði almennt 0.03, en hús mega þó ekki vera stærri en 500 fm.
Tillaga að deiliskipulagi svæðis úr landi Bitru sem kallast Kersholt. Á svæðinu eru fjórar 7-10 ha frístundahúsalóðir auk um 3,7 ha lands sem skilgreint er sem opið svæði. Þrjár lóðanna eru þegar byggðar. Samkvæmt skilmálum er heimilt að reisa frístundahús og aukahús á hverri lóð með nýtingarhlutfall upp á 0,005, þar af má aukahúsið vera 30 fm.
Tillaga að deiliskipulagi fyrir 26 ha svæði úr landi Kolsholts í Flóahreppi. Á svæðinu er afmarkaður byggingarreitur utan um þrjú þegar byggð íbúðarhús þar sem heimilt verður að reisa allt að 200 fm bílskúr/skemmu, byggingarreitur utan um núverandi fjós þar sem heimilt verður að reisa 1000 fm nýtt útihús (eða stækkun) og einn byggingarreitur fyrir nýtt allt að 250 fm íbúðarhús.
Samkvæmt 1.mgr. 26.gr. skipulags-og byggingarlaga nr. 73 1997 er hér með auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi deiliskipulagsbreytingar:
Tillaga að breytingu deiliskipulag ferðaþjónustusvæðis við Hótel Geysi og Geysisstofu. Í breytingunni felst að byggingarreitur fyrirhugaðs hótels færist til norðurs ásamt tilheyrandi bílastæðum, athafnasvæði breytist í geymslusvæði, vegslóði sunnan áhaldahúss er felldur út, gert ráð fyrir byggingarreit fyrir gufubaðshús við núverandi sundlaug auk nokkurra breytinga á legu vega og bílastæða.
Um er að ræða tillögu að breytingu á skilmálum frístundabyggðar sem nær yfir svæði A, B og C í Kerhrauni til samræmis við skilmála aðliggjandi hverfis og ákvæði nýsamþykkts aðalskipulags. Samkvæmt breytingartillögunni miðast byggingarmagn lóða við nýtingarhlutfallið 0.03, þar af má aukahús vera 40 fm að hámarki. Þá er gert ráð fyrir að hámarksmænishæð frá jörðu verði 7,4 m og þakhalli á bilinu 0-45 gráður.
Tillaga að breytingu á skilmálum tveggja samhliða frístundabyggða í landi Úteyjar 1 til samræmis við ákvæði nýrra frístundabyggðasvæða . Helstu breytingar eru að byggingarmagn lóða miðast við nýtingarhlutfallið 0.03, þar af má aukahús að hámarki vera 30 fm. Þá er einnig gert ráð fyrir að þakhalli verði á bilinu 0-45 gráður og að byggingarefni verði frjálst.
Í breytingunni felst að heimilt verði að reisa frístundahús og aukahús á hverri lóð með hámarksnýtingarhlutfall upp á 0.03, þar af má aukahús vera 40 fm að hámarki. Samkvæmt gildandi skilmálum er hámarksstærð aðalhúss 150 fm og aukahús 25 fm.
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi íbúðabyggðarinnar Ásborgir í Grímsnesi. Í breytingunni felst að gert er ráð fyrir nýrri lóð, Ásborgum 30a, sem verður 1.280 fm að stærð. Vegna breytingarinnar minnkar lóð nr. 30 úr 5.885 fm í 4.810 fm og lóð nr. 32 minnkar úr 4.387 fm í 4.182 fm.
Skipulagstillögurnar liggja frammi á skrifstofum sveitarfélaganna og hjá embætti skipulagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma frá 6. maí til 18. júní 2010. Að auki er hægt að nálgast tillögurnar á vefslóðinni http://www.sveitir.is/skipulagsfulltrui/auglysingar/ Athugasemdum við skipulagstillöguna skulu berast til skipulagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu í síðasta lagi 18. júní 2010 og skulu þær vera skriflegar. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan tilskilins frests, telst vera samþykkur henni.
Pétur Ingi Haraldsson
Skipulagsfulltrúi uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps