Ungmennafélögin þrjú í Flóahreppi, Baldur, Samhygð og Vaka, hafa staðið fyrir sameiginlegum frjálsíþróttaæfingum fyrir börn í 1.-4. bekk í vetur líkt og gert var síðasta vetur.
Ungmennafélögin þrjú í Flóahreppi, Baldur, Samhygð og Vaka, hafa staðið fyrir sameiginlegum frjálsíþróttaæfingum fyrir börn í 1.-4. bekk í vetur líkt og gert var síðasta vetur. Iðkendur á þessum æfingum voru 36 í vetur sem eru allir nemendur þessarra bekkja. Æfingarnar fóru fram á tveimur stöðum, í Þjórsárveri og Þingborg undir stjórn þjálfaranna Huldu Kristjánsdóttur og Rúnars Hjálmarssonar. Krakkarnir hafa staðið sig frábærlega í vetur, eru dugleg og samviskusöm og hafa stundað æfingarnar vel. Meðfylgjandi mynd var tekin miðvikudaginn 19. maí en þá var síðasta æfing vetrarins. Af því tilefni fengu krakkarnir smá hressingu í boði ungmennafélaganna ásamt viðurkenningaskjali fyrir þátttöku á æfingum vetrarins.