Fundargerð 80. fundar sveitarstjórnar Flóahrepps
Fundarstaður: Þingborg
Fundardagur: Miðvikudagur 3. mars 2010
Fundartími: 20:30 – 23:30
Fundarmenn:
Aðalsteinn Sveinsson, oddviti
Björgvin Njáll Ingólfsson
Jóhannes Hr. Símonarson
Elín Höskuldsdóttir
Guðmundur Stefánsson
Valdimar Guðjónsson
Einar Haraldsson
Margrét Sigurðardóttir sveitarstjóri
Aðalsteinn Sveinsson stjórnaði fundi og Margrét Sigurðardóttir ritaði fundargerð.
Samþykkt að fundargerð verði rituð á tölvu sbr. 23. gr. sveitarstjórnarlaga.
Dagskrá:
a) Aðalskipulag Flóahrepps í fyrrum Villingaholtshreppi
Tekin fyrir til fyrri umræðu, tillaga að aðalskipulagi Flóahrepps 2006-2018, í fyrrum Villingaholtshreppi dags. 1. mars 2010, ásamt greinargerð.
Kynning á tillögu fór fram í Þingborg 1.-2. mars 2010 sbr. 1. mgr. 17. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 auk þess sem tillagan var aðgengileg á heimasíðu Flóahrepps.
Einnig hafa aðliggjandi sveitarfélög ásamt öðrum löggildum umsagnaraðilum fengið tillögu senda til umsagnar sbr. skipulagsreglugerð, kafli 3.2.
Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa fyrirliggjandi tillögu að aðalskipulagi Flóahrepps 2006-2018 í fyrrum Villingaholtshreppi svk. 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997.
Sveitarstjórn samþykkir einnig að höfða mál fyrir héraðsdómi til ógildingar á ákvörðun umhverfisráðherra frá 29. janúar 2010, þar sem ráðherra synjaði staðfestingar þeim hluta aðalskipulags Flóahrepps er varðar Urriðafossvirkjun.
Einar Haraldsson vék af fundi við afgreiðslu og umræðu málsins.
Farið yfir stöðu málsins.
Tekið fyrir erindi dags. 3. mars 2010 frá Íslenska Gámafélaginu vegna fyrirspurnar sveitarstjórnar um aðgang að aðstöðu á vöktuðu gámasvæði fyrir íbúa og sumarhúsaeigendur Flóhrepps.
Í erindi er tilboð um aðstöðu gámasvæðis Íslenska Gámafélagsins í Hrísmýri.
Sveitarstjórn samþykkir að ganga til samninga við Íslenska Gámafélagið samkvæmt fyrirliggjandi erindi. Samkomulagið felur í sér að gámasvæði sveitarfélagsins í Heiðargerði við Kjötmjölsverksmiðjuna verði lokað og öll þjónusta flyst í Hrísmýri.
Fyrirkomulag verður kynnt nánar með dreifibréfi á næstu dögum.
Uppsagnarbréf hefur borist frá leikskólastjóra Krakkaborgar, Fanneyju Halldóru Kristjánsdóttur en hún segir upp starfi sínu frá og með 1. mars 2010.
Sveitarstjórn samþykkir að auglýsa starf leikskólastjóra samkvæmt lið 1.2 í fylgiskjali 2 í kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Kennarasamband Íslands vegna félag leikskólakennara.
Lagt fram erindi frá Ullarvinnslunni í Þingborg þar sem óskað er eftir framlagi frá Flóahreppi, kr. 134.000, til móts við framlag ríkisins.
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi beiðni enda rúmast hún innan fjárhagsáætlunar sveitarfélagsins fyrir árið 2010.
Samningstími samnings um umsjón með eftirilti og viðhaldi á dreifikerfi vatnsveitu Flóahrepps er runninn út.
Sveitarstjórn samþykkir að leita eftir samningum við núverandi þjónustuaðila til næstu áramóta.
Aðalsteinn Sveinsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
Tekið fyrir erindi frá Upplýsingamiðstöð Suðurlands um endurnýjun Suðurstrandarkorts.
Kostnaðaráætlun vegna verkefnisins er 867.000 kr., þar af hluti er Flóahrepps 69.360 kr.
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi beiðni enda rúmast hún innan atvinnumála á fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2010.
a) Sveitarstjórnar
Fundargerðir sveitarstjórnar dags. 18.febrúar og 24. febrúar 2010 lagðar fram.
b) Fræðslunefndar
Fundargerð fræðslunefndar dags. 18. febrúar lögð fram.
c) Þjórsársveita
Fundargerð Þjórsársveita dags. 15. febrúar 2010 lögð fram.
d) Vinnuhóps um framkvæmdir við Flóaskóla
Fundargerð vinnuhóps um framkvæmdir við Flóaskóla dags. 3. mars 2010 lögð fram.
a) Erindi frá SASS vegna framlags Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga dags. 16. febrúar 2010
b) Erindi frá SASS vegna framtíðarfyrirkomulags upplýsingamiðstöðva dags. 16. febrúar 2010.
c) Erindi frá Mennta- og menningamálaráðuneyti dags. 8. febrúar 2010 dags. 8. febrúar 2010.
Ársreikningur Hitaveitu Hraungerðishrepps sf liggur frammi á fundi
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 23:30
Aðalsteinn Sveinsson, oddviti (sign)
Björgvin Njáll Ingólfsson (sign)
Jóhannes Hr. Símonarson (sign)
Elín Höskuldsdóttir (sign)
Guðmundur Stefánsson (sign)
Valdimar Guðjónsson (sign)
Einar Haraldsson (sign)
Margrét Sigurðardóttir, sveitarstjóri (sign)