Fundargerð 78. fundar sveitarstjórnar Flóahrepps
Fundarstaður: Þingborg
Fundardagur: Fimmtudagur 18. febrúar 2010
Fundartími: 20:30 – 00:00
Fundarmenn:
Aðalsteinn Sveinsson, oddviti
Guðbjörg Jónsdóttir
Björgvin Njáll Ingólfsson
Jóhannes Hr. Símonarson
Guðmundur Stefánsson
Valdimar Guðjónsson
Einar Haraldsson
Margrét Sigurðardóttir sveitarstjóri
Aðalsteinn Sveinsson stjórnaði fundi og Margrét Sigurðardóttir ritaði fundargerð.
Samþykkt að fundargerð verði rituð á tölvu sbr. 23. gr. sveitarstjórnarlaga.
Gestir fundarins eru: Óskar Sigurðsson, lögfræðingur og Pétur Ingi Haraldsson, skipulagsfulltrúi.
Samþykkt að taka fyrir önnur mál.
Dagskrá:
a) Erindi frá Umhverfisráðuneyti
Farið yfir stöðu mála varðandi aðalskipulag Flóahrepps í fyrrum Villingaholtshreppi sem umhverfisráðherra hefur synjað um staðfestingu.
Pétur Ingi Haraldsson og Óskar Sigurðsson fóru yfir málið með sveitarstjórn.
Sveitarstjórn samþykkir að hefja ferli aðalskipulagsgerðar fyrir fyrrum Villingaholtshrepp í samræmi við 16.-19. gr. skipulags- og byggingarlaga og kynna tillögu að aðalskipulagi sbr. 1. gr. 17. gr. skipulags- og byggingarlaga.
Einar Haraldsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
b) Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar
Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu og Flóa dags. 16. febrúar 2010 ásamt afgreiðslufundi byggingarfulltrúa dags. 27. janúar 2010. Fundargerðir staðfestar.
c) Umsögn um lögbýli úr landi Langsstaða
Lögð fram beiðni um umsögn vegna umsóknar um stofnun lögbýlis í landi Langsstaða, lóð nr. 215340 um 3 ha. að stærð. Fyrir fundi liggur umsögn Búnaðarsambands Suðurlands ásamt uppdrætti af viðkomandi landi.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við stofnun lögbýlis sbr. 17. gr. laga nr. 81/2004 og telur æskilegt að föst búseta fylgi stofnun lögbýlis.
Farið yfir stöðu vatnsmála í sveitarfélaginu.
Tekin til seinni umræðu, breytingar á samþykktum um stjórn og fundarsköp í Flóahreppi. Helstu breytingar eru þær að sveitarstjórn Flóahrepps verður skipuð fimm aðilum í stað sjö eftir næstu sveitarstjórnarkosningar. Einnig eru breytingar á ýmsum nefndum, ráðum, stjórnum og embættum.
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samþykkt um stjórn og fundarsköp í Flóahreppi.
Björgvin Njáll greiðir atkvæði gegn fækkun sveitarstjórnarmanna úr sjö í fimm þar sem hann telur það ekki tímabært í ljósi reynslunnar undanfarin fjögur ár.
Farið yfir upplýsingar vegna erindis dags. 31. desember 2009.
Tekið fyrir erindi frá SASS dags. 15. febrúar 2010 þar sem óskað er tilnefningar í starfshóp sem hafi það hlutverk að gera tillögu að framtíðarskipulagi þjónustu vegna tilfærslu málefna fatlaðra.
Sveitarstjórn samþykkir að Aðalsteinn Sveinsson verði fulltrúi Flóahrepps í starfshópnum.
Tekin fyrir beiðni frá Vestmannaeyjabæ um námsvist utan lögheimilissveitarfélags í Flóaskóla.
Sveitarstjórn samþykkir beiðnina sbr. 5. gr. laga nr. 91/2008 og fyrirliggjandi umsókn dags. 11. janúar 2010 með fyrirvara um greiðslu samkvæmt viðmiðunargjaldskrá Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Samþykkt að vísa málinu til kynningar hjá fræðslunefnd.
Tekið fyrir erindi frá Lánasjóði sveitarfélaga dags. 24. janúar 2010 þar sem óskað er eftir því að sveitarstjórn veiti almenna heimild fyrir því að lánasjóðurinn birti upplýsingar um stöðu lána sveitarfélagsins hjá sjóðnum.
Sveitarstjórn samþykkir, með vísan til 60. gr. laga nr. 161/2002 um fjármálafyrirtæki, að veita Lánasjóði sveitarfélaga heimild til að miðla upplýsingum um lán Flóahrepps hjá lánasjóðnum opinberlega og til fjárfesta, þ.m.t. upplýsingar um nafn skuldar, tilgang láns, stöðu láns, lánstíma og önnur kjör. Upplýsingunum er miðlað í þeim tilgangi að fjárfestar hafi sem besta mynd af útlánasafni og starfsemi lánveitanda og mun miðlunin einkum eiga sér stað í gögnum frá lánveitanda s.s. í ársreikningum, árshlutareikningum, fjárfestakynningum og afmælisritum.
Sveitarstjórn samþykkir að veita styrki til löglegra framboða vegna næstu sveitarstjórnarkosninga, kr. 70.000 hvert.
Einnig fá framboðslistarnir félagsheimili sveitarfélagsins endurgjaldslaus fyrir íbúafundi til kynningar á sínum málefnum í samráði við húsverði félagsheimilanna.
Sveitarstjórn samþykkir samstarf við Bláskógabyggð og Grímsnes- og Grafningshrepp um sameiginlega vinnu við meðhöndlun seyru.
Lagður fram samstarfssamningur um íþrótta- og æskulýðsstarf í Flóahreppi milli sveitarfélagsins og ungmennafélaganna Baldurs, Samhygðar og Vöku.
Oddvita falið að skrifa undir samning fyrir hönd Flóahrepps.
a) Sveitarstjórnar
Fundargerð sveitarstjórnar dags. 3. febrúar 2010 lögð fram. Í fundargerð vantar dagsetningu á afgreiðslufund byggingarfulltrúa sem var 6. janúar 2010.
b) Félagsmálanefndar
Fundargerð félagsmálanefndar dags. 2. febrúar 2010 lögð fram.
a) 431 fundur stjórnar SASS dags. 12. febrúar 2010
Sveitarstjórn tekur undir lið nr. 6 í bókun SASS varðandi úrskurð umhverfisráðherra um aðalskipulag Flóahrepps og aðalskipulagsbreytingu Skeiða- og Gnúpverjahrepps.
b) 124. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands dags. 4. febrúar 2010.
c) 186. fundur Sorpstöðvar Suðurlands dags. 12. febrúar 2010
d) Bókun hreppsnefndar Hrunamannahrepps dags. 3. febrúar 2010 vegna synjunar umhverfisráðherra á staðfestingu skipulagsbreytinga
Sveitarstjórn lýsir ánægju sinni með bókun hreppsnefndar varðandi úrskurð umhverfisráðherra um aðalskipulag Flóahrepps.
e) Erindi frá Ungmennafélagi Íslands dags. 28. janúar 2010
a) Kjörstaður vegna þjóðaratkvæðagreiðslu
Sveitarstjórn samþykkir að þjóðaratkvæðagreiðsla 6. mars n.k. fari fram í Félagslundi.
b) Beiðni um námsvist utan lögheimilissveitarfélags
Tekin fyrir beiðni frá Seyðisfirði um námsvist utan lögheimilissveitarfélags í Flóaskóla.
Sveitarstjórn samþykkir beiðnina sbr. 5. gr. laga nr. 91/2008 og fyrirliggjandi umsókn dags. 18. febrúar 2010 með fyrirvara um greiðslu samkvæmt viðmiðunargjaldskrá Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Samþykkt að vísa málinu til kynningar hjá fræðslunefnd.
Guðmundur Stefánsson vék af fundi við afgreiðslu málsins.
c) Trúnaðarmál
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 00:00
Aðalsteinn Sveinsson, oddviti (sign)
Guðbjörg Jónsdóttir (sign)
Björgvin Njáll Ingólfsson (sign)
Jóhannes Hr. Símonarson (sign)
Guðmundur Stefánsson (sign)
Valdimar Guðjónsson (sign)
Einar Haraldsson (sign)
Margrét Sigurðardóttir, sveitarstjóri (sign)