Þeir aðilar, aðrir en námsmenn, sem þiggja húsaleigubætur í Flóahreppi þurfa að endurnýja umsóknir sínar fyrir 16. janúar 2010.
Þeir aðilar, aðrir en námsmenn, sem þiggja húsaleigubætur í Flóahreppi þurfa að endurnýja umsóknir sínar fyrir 16. janúar 2010.
Skilyrði fyrir rétti til húsaleigubóta eru m.a. að húsaleigusamningur sé gerður á staðfest eyðublað og að hann sé þinglýstur nema um sé að ræða íbúð í eigu sveitarfélagsins. Umsókn skal fylgja staðfest afrit af skattframtali og laun/tekjuseðlar síðustu þriggja mánaða. Húsaleigubætur gilda aðeins fyrir eitt ár í senn.
Allar frekari upplýsingar má nálgast á heimasíðu félagsmálaráðuneytisins, http://www.felagsmalaraduneyti.is/malaflokkar/husnaedismal/husaleigubaetur/ og á skrifstofu Flóahrepps í síma 480-4370 frá kl. 9.00-13.00