• 480 4370
  • floahreppur@floahreppur.is
logo-vefurlogo-stickylogo-vefurlogo-vefur
  • STJÓRNSÝSLA OG SKÓLAR
    • Aðalskipulag Flóahrepps 2016-2028
    • Gjaldskrár
    • Skólar
    • Stofnanir
    • Eyðublöð – samþykktir – reglur
    • Skipulagsmál
    • Fundargerðir
  • ÞJÓNUSTA
    • Stefna Flóarhepps – flettibókin
    • Flóaljós
    • Gagnleg símanúmer
    • Vatnsveita
    • Félagsheimili
    • Hundafangari
    • Sorpflokkun – spurt og svarað
  • FERÐAÞJÓNUSTA
    • Áhugaverðir staðir
    • Gistimöguleikar
    • Afþreying, veitingar og verslun
    • Kort af Flóahreppi
    • Menningarferð um Flóahrepp
    • Bæklingur – The animation of Flóahreppur
  • MANNLÍF OG MENNING
    • Atvinnulíf
    • Félagasamtök
    • Áveitan
    • Viðburðir
    • Fjör í Flóa 2019
    • Tónahátíð félagsheimilanna 2018
  • FERÐAÞJÓNUSTA
    • Áhugaverðir staðir
    • Gistimöguleikar
    • Afþreying, veitingar og verslun
    • Kort af Flóahreppi
    • Menningarferð um Flóahrepp
    • Bæklingur – The animation of Flóahreppur
  • MANNLÍF OG MENNING
    • Atvinnulíf
    • Félagasamtök
    • Áveitan
    • Viðburðir
    • Fjör í Flóa 2019
    • Tónahátíð félagsheimilanna 2018
  • Heim
  • Fréttir
  • Frá oddvita

Frá oddvita

6. janúar 2010
Flokkar
  • Fréttir
Stikkorð

Fjárhagstaða Flóahrepps
Það er kunnara en frá þurfi að segja að við búum við mikið samdráttarskeið um þessar mundir. Fréttir berast daglega af erfiðleikum í rekstri bæði sveitarfélaga og fyrirtækja.

Fjárhagstaða Flóahrepps
Það er kunnara en frá þurfi að segja að við búum við mikið samdráttarskeið um þessar mundir. Fréttir berast daglega af erfiðleikum í rekstri bæði sveitarfélaga og fyrirtækja.

Gjaldþrotum hefur fjölgað meðal fyrirtækja og staða nokkurra sveitarfélaga er mjög alvarleg. Jafnvel er talað um gjaldþrot hjá sumum þeirra. Ég ætla hér að greina í stuttu máli frá hvernig Flóahreppur stendur í þessum ólgusjó og gera grein fyrir hvaða afleiðingar kreppan hefur haft á stöðu og rekstur sveitarsjóðs. Það er ekki síst nauðsynlegt að gera sér góða grein fyrir stöðunni vegna þess að sveitarfélagið stendur í framkvæmdum við stækkun á skólahúsnæði. Fleiri verkefni bæði í skólamálum sem og öðrum málaflokkum eru framundan hjá sveitarfélagi sem hefur vaxið ótúlega mikið á síðustu árum.

Í stórum dráttum er rekstur sveitarfélaga háður sömu lögmálum og annar rekstur. Rekstur sveitarfélaga gengur þó mikið fremur út á að nýta tekjurnar, sem eru skatttekjur og þjónustugjöld íbúanna á sem bestan hátt fyrir íbúa sveitarfélagsins fremur en að ná hagnaði af eigin fé.  Efnahagsþrengingar eins og við búum við í dag hafa mikil áhrif á sveitafélögin eins og annan rekstur. Það sem er mikilvægast í svona samdrætti er hvernig staðan er þegar samdráttur byrjar og síðan með hvaða hætti er brugðist við og hve fljótt.

Til að meta árangur í rekstri sveitarfélagsins er m.a hægt að bera sig saman við önnur sveitarfélög og þá kannski helst sem eru að svipaðri stærð og gerð. Það er ekki þar með sagt að markmiðið sé að reksturinn sé í sömu skorðum allsstaðar. Sveitarfélög hvert um sig taka sínar ákvarðanir og geta haft mismunandi áherslur.  Í Árbók sveitarfélaga sem  kemur út á hverju hausti á vegum Sambands íslenskra sveitarfélaga eru miklar upplýsingar um rekstur sveitarfélaga sem gefur ágætt tilefni til samanburðar.  Á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga er líka heilmikið safn upplýsinga um sveitarfélögin í landinu.  Í gögnum Sambands ísl. sveitarfél. er sveitarfélögunum gjarna skipt í þrjá flokka til samanburðar, þ.e:
• Höfuðborgarsvæðið,
• Vaxtarsvæði utan höfuðborgarsvæðisins. Það eru sveitarfélögin á Suðurnesjum, í Hvalfirði og upp í Borgarbyggð, Ölfus, Hveragerði, Árborg, Akureyri og sveitarfélög á Austurlandi
• Önnur sveitarfélög þar sem Flóahreppur hefur talist með. 

Flóahreppur hefur verið að byggja upp sinn rekstur þessi tæpu fjögur ár sem hann hefur verið til. Fólksfjölgun hefur verið nokkur og að jafnaði meiri en víða annarsstaðar. Fjölgun íbúa hefur áhrif bæði á tekjur og gjöld. Í samdrætti þegar tekjur allmennt eru að minnka og verðlag að hækka geta áhrifin verið töluverð til gjalda auk þess sem fjólksfjölgum kallar á aukna fjárfestingar eins og t.d. í skólamannvirkjun, vatnsveitu, og slíku.

Á þessu línuriti hér fyrir neðan sem fengið er af heimasíðu Sambands ísl. sveitarfélaga sést hlutfallsleg breyting á íbúafjölda í Flóahreppi árin 2002 til 2008 (Samtals í Hraung.,Vill., og Gaul fyrir stofnum Flóahrepps) í samanburði við landið allt, vaxtasvæðin utan höfuðborgarsvæðisins og önnur sveitarfélög.



Fólksfjölgun hér hefur verið meira í samræmi  við vaxtarsvæðin heldur en önnur sveitarfélög. Fólksfjölgun hér hefur líka verið nokkuð jöfn frá ári til árs frá árinu 2004 en í sveitarfélögum á stærð við Flóahrepp er jafnan nokkur sveifla í íbúaþróun á milli ára hvort sem þau hafa talist til vaxtarsvæða eða ekki. Íbúum Flóahrepps hélt áfram að fjölga á árinu 2009.   



Á þessu línuriti sem einnig er fengið af heimasíðu Sambands. ísl. sveitarfél. sést rekstrarniðurstaða Flóahrepps í samanburði við sömu flokka sveitarfélaga og á línuritinu hér á undan. Þetta er rekstrarniðurstaða A hluta sveitarsjóðanna.í hlutfalli af tekjum.   Árið 2007 var methagnaður af rekstri margra sveitarfélaga en í kjölfar bankahrunsins árið 2008 snérist hagnaður mjög margra snarlega í tap. Rekstrarniðurstaða Flóahrepps versnaði ekki nærri eins mikið og var nokkurnvegin í samræmi við fjárhagsáætlun fyrir árið.

Niðurstaða ársreikninga fyrir árið 2009 liggja ekki fyrir en nokkuð ljóst að rekstur sveitarfélaga hefur verið mjög þungur á árinu. Í kjölfar bankahrunsins hefur orðið gífurlegur tekjusamdráttur. Flóahreppur hefur þurft að mæta samdrætti í tekjum eins og önnur sveitarfélög. Í fjárhagsáætlun Flóahrepps fyrir árið 2009 var gert ráð fyrir að skatttekjur myndu dragast saman um tæpar 22 milljónir frá því árinu áður og var því mætt með sparnaði og niðurskurði í rekstrinum.

Ástæða þess að hrunið sem varð á árinu 2008 hafði ekki alveg sömu áhrif hér í sveit og víða annarsstaðar er sú að skuldir sveitarfélagsins eru litlar. Vegna þess er staða okkar og geta til að bregðast við þeim tekjusamdrætti sem varð í kjölfar bankahrunsins á þessu ári mun betri en víða annarstaðar. Það veitir okkur líka miklvægt tækifæri að halda áfram nauðsynlegri uppbyggingu í vaxandi sveitarfélagi. 



Þetta línurit (heimasíða Sambands ísl. Sveitarfél) sýnir hvernig skuldir hafa þróast í hlutfalli við tekjur frá árinu 2002 hjá A hluta sveitarsjóðs. Samanburður er við sömu flokka sveitarfélaga og á hinum línuritunum.

Flóahreppur nýtur þess að í upphafi voru ekki miklar skuldir frá gömlu sveitarfélögunum þremur sem sameinuðust árið 2006. Með auknum tekjum og niðurgreiðslu á lánunum hefur þetta hlutfall lækkað talsvert frá árinu 2004. Hér eins og reyndar hjá mörgum öðrum sveitarfélögum hafa menn nýtt góðærin til þessa að minnka skuldir sem kemur síðan til góða þegar kreppa skellur á eins og nú hefur gerst. Á þessu línuriti skera sig töluvert úr sveitarfélögin á vaxtarsvæðunum en þau hafa ekki getað minnkað þetta hlutfall hjá sér í góðærinu þrátt fyrir töluvert auknar tekjur.  

Það er mikilvægt að Flóahreppur nýti sér þessa stöðu vel. Það er hvorki gert með því að draga allt saman og hætta öllum framkvæmdum né halda áfram á fullri ferð og reka sveitarfélagið með halla. Það er alltaf nauðsynlegt að stilla rekstur af í samræmi við tekjur hverju sinni. Í kreppu er kannski ekki sama áhersla á að greiða niður skuldir og annars væri. Miklvægara getur verið að geta ráðist í framkvæmdir. Það er ekki sparnaður til lengri tíma að fresta framkvæmdum sem nauðsynlegar eru. Það er að mörgu leiti hagstæðara að standa í framkvæmdum  í samdrætti frekar en á þenslutímum. Hægt er að nýta sér þau úrræði sem stjórnvöld kunna að grípa til til þess að örva atvinnulíf, eins og lögin um endurgreiðslu á virðisaukaskatti af byggingakostnaði sem nú eru tímabundið í gildi. Það er betra fyrir samfélagið að einhverjar verklegar framkvæmdir séu í gangi á svona tímum og það vinnur á móti samdrættinum.        

Það er alltaf mikilvægt að huga vel að því hvernig staðið er að framkvæmdum og hvernig fjármunirnir nýtast til framtíðar. Það hefur sveitarstjórn Flóahrepps haft að leiðarljósi við undirbúning og framkvæmd við stækkun á Flóaskóla. Við hönnun viðbyggingarinnar var lögð áhersla á að ætlunin var að byggingin öll nýtist vel í skólastarfinu, bæði fyrir nemendur og starfsfólk skólans. Farið var vel yfir með hvaða hætti þær byggingar sem fyrir eru nýtist best til framtíðar og viðbyggingin hönnuð með tilliti til þess. Útlit og form viðbyggingarinnar var miðað við að halda byggingakostnaði í lámarki og byggingarefnið tók mið af því sem er hagstæðast í dag. Einnig er lögð áhersla á að ná góðu samstarfi við alla þá verktaka sem koma að verkinu. Það á við bæði í undirbúningi framkvæmdanna, við hönnun byggingarinnar og allar verklegar framkvæmdir við bygginguna sjálfa. Reynt er að hafa framkvæmdatímann til þess að gera stuttan og koma húsnæðinu í notkun sem fyrst.

Ef áætlanir um byggingakostnað ganga eftir, sem ágætt útlit er fyrir að verði og jöfnunarsjóður sveitarfélaga stendur við það sem ráðgjafanefnd hans var búin að gefa út að við ættum rétt á sem framlagt til byggingarinnar, þá verður hægt að klára þessa framkvæmd án þess að auka skuldir. Það er að sjálfsögðu líka háð því að takist að halda rekstrinum hjá sveitarfélaginu í jafnvægi. Ef að þetta gengur eftir eins og nú er áætlað ætti að vera góður möguleiki hjá þessu sveitarfélagi að fylgja á eftir með áframhaldandi uppbyggingu á næstu árum. Verkefnin eru næg, við getum nefnt bygginu íþróttahúss, hugsanlega þörf á stækkun leikskóla og aukna þjónustu í sveitarfélaginu. Í því sambandi er t.d. rétt að nefna að nú er unnið að því að sveitarfélögin taki yfir málefni fatlaðra á næsta ári.

    Kolsholti I 4. jan 2010
    Aðalsteinn Sveinsson
     Oddviti Flóahrepps.

Deila
Skrifstofa Flóahrepps er opin frá kl. 09:00 - 16:00 mánudaga - fimmtudaga og 09:00 - 13:00 á föstudögum.
Síminn 480 4370 er opinn frá kl. 09:00 - 13:00 alla virka daga.

    Nafn (nauðsynlegt)

    Netfang (nauðsynlegt)

    Efni

    Skilaboð