Listakonan Sigga á Grund, Sigríður Jóna Kristjánsdóttir, var sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu 1. janúar s.l. fyrir framlag til þjóðlegrar listar.
Listakonan Sigga á Grund, Sigríður Jóna Kristjánsdóttir, var sæmd heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu 1. janúar s.l. fyrir framlag til þjóðlegrar listar. Sigga er verðugur handhafi fálkaorðunnar en hún hefur sinnt einstakri listsköpun sinni frá unga aldri. Verk hennar eru mikils metin og hún hefur haldið sýningar á gripum sínum sem verið hafa verið mjög eftirsóttir.