Miðvikudaginn 2. desember var kveikt á jólatré Flóaskóla. Það var Sunna Skeggjadóttir, nemandi í 5. bekk, sem kveikti á trénu.
Miðvikudaginn 2. desember var kveikt á jólatré Flóaskóla. Það var Sunna Skeggjadóttir, nemandi í 5. bekk, sem kveikti á trénu. Nemendur mynduðu hring utan um tréð og sungu jólalag. Tréð er gjöf frá Skógræktarfélagi Villingaholtshrepps og kemur úr skógarlundinum við Skagás. Skógræktarfélagið fær innilegar þakkir fyrir þessa höfðinglegu gjöf sem nú lýsir upp skammdegið á skólahlaðinu.