• 480 4370
  • floahreppur@floahreppur.is
logo-vefurlogo-stickylogo-vefurlogo-vefur
  • STJÓRNSÝSLA OG SKÓLAR
    • Aðalskipulag Flóahrepps 2016-2028
    • Gjaldskrár
    • Skólar
    • Stofnanir
    • Eyðublöð – samþykktir – reglur
    • Skipulagsmál
    • Fundargerðir
  • ÞJÓNUSTA
    • Stefna Flóarhepps – flettibókin
    • Flóaljós
    • Gagnleg símanúmer
    • Vatnsveita
    • Félagsheimili
    • Hundafangari
    • Sorpflokkun – spurt og svarað
  • FERÐAÞJÓNUSTA
    • Áhugaverðir staðir
    • Gistimöguleikar
    • Afþreying, veitingar og verslun
    • Kort af Flóahreppi
    • Menningarferð um Flóahrepp
    • Bæklingur – The animation of Flóahreppur
  • MANNLÍF OG MENNING
    • Atvinnulíf
    • Félagasamtök
    • Áveitan
    • Viðburðir
    • Fjör í Flóa 2019
    • Tónahátíð félagsheimilanna 2018
  • FERÐAÞJÓNUSTA
    • Áhugaverðir staðir
    • Gistimöguleikar
    • Afþreying, veitingar og verslun
    • Kort af Flóahreppi
    • Menningarferð um Flóahrepp
    • Bæklingur – The animation of Flóahreppur
  • MANNLÍF OG MENNING
    • Atvinnulíf
    • Félagasamtök
    • Áveitan
    • Viðburðir
    • Fjör í Flóa 2019
    • Tónahátíð félagsheimilanna 2018
  • Heim
  • Fundargerðir sveitarstjórnar
  • Fundur sveitarstjórnar 2. desember 2009

Fundur sveitarstjórnar 2. desember 2009

3. desember 2009
Flokkar
  • Fundargerðir sveitarstjórnar
Stikkorð


Fundargerð 74. fundar sveitarstjórnar Flóahrepps




Fundarstaður: Þingborg


Fundardagur: Miðvikudagur 2. desember 2009


Fundartími: 20:30 – 00:45


Fundarmenn:

Aðalsteinn Sveinsson, oddviti


Guðbjörg Jónsdóttir


Björgvin Njáll Ingólfsson


Jóhannes Hr. Símonarson


Guðmundur Stefánsson


Valdimar Guðjónsson


Einar Haraldsson


Margrét Sigurðardóttir sveitarstjóri


Aðalsteinn Sveinsson stjórnaði fundi og Margrét Sigurðardóttir ritaði fundargerð.


Samþykkt að fundargerð verði rituð á tölvu sbr. 23. gr. sveitarstjórnarlaga.


Gestir fundar voru Margrét Frímannsdóttir forstöðumaður Litla-Hrauns, Jón Sigurðsson og Einar Valur Oddsson undir lið 1 a) og Elín Höskuldsdóttir undir lið 2.


Samþykkt að taka fyrir önnur mál.


Dagskrá:



  1. Skipulagsmál

a) Umsókn um breytingu á aðalskipulagi, Bitra


Tekin fyrir beiðni dags. 18. nóvember 2009 um breytingu á aðalskipulagi Hraungerðishrepps í Flóahreppi 2003-2015 í landi Bitru, um 50.000 m2.


Óskað er eftir því að landbúnaðarsvæði breytist í þjónustusvæði fyrir fangelsi og/eða gisti- og veitingarekstur.


Margrét Frímannsdóttir, forstöðumaður Litla-Hrauns gerði grein fyrir fyrirhugaðri starfssemi fangelsis í Bitru og svaraði spurningum sveitarstjórnarmanna. Fram kom að heimild er til staðar hjá Fjármálaráðuneyti og Dómsmála- og mannréttindaráðuneyti fyrir starfsemi fangelsis í Bitru.


Sveitarstjórn samþykkir að halda kynningarfund á breytingartillögu sbr. 17. gr. skipulags-og byggingarlaga.


b) Umsókn um breytingu á aðalskipulagi, Versalir


Tekin fyrir beiðni dags. 24. nóvember 2009 um breytingu á aðalskipulagi Hraungerðishrepps í Flóahreppi 2003-2015 í landi Versala, um 10 ha. Óskað er eftir því að frístundabyggðasvæði breytist í landbúnaðarsvæði.


Sveitarstjórn samþykkir að halda kynningarfund á breytingartillögu sbr. 17. gr. skipulags-og byggingarlaga.


c) Umsókn um breytingu á aðalskipulagi, Mörk


Tekin fyrir beiðni dags. 6. september 2009 um breytingu á aðalskipulagi vegna óskar um stofnun lögbýlis í sumarhúsahverfinu Mörk. Um er að ræða lóðir nr. 14, 13, 12 og 5, samtals um 17.780 m2 að stærð.


Sveitarstjórn samþykkir að hafna beiðninni þar sem um er að ræða skipulagt frístundasvæði sem þegar hefur verið byggst upp að hluta sem slíkt.


d) Fundargerðir skipulags-og byggingarnefndar


Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar uppsveita Árnessýslu og Flóa dags. 25. nóvember 2009 og hún staðfest. Fyrir fundi liggja einnig endurskoðun fjárhagsáætlunar 2009 og tillaga að fjárhagsáætlun 2010.


e) Umsögn um tillögu að aðalskipulagi Ásahrepps 2010-2022


Lögð fram til umsagnar, tillaga að aðalskipulagi Ásahrepps 2010-2022.


Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi tillögu.



  1. Fjárhagsáætlun 2010

Þriðja umræða um fjárhagsáætlun Flóahrepps 2010. Lögð fram tillaga að áætlun sem vísað er til fjórðu umræðu.



  1. Reglur um lækkun fasteignaskatts í Flóahreppi

Lögð fram drög að breytingum á reglum um lækkun eða niðurfellingu vegna fasteignaskatts í Flóahreppi.


Vísað til annarrar umræðu.



  1. Raflagnir í viðbyggingu Flóaskóla, verðhugmyndir

Lögð fram samanburðarskrá fyrir verðhugmyndir í raflagnavinnu við Flóaskóla.


Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra og oddvita að ganga frá samningi við lægstbjóðanda á grundvelli verðhugmynda.



  1. Drög að reglum og gjaldskrá fyrir hundahald í Flóahreppi

Tekin fyrir tillaga að samþykkt og gjaldskrá fyrir hundahald í Flóahreppi.


Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að samþykkt og gjaldskrá.



  1. Akstur fyrir aldraða og fatlaða

Tekin fyrir tillaga að akstri fyrir aldraða íbúa í Flóahreppi ásamt gjaldskrá.


Afgreiðslu frestað.



  1. Fundargerð fulltrúaráðs Brunavarna Árnessýslu

Tekin fyrir fundargerð fulltrúaráðs Brunavarna Árnessýslu dags. 16. nóvember 2009 ásamt fjárhagsáætlun fyrir árið 2010 og samþykktum um starfsrækslu Brunavarna Árnessýslu dags. 1. desember 2009. Í fjárhagsáætlun og samþykktum er gert ráð fyrir einu nýju aðildarsveitarfélagi, Ölfusi.


Sveitarstjórn samþykkir fyrir sitt leyti fjárhagsáætlun og samþykktir.



  1. Styrkbeiðni

Lögð fram beiðni frá íbúa sveitarfélagsins um styrk vegna keppnisferðar með unglingalandsliðinu í handbolta til Svíþjóðar sumarið 2009.


Sveitarstjórn samþykkir að veita styrk, 25.000 kr.


Björgvin Njáll Ingólfsson situr hjá við afgreiðslu og telur eðlilegt að mótaðar verði reglur um styrkveitingar í sveitarfélaginu.



  1. Erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti

Lagt fram til kynningar erindi frá Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu dags. 18. nóvember 2009.



  1. Erindi vegna yfirfærslu málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga

Lagt fram til kynningar, erindi frá verkefnisstjórn um yfirfærslu málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga dags. 17. nóvember 2009.



  1. Fundargerðir

a) Sveitarstjórnar


Fundargerð sveitarstjórnar dags. 4. nóvember 2009 lögð fram.


b) Fræðslunefndar


Fundargerð fræðslunefndar dags. 19. nóvember 2009 lögð fram.


c) Félagsmálanefndar


Fundargerð félagsmálanefndar dags. 5. nóvember 2009 lögð fram.


d) Vinnuhóps um framkvæmdir við Flóaskóla


Fundargerðir vinnuhóps um framkvæmdir dags. 5. nóvember, 19. nóvember og 30. nóvember 2009 lagðar fram ásamt fundargerð 1. verkfundar.


e) Þjórsársveita


Fundargerð Þjórsársveita dags. 19. nóvember 2009 lögð fram.



  1. Til kynningar:

a) 429. fundur SASS dags. 13. nóvember 2009


b) 178., 179. og 180. Sorpstöðvar Suðurlands dags. 2. október, 14. október og 23. október 2009


c) 121. og 122. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands dags. 24. september og 14. október 2009


d) 4. aðalfundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands dags. 15. október 2009


e) Erindi frá Umhverfisstofnun dags. 5. nóvember 2009


f) Erindi frá Mennta- og Menningarmálaráðuneyti dags. 16. nóvember 2009


g) Erindi frá SART dags. 18. nóvember 2009


h) Erindi frá Unmennafélagi Íslands dags. 10. nóvember 2009


i) Viðauki við samkomulag vegna móttöku á úrgangi frá SoS


13. Önnur mál:


a) Hamarsvegur


Sveitarstjórn Flóahrepps skorar á Vegagerðina að sinna nauðsynlegu viðhaldi á Hamarsvegi (308) frá Félagslundi að Flóaskóla á næsta ári. Um slíkt viðhald hefur ekki verið að ræða um árabil.


Gjörbreyttar forsendur eru varðandi umferðarþunga á þessum malarvegi nú á stuttum tíma. Þar má nefna skólaakstur grunnskólanemenda í Flóaskóla og einnig mikla fjölgun íbúðarhúsnæðis og íbúa í þessum hluta sveitarfélagsins.




Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 00:45



Aðalsteinn Sveinsson, oddviti (sign)


Guðbjörg Jónsdóttir (sign)


Björgvin Njáll Ingólfsson (sign)


Jóhannes Hr. Símonarson (sign)


Guðmundur Stefánsson (sign)


Valdimar Guðjónsson (sign)


Einar Haraldsson (sign)


Margrét Sigurðardóttir, sveitarstjóri (sign)












Deila
Skrifstofa Flóahrepps er opin frá kl. 09:00 - 16:00 mánudaga - fimmtudaga og 09:00 - 13:00 á föstudögum.
Síminn 480 4370 er opinn frá kl. 09:00 - 13:00 alla virka daga.

    Nafn (nauðsynlegt)

    Netfang (nauðsynlegt)

    Efni

    Skilaboð