Fjárhagsáætlun Flóahrepps fyrir árið 2010 var samþykkt á fundi sveitarstjórnar 16. desember. Gert er ráð fyrir 13,3 mkr í hagnað á árinu. Leiga eignarsjóðs hækkar um 7,84% frá fyrra ári og tryggingargjöld vegna launa í 8,6%. Ekki er gert ráð fyrir neinum launahækkunum á árinu. Heildarfjárfesting ársins er áætluð 100 mkr, þar af er gert ráð fyrir að Jöfnunarsjóður greiði rúmlega 36 mkr.
Fjárhagsáætlun Flóahrepps fyrir árið 2010 var samþykkt á fundi sveitarstjórnar 16. desember. Gert er ráð fyrir 13,3 mkr í hagnað á árinu. Leiga eignarsjóðs hækkar um 7,84% frá fyrra ári og tryggingargjöld vegna launa í 8,6%. Ekki er gert ráð fyrir neinum launahækkunum á árinu. Heildarfjárfesting ársins er áætluð 100 mkr, þar af er gert ráð fyrir að Jöfnunarsjóður greiði rúmlega 36 mkr.
Sveitarstjórn samþykkir í samráði við fræðslunefnd og leikskólastjóra að starfsmannafundir sem haldnir eru einu sinni í mánuði í leikskóla verði á vinnutíma starfsmanna og er leikskólastjóra falið að útfæra nánar þessa tillögu. Ákvæðið verði endurskoðað að ári.
Áætlun gerir ráð fyrir eftirfarandi í þús. kr.:
Heildartekjur 364.294
Rekstrargjöld 354.645
Rekstrarniðurstaða fyrir A og B hluta er jákvæð um 13.341
Áætlun í heild sinni má nálgast á síðunni undir stjórnsýsla, fjárhagsáætlanir og ársreikningar.