Kvenfélag Villingaholtshrepps gaf á dögunum út uppskriftabókina Bakað og matreitt í 90 ár. Í bókinni má finna um 120 uppskriftir frá 25 konum félagsins, en einnig eru í bókinni nokkrar áratuga gamlar uppskriftir frá kvenfélagskonum fyrri ára.
Kvenfélag Villingaholtshrepps gaf á dögunum út uppskriftabókina Bakað og matreitt í 90 ár. Í bókinni má finna um 120 uppskriftir frá 25 konum félagsins, en einnig eru í bókinni nokkrar áratuga gamlar uppskriftir frá kvenfélagskonum fyrri ára.
Öll vinna við útgáfuna var unnin af félagskonum og mun allur ágóði af sölunni renna til góðgerðamála. Bókin verður til sölu hjá formanni félagsins, Valgerði Gestsdóttur, s. 486-3356, á næstu vikum og misserum og kostar 1.500 kr.