Fimmtudaginn 5. nóvember hófst steypuvinna við nýbygginu Flóaskóla. Það var nemandi í 8. bekk skólans, Víkingur Freyr Erlingsson, sem stýrði fyrstu steypunni í mótin en honum til halds og trausts voru stúlkur úr 1. bekk, þær Ásthildur Ragnarsdóttir, Marta Brynjólfsdóttir og Elizabeth Bogans.
Fimmtudaginn 5. nóvember hófst steypuvinna við nýbygginu Flóaskóla. Það var nemandi í 8. bekk skólans, Víkingur Freyr Erlingsson, sem stýrði fyrstu steypunni í mótin en honum til halds og trausts voru stúlkur úr 1. bekk, þær Ásthildur Ragnarsdóttir, Marta Brynjólfsdóttir og Elizabeth Bogans.
Framundan eru spennandi tímar við stækkun Flóaskóla en sveitarstjórn staðfesti í vikunni að 9. bekk yrði kennt við skólann haustið 2010 .Í dag eru 70 nemendur í Flóaskóla í 1.-8. bekk.