Laugardaginn 7. nóvember var haldið upp á 50 ára afmæli Þjórsárvers og 60 ára afmæli Félagslundar með tónleikum barna og ungmenna úr Flóahreppi sem stunda nám við Tónlistarskóla Árnesinga. Tónleikarnir voru haldnir í Þjórsáveri og heppnuðust mjög vel en fjöldi barna og ungmenna steig á svið og spilaði á hljóðfæri af miklu öryggi. Þau eiga hrós skilið fyrir góðan flutning.
Laugardaginn 7. nóvember var haldið upp á 50 ára afmæli Þjórsárvers og 60 ára afmæli Félagslundar með tónleikum barna og ungmenna úr Flóahreppi sem stunda nám við Tónlistarskóla Árnesinga. Tónleikarnir voru haldnir í Þjórsáveri og heppnuðust mjög vel en fjöldi barna og ungmenna steig á svið og spilaði á hljóðfæri af miklu öryggi. Þau eiga hrós skilið fyrir góðan flutning. Um kvöldið var efnt til kaffisamsætis í Félagslundi þar sem Hafsteinn Þorvaldsson sagði frá undirbúningi og framkvæmdum við byggingu Þjórsárvers og Jón Ívarsson hélt erindi um uppbyggingu Félagslundar, bæði upphaflegu byggingarinnar sem er frá 1949 og viðbyggingunni sem var byggð á 8. áratugnum.
Kaffiveitingar voru framreiddar að hætti þess tíma þegar félagsheimilin voru vígð, skonsubrauðtertur, svampbotnarjómatertur, pönnukökur og kleinur svo fátt eitt sé nefnt en það voru kvenfélög Gaulverjabæjarhrepps og Villingaholtshrepps ásamt félögum úr ungmennafélögunum Vöku og Samhygð sem sáu um kaffiveitingarnar.