Í tilefni þess að félagsheimilin Þjósárver og Félagslundur eiga 50 og 60 ára afmæli á árinu verður haldin afmælishátið í báðum félagsheimilum þann 7. nóvember nk.
Í tilefni þess að félagsheimilin Þjósárver og Félagslundur eiga 50 og 60 ára afmæli á árinu verður haldin afmælishátið í báðum félagsheimilum þann 7. nóvember nk.
Afmælishátíðin verður tvískipt Um daginn verða tónleikar í Þjósárveri sem hefjast kl. 14:00 og um kvöldið verður kaffisamsæti kvöldið í Félagslundi kl. 20:30. Á tónleikunum koma fram nemendur frá Tónlistaskóla Árnessýslu sem búsettir eru í Flóahreppi en um 30 einstaklingar stunda þar nám, allt frá forskólanemendum upp í nemendur sem eiga að baki margra ára nám og lokið hafa stigsprófum. Er hér um að ræða fjölbreytta dagskrá með tónlistarfólki á öllum aldri. Um kvöldið munu kvenfélög Gaulverjabæjar- og Villingarholtshrepps fara aftur um 50-60 ár og bjóða upp á það bakkelsi sem var algengt á þessum tíma. Þá munu Jón M. Ívarsson, og Hafsteinn Þorvaldsson segja nokkur orð um félagsheimilin. Eigendur félagsheimilanna þ.e. kvenfélögin, ungmennafélögin Samhygð og Vaka og Flóahreppur vilja að þessu tilefni bjóða sveitungum sem og öllum sem hafa áhuga velkomna og eiga góða stund saman.