• 480 4370
  • floahreppur@floahreppur.is
logo-vefurlogo-stickylogo-vefurlogo-vefur
  • STJÓRNSÝSLA OG SKÓLAR
    • Aðalskipulag Flóahrepps 2016-2028
    • Gjaldskrár
    • Skólar
    • Stofnanir
    • Eyðublöð – samþykktir – reglur
    • Skipulagsmál
    • Fundargerðir
  • ÞJÓNUSTA
    • Stefna Flóarhepps – flettibókin
    • Flóaljós
    • Gagnleg símanúmer
    • Vatnsveita
    • Félagsheimili
    • Hundafangari
    • Sorpflokkun – spurt og svarað
  • FERÐAÞJÓNUSTA
    • Áhugaverðir staðir
    • Gistimöguleikar
    • Afþreying, veitingar og verslun
    • Kort af Flóahreppi
    • Menningarferð um Flóahrepp
    • Bæklingur – The animation of Flóahreppur
  • MANNLÍF OG MENNING
    • Atvinnulíf
    • Félagasamtök
    • Áveitan
    • Viðburðir
    • Fjör í Flóa 2019
    • Tónahátíð félagsheimilanna 2018
  • FERÐAÞJÓNUSTA
    • Áhugaverðir staðir
    • Gistimöguleikar
    • Afþreying, veitingar og verslun
    • Kort af Flóahreppi
    • Menningarferð um Flóahrepp
    • Bæklingur – The animation of Flóahreppur
  • MANNLÍF OG MENNING
    • Atvinnulíf
    • Félagasamtök
    • Áveitan
    • Viðburðir
    • Fjör í Flóa 2019
    • Tónahátíð félagsheimilanna 2018
  • Heim
  • Fundargerðir sveitarstjórnar
  • Fundur sveitarstjórnar 7. október 2009

Fundur sveitarstjórnar 7. október 2009

8. október 2009
Flokkar
  • Fundargerðir sveitarstjórnar
Stikkorð


Fundargerð 72. fundar sveitarstjórnar Flóahrepps




Fundarstaður: Þingborg


Fundardagur: Miðvikudagur 7. október 2009


Fundartími: 20:30 – 23:47


Fundarmenn:

Aðalsteinn Sveinsson, oddviti


Guðbjörg Jónsdóttir


Björgvin Njáll Ingólfsson


Jóhannes Hr. Símonarson


Guðmundur Stefánsson


Valdimar Guðjónsson


Einar Haraldsson


Aðalsteinn Sveinsson stjórnaði fundi og Margrét Sigurðardóttir ritaði fundargerð.


Samþykkt að fundargerð verði rituð á tölvu sbr. 23. gr. sveitarstjórnarlaga.


Dagskrá:



  1. Myndataka af sveitarstjórn
  2. Kynning á biogasstöð

Kynning sem fyrirhuguð var um biogasstöð í Flóahreppi eða nágrenni frestast.



  1. Skipulagsmál

a) Landsskipti, Ferjunes


Tekin fyrir beiðni um landsskipti úr jörðinni Ferjunesi, landnr. 189553. Um er að ræða 2,5 ha spildu.


Fyrir fundi liggur hnitsettur uppdráttur.


Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu að landskiptum sbr. 30. gr. skipulags-og byggingarlaga og gerir ekki athugasemdir við landskiptin sbr. 13. gr. jarðalaga enda liggi fyrir samþykki aðliggjandi landeigenda.



  1. Fjárhagsáætlun

Fyrsta umræða um fjárhagsáætlun vegna ársins 2010 fer fram.



  1. Erindi frá Umhverfisráðuneyti

Lagt fram erindi frá Umhverfisráðuneytinu dags. 22. september s.l. þar sem óskað er umsagnar sveitarstjórnar vegna ákvarðanatöku ráðuneytisins um aðalskipulag Flóahrepps 2006-2018.


Einnig er lagður fram viðauki við samkomulag Flóahrepps og Landsvirkjunar dags. 19. júlí 2007 þar sem ákvæði 6. gr. þess samkomulags er fellt í burtu.


Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi viðauka við samkomulag og sveitarstjóra falið að senda hann til Umhverfisráðuneytisins.



  1. Erindi frá skólastjóra Flóaskóla

Lagt fram erindi frá skólastjóra Flóaskóla dags. 9. september s.l. þar sem greint er frá því að hundur hafi komið á skólalóð á skólatíma og ráðist á nemanda.


Sveitarstjórn harmar atburðinn og átelur viðkomanda hundaeiganda fyrir að láta ekki aflífa hundinn.


Samhliða erindi þessu eru lögð fram drög að samþykktum um hundahald í Flóahreppi.


Drögum að samþykktum vísað til seinni umræðu.



  1. Erindi frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga

Lagt fram til kynningar bréf frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga dags. 26. ágúst s.l. þar sem fram kemur að ákvörðun um úthlutun framlags til Flóahrepps vegna viðbyggingar Flóaskóla verði frestað þar til niðurstaða liggur fyrir um hvað ráðstöfunarfjármagn sjóðsins á árinu 2009 verður og fjárlög ársins 2010 hafa verið samþykkt.


Jafnframt er lagt fram til kynningar bréf frá Flóahreppi til Jöfnunarsjóðs þar sem óskað er eftir því að sjóðurinn endurskoði afstöðu sína og að fyrri vilyrði verði látin gilda enda hafi sveitarfélagið staðið skil á öllum þeim gögnum sem óskað var eftir af hálfu sjóðsins og ljóst að ekki hefði verið ráðist í framkvæmdir nema vegna vilyrðis um framlag gegn ákveðnum skilyrðum sem sveitarfélagið hefur uppfyllt.



  1. Erindi vegna Gaulverjaskóla

Tekið fyrir bréf frá eigendum Gaulverjaskóla dags. 31. ágúst 2009 þar sem óskað er eftir því að lokagreiðsla vegna kaupa þeirra á Gaulverjaskóla, um 8 milljónir króna, verði felld niður. Í bréfinu kemur fram að mikill kostnaður hafi fallið á eigendur vegna ýmissa framkvæmda sem fara þurfti í og ekki var gert ráð fyrir við kaupin.


Sveitarstjórn hafnar erindinu en samþykkir að jarðskjálftabætur vegna trésmiðju við Gaulverjaskóla frá Viðlagatryggingu Íslands renni óskiptar til eigenda.


Valdimar Guðjónsson situr hjá við afgreiðslu málsins.



  1. Erindi frá Brunavörnum Árnessýslu

Lagt fram erindi frá Brunavörnum Árnessýslu dags. 16. september s.l. með svohljóðandi samþykkt frá fulltrúaráði Brunavarna og óskað er eftir formlegri afgreiðslu sveitarstjórna á henni:


„Formanni og slökkviliðsstjóra falið að senda erindi til aðildarsveitarstjórna BÁ þess efnis að heimild sé gefin til að formaður BÁ geti gengið á fund formanns slökkviliðs höfuðborgarsvæðis og kannað möguleika á auknu samstarfi sem e.t.v gæti leitt til hagkvæmari reksturs ýmissa þátta í daglegum rekstri slökkviliðs á suðversturhorni landsins.“


Sveitarstjórn samþykkir erindið fyrir sitt leyti.



  1. Drög að reglum um akstur fyrir eldri borgara í Flóahreppi

Tekin fyrir drög að reglum um akstur fyrir eldri borgara í Flóahreppi. Markmið með akstursþjónustu er að gera eldri borgurum kleift að stunda dagdvöl á Selfossi fyrir aldraða í Grænumörk 5 og í Vinaminni, dagdvöl fyrir einstaklinga með heilabilunarsjúkdóma.


Vísað til seinni umræðu.



  1. Viðurkenning vegna umhverfisverðlauna

Viðurkenning vegna fegrunar umhverfis hefur verið veitt við afhendingu umhverfisverðlauna síðastliðin tvö ár.


Sveitarstjórn samþykkir að veita 100.000 kr. í umhverfisverðlaun árið 2009.



  1. Erindi vegna vatnsmála

Tekið fyrir erindi frá matvælaframleiðanda í Flóahreppi dags. 29. september 2009 þar sem farið er fram á að sveitarfélagið bæti kostnað vegna lélegs neysluvatns.


Sveitarstjórn hefur lagt sig fram um að fara í einu og öllu eftir kröfum Heilbrigðiseftirlits varðandi aðgerðir ef upp hafa komið vandamál í vatnsmálum.


Sveitarstjórn sér því miður ekki færi á að bæta kostnað vegna neysluvatns en áréttað er að verið að vinna að úrbótum í vatnsmálum í sveitarfélaginu.



  1. Átaksverkefni vegna nýtingar orku í heimabyggð

Lagt fram erindi frá Atvinnuþróunarfélagi Suðurlands dags. 2. október 2009 þar sem lýst er vinnu við átaksverkefni fyrir hönd fimm sveitarfélaga, Þjórsársveita og Ölfuss.


Óskað er eftir formlegri afstöðu bæjar- og sveitarstjórna allra sveitarfélaganna til tillagna um að ráða verkefnisstjóra til þriggja ára, frá 1. janúar n.k. sem vinni sérstaklega að uppbyggingu í nýtingu á sunnlenskri orku í heimabyggð.


Erindi fylgir áætlun um kostnaðarskiptingu í sameiginlegu átaksverkefni um orkunýtingu.


Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi erindi og áætlun fyrir sitt leyti með fyrirvara um að fullnaðarfjármögnun sé tryggð.



  1. Bréf frá Háskólafélagi Suðurlands

Lögð fram ályktun stjórnar Háskólafélags Suðurlands dags. 28. september 2009 svohljóðandi:


Stjórn Háskólafélags Suðurlands samþykkti á fundi sínum 25. september 2009 að skora á stjórnvöld að endurskoða þegar í stað áform sín um að fella niður fjárframlög til Rannsóknarmiðstöðvar í jarðskjálftaverkfræði á Selfossi í væntanlegu frumvarpi til fjárlaga 2010.


Sveitarstjórn tekur undir ályktun stjórnar Háskólafélags Suðurlands.



  1. Fundargerðir

a) Sveitarstjórnar


Fundargerð sveitarstjórnar dags. 2. september 2009 og vinnufundar 9. september 2009 lagðar fram. Varðandi fundargerð dags. 2. september 2009, lið 2 um samræmda smalamennsku, vantaði bókun tillögu sem lögð var fram:


Sveitarstjórnir Skeiða-og Gnúpverjahrepps,Sv. Árborgar, Flóahrepps og Hrunamannahrepps setja fram eftirfarandi tilmæli til sauðfjárbænda um samræmdar lögboðnar smalamennskur innan sveita og milli sveita. Tilmælin eru sett fram samkv. 6.gr. reglugerðar nr.651 frá 2001 með síðari breytingum.


Sveitarstjórnirnar mælast til að sauðfjárbændur sendi sauðfé í sláturhús sem heimtist eftir fyrstu réttir úr útréttum eða hefur flakkað um sveitir fram eftir hausti þ.e. fé úr öðrum eða seinni réttum þar með talið skilaréttum. Sauðfjárbændum er hinsvegar í sjálfsvald sett hvort þeir taki heim fé úr fyrstu réttum. Þó er mælst til að ekki sé tekið í ásetning lömb sem heimtast með mæðrum sínum úr útréttum.


Ennfremur skal lögð áhersla á að vanda sem mest tilhögun við smölun afréttanna, svo hámarks árangur verði af leitum. Með tilliti til þessa þyrfti að endurskoða ýmsa þætti við skipulagningu og framkvæmd leitanna þannig að afréttir verði í meira mæli smalaðir samhliða.


Sauðfé sem vekur grunsemdir um riðuveiki í smalamennsku skal einangra án tafar. Senda beint í sláturhús eða að lóga á staðnum ef ekki eru aðrir kostir betri. Tilkynna skal um slíka gripi til yfirvalda (sveitarstjórnar, héraðsdýralæknis) og taka sýni.


b) Fræðslunefndar


Fundargerð fræðslunefndar dags. 17. september 2009 lögð fram til kynningar.


c) Félagsmálanefndar


Fundargerð félagsmálanefndar dags. 2. september 2009 ásamt ársskýrslu nefndarinnar fyrir árið 2008 lögð fram til kynningar.


d) Byggingarnefndar


Fundargerð byggingarnefndar dags. 18. september 2009 lögð fram til kynningar.


e) Afréttamálafélags Flóa- og Skeiða


Fundargerð aðalfundar Afréttarmálafélags Flóa-og Skeiða dags. 27. ágúst 2009 lögð fram.


Sveitarstjórn staðfestir fyrir sitt leyti, tillögu að samþykktum fyrir félagið.


f) Þjórsársveita


Fundargerð Þjórsársveita dags. 29. september 2009 lögð fram til kynningar.



  1. Til kynningar:

a) 426. fundur SASS dags. 11. september 2009


b) 174., 175. og 176. fundur Sorpstöðvar Suðurlands dags. 25. júní, 24. ágúst og 11. september 2009


c) 115. og 116. fundur Skólaskrifstofu Suðurlands dags. 10. september og 25. september 2009


d) 286. fundur Atvinnuþróunarfélags Suðurlands dags. 2. september 2009 ásamt minnisblaði dags. 2. september 2009


e) 78. fundur fulltrúaráðs Brunavarna Árnessýslu dags. 26. ágúst 2009


f) Bréf frá Sigurði Sigurðarsyni dags. 11. september 2009


g) Umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um frumvarp til laga um sveitarstjórnarkosningar dags. 14. september 2009


h) Erindi frá Matvælastofnun dags. 4. september 2009


i) Tölvupóstur vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Flóaskóla dags. 8. september 2009


j) Tillögur að framtíðarskipan úrgangsmála á Suðurlandi



Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 23:47



Aðalsteinn Sveinsson, oddviti (sign)


Guðbjörg Jónsdóttir (sign)


Björgvin Njáll Ingólfsson (sign)


Jóhannes Hr. Símonarson (sign)


Guðmundur Stefánsson (sign)


Valdimar Guðjónsson (sign)


Einar Haraldsson (sign)


Margrét Sigurðardóttir, sveitarstjóri (sign)








Deila
Skrifstofa Flóahrepps er opin frá kl. 09:00 - 16:00 mánudaga - fimmtudaga og 09:00 - 13:00 á föstudögum.
Síminn 480 4370 er opinn frá kl. 09:00 - 13:00 alla virka daga.

    Nafn (nauðsynlegt)

    Netfang (nauðsynlegt)

    Efni

    Skilaboð