Tillaga um samræmdar smalamennskur á afréttum og heimalöndum milli Hvítár og Þjórsár var tekin fyrir á fundi sveitarstjórnar Flóahrepps 2. september s.l.
Tillagan er sett fram vegna umræðna um smalamennsku á liðnum árum og endurheimt sauðfjár af nágrannaafréttum og aðgerðum sauðfjárbænda til að heimta sitt fé. Sveitarstjórn Flóahrepps hefur samþykkt tillöguna svohljóðandi:
Tillaga um samræmdar smalamennskur á afréttum og heimalöndum milli Hvítár og Þjórsár var tekin fyrir á fundi sveitarstjórnar Flóahrepps 2. september s.l.
Tillagan er sett fram vegna umræðna um smalamennsku á liðnum árum og endurheimt sauðfjár af nágrannaafréttum og aðgerðum sauðfjárbænda til að heimta sitt fé. Sveitarstjórn Flóahrepps hefur samþykkt tillöguna svohljóðandi:
Sveitarstjórnir Skeiða-og Gnúpverjahrepps,Sv. Árborgar, Flóahrepps og Hrunamannahrepps setja fram eftirfarandi tilmæli til sauðfjárbænda um samræmdar lögboðnar smalamennskur innan sveita og milli sveita. Tilmælin eru sett fram samkv. 6.gr. reglugerðar nr.651 frá 2001 með síðari breytingum enda verði felld úr gildi auglýsing nr. 725/2004.
Sveitarstjórnirnar mælast til að sauðfjárbændur sendi sauðfé í sláturhús sem heimtist eftir fyrstu réttir úr útréttum eða hefur flakkað um sveitir fram eftir hausti þ.e. fé úr öðrum eða seinni réttum þar með talið skilaréttum. Sauðfjárbændum er hinsvegar í sjálfsvald sett hvort þeir taki heim fé úr fyrstu réttum. Þó er mælst til að ekki sé tekið í ásetning lömb sem heimtast með mæðrum sínum úr útréttum.
Ennfremur skal lögð áhersla á að vanda sem mest tilhögun við smölun afréttanna, svo hámarks árangur verði af leitum. Með tilliti til þessa þyrfti að endurskoða ýmsa þætti við skipulagningu og framkvæmd leitanna þannig að afréttir verði í meira mæli smalaðir samhliða.
Sauðfé sem vekur grunsemdir um riðuveiki í smalamennsku skal einangra án tafar. Senda beint í sláturhús eða að lóga á staðnum ef ekki eru aðrir kostir betri. Tilkynna skal um slíka gripi til yfirvalda (sveitarstjórnar, héraðsdýralæknis) og taka sýni.
Tilmæli þessi gilda á svæðinu á milli Hvítár og Þjórsár.
Feitletraði textinn er viðauki sem sveitarstjórn Flóahrepps samþykkti við tillöguna.
Tillagan verður send til Matvælastofnunar, Sjávarútvegs- og Landbúnaðarráðuneytis og þeim sveitarstjórnum sem málið varðar.