• 480 4370
  • floahreppur@floahreppur.is
logo-vefurlogo-stickylogo-vefurlogo-vefur
  • STJÓRNSÝSLA OG SKÓLAR
    • Aðalskipulag Flóahrepps 2016-2028
    • Gjaldskrár
    • Skólar
    • Stofnanir
    • Eyðublöð – samþykktir – reglur
    • Skipulagsmál
    • Fundargerðir
  • ÞJÓNUSTA
    • Stefna Flóarhepps – flettibókin
    • Flóaljós
    • Gagnleg símanúmer
    • Vatnsveita
    • Félagsheimili
    • Hundafangari
    • Sorpflokkun – spurt og svarað
  • FERÐAÞJÓNUSTA
    • Áhugaverðir staðir
    • Gistimöguleikar
    • Afþreying, veitingar og verslun
    • Kort af Flóahreppi
    • Menningarferð um Flóahrepp
    • Bæklingur – The animation of Flóahreppur
  • MANNLÍF OG MENNING
    • Atvinnulíf
    • Félagasamtök
    • Áveitan
    • Viðburðir
    • Fjör í Flóa 2019
    • Tónahátíð félagsheimilanna 2018
  • FERÐAÞJÓNUSTA
    • Áhugaverðir staðir
    • Gistimöguleikar
    • Afþreying, veitingar og verslun
    • Kort af Flóahreppi
    • Menningarferð um Flóahrepp
    • Bæklingur – The animation of Flóahreppur
  • MANNLÍF OG MENNING
    • Atvinnulíf
    • Félagasamtök
    • Áveitan
    • Viðburðir
    • Fjör í Flóa 2019
    • Tónahátíð félagsheimilanna 2018
  • Heim
  • Fundargerðir sveitarstjórnar
  • Fundur sveitarstjórnar 2. september 2009

Fundur sveitarstjórnar 2. september 2009

3. september 2009
Flokkar
  • Fundargerðir sveitarstjórnar
Stikkorð


Fundargerð 71. fundar sveitarstjórnar Flóahrepps




Fundarstaður: Þingborg


Fundardagur: Miðvikudagur 2. september 2009


Fundartími: 20:30 – 00:00


Fundarmenn: Aðalsteinn Sveinsson, oddviti


Guðbjörg Jónsdóttir


Björgvin Njáll Ingólfsson


Jóhannes Hr. Símonarson


Guðmundur Stefánsson


Valdimar Guðjónsson


Einar Haraldsson


Aðalsteinn Sveinsson stjórnaði fundi og Margrét Sigurðardóttir ritaði fundargerð.


Samþykkt að fundargerð verði rituð á tölvu sbr. 23. gr. sveitarstjórnarlaga.


Samþykkt að taka fyrir önnur mál.


Dagskrá:



  1. Samningsmál vegna byggingarframkvæmda við Flóaskóla

Samningsdrög við fyrirtækið Smíðanda ehf. sem kynnt voru á síðasta fundi sveitarstjórnar tekin fyrir að nýju og sveitarstjóra falið að skrifa undir samning. Samningur hljóðar upp á kr. 70 milljónir sbr. tilboð 2 frá Smíðanda að viðbættum kr. 2 milljónum vegna aukaverka að beiðni sveitarstjórnar.



  1. Tillaga um samræmdar smalamennskur á afréttum og heimalöndum milli Hvítár og Þjórsár

Tekin fyrir tillaga um samræmdar smalamennskur á afréttum og heimalöndum milli Hvítar og Þjórsár.


Sveitarstjórn samþykkir að eftirfarandi viðauki bætist við 1. mgr. tillögu:


„enda verði felld úr gildi auglýsing nr. 725/2004“.


Að öðru leyti samþykkir sveitarstjórn fyrirliggjandi tillögu.



  1. Erindi frá Vegagerð vegna Oddgeirshólavegar

Lagt fram svarbréf Vegagerðarinnar dags. 24. ágúst 2009 vegna Oddgeirshólavegar.


Í bréfinu kemur fram að mikill kostnaður muni fylgja því að byggja upp vegarkaflann á milli Langholtsbæja og Oddgeirshóla og að erfitt verði að þjónusta hann og því þyki ekki rétt að halda vegarkaflanum inni sem þjóðvegi.


Einnig kemur fram í bréfinu að ekki verður lagt bundið slitlag á Oddgeirshólaveg frá Hringvegi að sinni eins og vonir voru bundnar við.


Sveitarstjórn ítrekar fyrri bókun sína frá 3. júlí 2009 þar sem farið var fram á að vegurinn verði ekki tekinn af vegaskrá og að Oddgeirshólavegur verði byggður upp með bundnu slitlagi.



  1. Girðingarmál við Flóaveg

Rætt um girðingmál við Flóaveg. Máli frestað.



  1. Kennsla 9. bekkjar haust 2010

Rætt um kennslu 9. bekkjar við Flóaskóla haustið 2010. Sveitarstjórn samþykkir að leita umsagnar fræðslunefndar um málið.



  1. Vatnsmál

Ekki er lengur þörf á að sjóða neysluvatn úr dreifiveitu Ruddakrókslindar. Niðurstöður nýjustu sýnatöku Heilbrigðiseftirlits Suðurlands standast gæðakröfur skv. reglugerð 536/2001.


Viðræður við sveitarfélagið Árborg standa yfir um sameiginlega vatnsöflun.



  1. Akstur fyrir aldraða

Rætt um akstur fyrir aldraða og samþykkt að gerð verði drög að reglum um aksturinn.



  1. Erindi vegna Gömlu Þingborgar

Lagt fram erindi frá umsjónarmanni Gömlu Þingborgar þar sem óskað er eftir framlagi sveitarfélagsins til viðgerða á húsinu.


Sveitarstjórn samþykkir að greiða Gömlu Þingborg 166.600 kr. enda rúmast það innan fjárhagsáætlunar.



  1. Erindisbréf fyrir skólastjóra

Tekin fyrir drög að erindisbréfi fyrir skólastjóra.


Sveitarstjórn frestar málinu.



  1. Reglur um innritun í Flóaskóla.

Tekin fyrir drög að reglum um innritun barna í Flóaskóla.


Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi reglur.



  1. Fyrirspurn um niðurgreiðslu vegna íþróttaiðkunar barna

Lögð fram fyrirspurn dags. 22. ágúst 2009 um niðurgreiðslur vegna íþróttaiðkunar barna.


Ekki er gert ráð fyrir niðurgreiðslum á fjárhagsáætlun ársins en málinu er vísað til fjárhagsáætlunargerðar næsta árs.



  1. Tillaga um tónlistarkennslu

Lögð fram fyrirspurn dags. 22. ágúst 2009 um samstarf við Tónsmiðju Suðurlands.


Sveitarstjórn hefur áður samþykkt að skoða málið við gerð næstu fjárhagsáætlunar.



  1. Fundargerðir

a) Sveitarstjórnar


Fundargerð sveitarstjórnar dags. 17. ágúst 2009 lögð fram.


b) Umhverfisnefndar


Fundargerð umhverfisnefndar dags. 27. ágúst 2009 lögð fram til kynningar.


c) Byggingarnefndar (afhent á fundi)


Fundargerð byggingarnefndar vegna Flóaskóla dags. 1. september 2009 lögð fram.


Sveitarstjórn samþykkir með þremur greiddum atkvæðum að greiða nefndarmönnum í byggingarnefnd 15.000 kr á mánuði í 15 mánuði fyrir nefndarsetu.


Björgvin Njáll telur óeðlilegt að ekki sé greitt fyrir setu í byggingarnefnd eins og öðrum nefndum sveitarfélagsins og greiðir atkvæði gegn tillögunni.


Guðbjörg telur að seta í byggingarnefnd sé hluti af starfssviði starfsmanna sveitarfélagsins og greiðir atkvæði gegn tillögunni.


Aðalsteinn sat hjá við afgreiðslu.



  1. Til kynningar:

a) 425. fundur SASS dags. 14. ágúst 2009


b) 120. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands dags. 20. ágúst 2009


c) Erindi frá Biskupsstofu vegna þinglýsinga á kirkjubyggingum


d) Erindi frá Sigurði T. Björgvinssyni dags. 17. ágúst 2009


e) Erindi frá UNICEF á Íslandi



  1. Önnur mál:

a) Breyting á aðalskipulagi, Klængssel


Í bréfi Skipulagsstofnunar dags. 16. júlí 2009 varðandi tillögu að deiliskipulagi tveggja íbúðarhúsalóða í landi Klængssels kemur fram að stofnunin telji að tillagan sé ekki í samræmi við breytingu á Aðalskipulagi Gaulverjabæjarhrepps 2003-2015 sem nýlega tók gildi. Samþykkt var að auglýsa umrædda deiliskipulagstillögu á fundi skipulags- og byggingarnefndar 26. febrúar 2009 og var sú afgreiðsla staðfest með ákveðnum breytingum á fundi sveitarstjórnar 11. mars. Deiliskipulagstillagan var til afgreiðslu á grundvelli gildandi Aðalskipulags Gaulverjabæjarhrepps á þeim tíma. Tillagan var síðan auglýst til kynningar 14. maí með athugasemdafresti til 25. júní. Engar athugasemdir bárust. Í ljósi niðurstöðu Skipulagsstofnunar að þá er óskað eftir að gerð verði breyting á aðalskipulagi svæðisins þannig að á uppdrætti verði skilgreint íbúðarsvæði fyrir tvær íbúðarhúsalóðir.


Að mati sveitarstjórnar er um óverulega breytingu að ræða og samþykkir hana skv. 2. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga.


b) Opnunartími skrifstofu


Sveitarstjórn samþykkir að opnunartími skrifstofu sé á mánudögum til fimmtudaga frá kl. 9:00 – 16:00 og á föstudögum frá kl. 9:00 – 13:00.


Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 00:00



Aðalsteinn Sveinsson, oddviti (sign)


Guðbjörg Jónsdóttir (sign)


Björgvin Njáll Ingólfsson (sign)


Jóhannes Hr. Símonarson (sign)


Guðmundur Stefánsson (sign)


Valdimar Guðjónsson (sign)


Einar Haraldsson (sign)


Margrét Sigurðardóttir, sveitarstjóri (sign)








Deila
Skrifstofa Flóahrepps er opin frá kl. 09:00 - 16:00 mánudaga - fimmtudaga og 09:00 - 13:00 á föstudögum.
Síminn 480 4370 er opinn frá kl. 09:00 - 13:00 alla virka daga.

    Nafn (nauðsynlegt)

    Netfang (nauðsynlegt)

    Efni

    Skilaboð