Fundargerð 68. fundar sveitarstjórnar Flóahrepps
Fundarstaður: Þingborg
Fundardagur: Fimmtudagur 30. júlí 2009
Fundartími: 20:30 – 21:45
Fundarmenn:
Aðalsteinn Sveinsson, oddviti
Guðbjörg Jónsdóttir
Björgvin Njáll Ingólfsson
Jóhannes Hr. Símonarson
Guðmundur Stefánsson
Valdimar Guðjónsson
Jón Elías Gunnlaugsson
Margrét Sigurðardóttir, sveitarstjóri
Aðalsteinn Sveinsson stjórnaði fundi og Margrét Sigurðardóttir ritaði fundargerð.
Samþykkt að fundargerð verði rituð á tölvu sbr. 23. gr. sveitarstjórnarlaga.
Dagskrá:
Á fundi sveitarstjórnar 13. júlí s.l. var samþykkt að sveitarstjóri, oddviti og umsjónarmaður fasteigna ræddu við sex aðila sem voru með lægstu verðhugmyndir í stækkun Flóaskóla samkvæmt auglýsingu 2. júlí s.l.
15 aðilar sendu inn 24 verðhugmyndir.
Viðræður hafa átt sér stað og þær verið kynntar fyrir sveitarstjórn.
Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra, oddvita og umsjónarmanni fasteigna að fara í samningaviðræður við Smíðanda ehf vegna stækkunar Flóaskóla á grundvelli innsendra verðhugmyndar sbr. „Tilboð 2 frá Smíðanda“.
Sveitarstjórn samþykkir einnig að skipa byggingarnefnd vegna framkvæmdanna sem í eiga sæti Aðalsteinn Sveinsson oddviti, Margrét Sigurðardóttir sveitarstjóri, Guðmundur Jón Sigurðsson umsjónarmaður fasteigna og Kristín Sigurðardóttir skólastjóri Flóaskóla.
Nefndin mun hafa umsjón með framkvæmdinni, stýra verkinu og vera tengiliður milli verktaka og sveitarstjórnar.
Þrír aðilar skiluðu inn tilboðum í jarðvegsframkvæmdir við Flóaskóla af þeim fimm sem valdir voru til þátttöku í útboði vegna framkvæmdanna.
Sveitarstjórn samþykkir að ganga til samninga við lægstbjóðanda, Helga Sigurðsson.
Lögð fram til kynningar drög að samningi um vatnsöflun og samrekstur vatnsveitna.
Sveitarstjórn samþykkir að Aðalsteinn Sveinsson verði varamaður Margrétar Sigurðardóttur í starfshópi um framtíðarskipan úrgangsmála á Suðurlandi.
a) Sveitarstjórnar
Fundargerð sveitarstjórnar dags. 13. júlí 2009 lögð fram.
a) Tillögur til sveitarstjórnar og atvinnu- og ferðamálanefndar Flóahrepps
b) Bréf frá AFS á Íslandi dags. 20. júlí 2009
c) Erindi frá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga dags. 17. júlí 2009
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 21:45
Aðalsteinn Sveinsson, oddviti (sign)
Guðbjörg Jónsdóttir, varaoddviti (sign)
Björgvin Njáll Ingólfsson (sign)
Jóhannes Hr. Símonarson (sign)
Guðmundur Stefánsson (sign)
Valdimar Guðjónsson (sign)
Jón Elías Gunnlaugsson (sign)
Margrét Sigurðardóttir, sveitarstjóri (sign)