• 480 4370
  • floahreppur@floahreppur.is
logo-vefurlogo-stickylogo-vefurlogo-vefur
  • STJÓRNSÝSLA OG SKÓLAR
    • Aðalskipulag Flóahrepps 2016-2028
    • Gjaldskrár
    • Skólar
    • Stofnanir
    • Eyðublöð – samþykktir – reglur
    • Skipulagsmál
    • Fundargerðir
  • ÞJÓNUSTA
    • Stefna Flóarhepps – flettibókin
    • Flóaljós
    • Gagnleg símanúmer
    • Vatnsveita
    • Félagsheimili
    • Hundafangari
    • Sorpflokkun – spurt og svarað
  • FERÐAÞJÓNUSTA
    • Áhugaverðir staðir
    • Gistimöguleikar
    • Afþreying, veitingar og verslun
    • Kort af Flóahreppi
    • Menningarferð um Flóahrepp
    • Bæklingur – The animation of Flóahreppur
  • MANNLÍF OG MENNING
    • Atvinnulíf
    • Félagasamtök
    • Áveitan
    • Viðburðir
    • Fjör í Flóa 2019
    • Tónahátíð félagsheimilanna 2018
  • FERÐAÞJÓNUSTA
    • Áhugaverðir staðir
    • Gistimöguleikar
    • Afþreying, veitingar og verslun
    • Kort af Flóahreppi
    • Menningarferð um Flóahrepp
    • Bæklingur – The animation of Flóahreppur
  • MANNLÍF OG MENNING
    • Atvinnulíf
    • Félagasamtök
    • Áveitan
    • Viðburðir
    • Fjör í Flóa 2019
    • Tónahátíð félagsheimilanna 2018
  • Heim
  • Fundargerðir sveitarstjórnar
  • Fundur sveitarstjórnar 1. júlí 2009

Fundur sveitarstjórnar 1. júlí 2009

2. júlí 2009
Flokkar
  • Fundargerðir sveitarstjórnar
Stikkorð

Fundargerð 66. fundar sveitarstjórnar Flóahrepps




Fundarstaður: Þingborg


Fundardagur: Miðvikudagur 1. júlí 2009


Fundartími: 20:30 – 00:10


Fundarmenn:

Aðalsteinn Sveinsson, oddviti


Guðbjörg Jónsdóttir, varaoddviti


Björgvin Njáll Ingólfsson


Guðmundur Stefánsson


Valdimar Guðjónsson


Hulda Kristjánsdóttir


Bjarni Einarsson


Margrét Sigurðardóttir, sveitarstjóri


Aðalsteinn Sveinsson stjórnaði fundi og Margrét Sigurðardóttir ritaði fundargerð.


Samþykkt að fundargerð verði rituð á tölvu sbr. 23. gr. sveitarstjórnarlaga.


Samþykkt að taka fyrir önnur mál.


Dagskrá:



  1. Skipulagsmál

a) Fundargerð skipulags-og byggingarnefndar


Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar dags. 25. júní 2009 lögð fram ásamt afgreiðslufundum byggingarfulltrúa dags. 10. júní og 24. júní 2009 og þær staðfestar.


b) Erindi til skipulagsfulltrúa vegna deiliskipulagsmála í fyrrum Villingaholtshreppi


Lagt fram erindi frá Skipulagsstofnun dags. 19. júní 2009 vegna deiliskipulags í Hróarsholti. Í erindi kemur fram að ekki verði veitt meðmæli samkvæmt 3. tl. ákvæðis til bráðabirgða í lögum nr. 73/1997 um stakar framkvæmdir eða auglýsingar á deiliskipulagstillögum á svæðum þar sem ekki liggur fyrir staðfest aðalskipulag og að ákvæðið hafi fallið úr gildi 1. nóvember 2008.


Sveitarstjórn átelur harðlega seinagang Umhverfisráðuneytis og Samgönguráðuneytis á afgreiðslu aðalskipulags Flóahrepps í fyrrum Villingaholtshreppi og þau mál sem að því lúta.


Þessi töf á afgreiðslu mála stöðvar alla deiliskipulagsvinnu og hamlar framkvæmdum og uppbyggingu í þessum hluta sveitarfélagsins.


c) Beiðni um umsögn tillögu að aðalskipulagi Rangárþings ytra


Tekin fyrir beiðni frá skipulagsfulltrúa Rangárþings bs dags. 15. júní 2009 um umsögn Flóahrepps að aðalskipulagi fyrir Rangárþing ytra sbr. skipulagsreglugerð kafla 3.2.


Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við fyrirliggjandi tillögu.



  1. Samningar um skólaakstur í Flóahreppi

Lagðir fram samningar við Sigurð Ólafsson, Kristján Einarsson, Guðrúnu Jónsdóttur og Guðmund Sigurðsson um skólaakstur í Flóahreppi skólaárið 2009-2010.


Sveitarstjórn staðfestir samningana og vísar þeim til kynningar í fræðslunefnd Flóahrepps.



  1. Vegamál

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni hefur vegur á milli Oddgeirshóla og Langholts í Flóahreppi verið tekinn af vegaskrá en vegurinn tengir saman tvö hverfi í sveitarfélaginu. Mikil innansveitarfumferð hefur verið alla tíð um veginn, s.s. skólaakstur, akstur mjólkurbíla, pósts o.s.frv.


Hér að um verulega afturför að ræða að mati sveitarstjórnar og því mótmælt af hennar hálfu í ljósi þess að ekki er verið að hugsa um hag íbúanna með þessum aðgerðum. Farið er fram á að ákvörðun um að taka veginn af vegaskrá verði endurskoðuð.


Sveitarstjórn fer einnig fram á að fjárveiting sú sem búið var að úthluta til uppbyggingar Oddgeirshólavegar (304) verði nýtt í lagfæringu með bundnu slitlagi samkvæmt upphaflegri áætlun, Oddgeirshólavegar og Langholtsvegar en ekki eingöngu í leiðina upp að Langholti.



  1. Vatnsmál

Lagðir fram til kynningar minnispunktar frá fundum fulltrúa Árborgar og Flóahrepps um vatnsöflun í Flóahrepp dags. 15. júní og 24. júní 2009 ásamt skýrslu frá verkfræðistofunni Eflu um hugsanlegar endurbætur á Vatnsveitu Flóahrepps. Það er þekkt vandamál að vatnsskortur verður í Ruddakróks- og Neistastaðalindum á þurrkatímabilum og miðlunarlagnir úr Samúelslind hafa ekki undan vegna þrýsingsleysis. Þetta hefur valdið vatnsleysi í sveitarfélaginu undanfarin sumur og unnið hefur verið að lausn mála með samvinnu við annað/önnur sveitarfélög í huga.


Til að tryggja nægilegt vatn til bráðabirgða hefur verið tengt við vatnsveitu Árborgar á tveimur stöðum, við mjólkurbúið og við Holt.



  1. Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs

Lagt fram erindi frá Sorpstöð Suðurlands dags. 28. maí 2009 þar sem óskað er eftir staðfestingu aðildarsveitarfélaga á svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs ásamt bókun stjórnar Sorpstöðvar Suðurlands dags. 27. maí 2009.


Í bókun stjórnar kemur fram að engar skuldbindingar felist um framkvæmdir né framkvæmdatíma og að slíkar ákvarðanir verði teknar sérstaklega á hverjum tíma.


Sveitarstjórn Flóahrepps staðfestir framlagða svæðisáætlun en ítrekar að engar skuldbindingar felist í staðfestingu um framkvæmdir eða framkvæmdatíma af hálfu sveitarfélagsins.


Samþykkt að vísa málinu til kynningar í umhverfisnefnd Flóahrepps.



  1. Samningur um Héraðsnefnd Árnesinga

Tekið fyrir erindi frá Héraðsnefnd Árnesinga dags. 27. maí 2009 ásamt samningi um nefndina með breytingum sem samþykktar voru á honum á aukafundi Héraðsnefndar 12. maí 2009.


Sveitarstjórn samþykkir breytingar á samningi.



  1. Samstarf um átaksverkefni til nýtingar orku í héraði

Lagðir fram til kynningar minnispunktar fundar með Nýsköpunarmiðstöð 28. maí 2009 og fundar með Fjárfestingarstofu 5. júní 2009.


Á fundunum var rætt um mögulega atvinnuuppbyggingu á Suðurlandi.


Samþykkt að vísa minnispunktum til kynningar í atvinnu-og ferðamálanefnd.



  1. Beiðni um umsögn tillögu til þingsályktunar um náttúruverndaráætlun

Tekin fyrir beiðni frá Umhverfisnefnd Alþingis um umsögn tillögu til þingályktunar um náttúruverndaráætlun 2009-2013.


Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við tillöguna en gerir athugasemd við stuttan frest til afgreiðslu erindis eða einungis 10 dagar.



  1. Beiðni um samvinnu vegna reksturs Tónsmiðju Suðurlands

Tekið fyrir erindi frá Tónsmiðju Suðurlands dags. 11. júní 2009 þar sem óskað er eftir því að Flóahreppur geri samning við Tónkjallarann ehf. vegna reksturs Tónsmiðju Suðurlands um að sinna tónlistarkennslu fyrir allt að 10 nemendur með lögheimili í sveitarfélaginu.


Sveitarstjórn hafnar erindinu að sinni en samþykkir að skoða málið við gerð fjárhagsáætlunar næsta haust.



  1. Beiðni um skólavistun í Flóaskóla vegna utanlögheimilisnemenda

Lögð fram beiðni frá Sandgerðisbæ um námsvist fyrir nemanda í Flóaskóla sem vistaður er í Flóahreppi og með lögheimili í Sandgerði.


Sveitarstjórn samþykkir beiðnina sbr. 5. gr. laga nr. 91/2008 með fyrirvara um að greitt verði með nemandanum samkvæmt viðmiðunargjaldskrá Sambands íslenskra sveitarfélaga. Einnig að skólaakstur og allur annar kostnaður sem kann að falla til vegna skólavistunar nemandans verði greiddur af lögheimilissveitarfélagi.


Samþykkt að vísa málinu til kynningar hjá fræðslunefnd og skólastjóra.



  1. Lokun skrifstofu í sumar

Sveitarstjórn samþykkir að skrifstofa Flóahrepps verði lokuð á föstudögum frá 3. júlí til og með 21. ágúst 2009.



  1. Fundargerðir

a) Sveitarstjórnar


Fundargerð sveitarstjórnar dags. 3. júní 2009 lögð fram.


b) Fræðslunefndar


Fundargerð fræðslunefndar dags. 18. júní 2009 lögð fram.


Sveitarstjórn staðfestir tillögu skólastjóra um ráðningu deildarstjóra við Flóaskóla í 50% starf til eins árs.


Hulda Kristjánsdóttir víkur af fundi við afgreiðslu málsins.


Sveitarstjórn staðfestir bókun fræðslunefndar vegna umsóknar um námsvist utan lögheimilissveitarfélags frá Sveitarfélaginu Árborg fyrir tvo nemendur með fyrirvara um að greitt verði með nemendum samkvæmt viðmiðunargjaldskrá Sambands íslenskra sveitarfélaga. Einnig að skólaakstur og allur annar kostnaður sem til fellur vegna skólavistunar nemendanna verði greiddur af lögheimilissveitarfélagi.


Sveitarstjórn staðfestir einnig bókun fræðslunefndar vegna umsóknar um námsvist utan lögheimilissveitarfélags frá Reykjavíkurborg en fræðslunefnd hafnaði umsókn.


c) Félagsmálanefndar


Fundargerð félagsmálanefndar dags. 3. júní 2009 lögð fram.


d) Íbúafundar um lausagöngu búfjár, veggirðingarmál ofl


Minnispunktar íbúarfundar dags. 11. júní 2009 sem haldinn var um lausagöngu búfjár, veggirðingarmál og fleira lagðir fram til kynningar.


Sveitarstjórn samþykkir að vinna áfram að málinu.



  1. Til kynningar:

a) 424. fundur SASS dags. 12. júní 2009


b) 173. fundur Sorpstöðvar Suðurlands dags. 2. júní 2009


c) Aukaaðalfundur Sorpstöðvar Suðurlands dags. 3. júní 2009


d) 285. fundur Atvinnuþróunarfélags Suðurlands dags. 3. júní 2009 ásamt minnisblaði félagsins dags. 2. júní 2009


e) 119. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands dags. 2. júní 2009


f) Erindi vegna Yrpuholts 19. júní 2009


g) Erindi frá Menntamálaráðaneytinu 15. júní 2009


h) Erindi frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg dags. 24. júní 2009


i) Erindi frá Fasteignaskrá Íslands dags. 19. júní 2009


j) Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 27. maí 2009


k) Erindi frá Samgönguráðuneytinu dags. 28. maí 2009


l) Erindi frá Samgönguráðuneytinu dags. 23. júní 2009



  1. Önnur mál:

a) Skipulagsmál í Hróarsholti


Lögð fram eftir auglýsingu, tillaga að deiliskipulagi fyrir Hróarsholt 2 spilda 2 lnr. 217808 sem liggur sunnan Villingaholtsvegar og austan Lækjarvegar/Hróarholtsvegar. Á spildunni, sem er 46,4 ha, er gert ráð fyrir að stofnað verði nýtt lögbýli og að þar verði heimilt að reisa allt að 250 fm íbúðarhús, 500 fm skemmu/hesthús og 700 fm reiðhöll. Tillagan var auglýst 14. maí sl. með athugasemdafrest til 25. júní. Athugasemd barst á auglýsingartíma frá eigendum Króks, Flóahreppi. Gerðar eru athugasemdir við það að byggingarreitir liggja mjög nærri mörkum Króks og byggingum og athafnasvæði sem fyrir eru á jörðinni, upplýst er að stefnt sé að áframhaldandi malarnámi í Króki, gefið er til kynna að eigendur Króks vilja halda öllum möguleikum opnum varðandi framtíðarmöguleika um nýtingu jarðarinnar og vakin athygli á því að jarðvegsframkvæmdir séu hafnar á fyrirhuguðum byggingarreit þrátt fyrir að skipulagsmál hafi ekki verið afgreidd.


Sveitarstjórn þakkar innsendar ábendingar og mun óska eftir því að skipulagsfulltrúi komi þeim á framfæri við framkvæmdaaðila.


Sveitarstjórn átelur það hafi framkvæmdir hafist án tilskylinna leyfa.


Sveitarstjórn samþykkir tillöguna sbr. 25. gr. skipulags- og byggingarlaga og felur skipulagsfulltrúa að svara athugasemdum.


b) Minnispunktar frá fundi með iðnaðarráðherra


Lagðir fram til kynningar minnispunktar frá fundi með iðnaðarráðherra. Samþykkt að vísa málinu til atvinnu- og ferðamannanefndar.


Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 00:10



Aðalsteinn Sveinsson, oddviti (sign)


Guðbjörg Jónsdóttir (sign)


Björgvin Njáll Ingólfsson (sign)


Guðmundur Stefánsson (sign)


Valdimar Guðjónsson (sign)


Hulda Kristjánsdóttir (sign)


Bjarni Einarsson (sign)


Margrét Sigurðardóttir, sveitarstjóri (sign)

Deila
Skrifstofa Flóahrepps er opin frá kl. 09:00 - 16:00 mánudaga - fimmtudaga og 09:00 - 13:00 á föstudögum.
Síminn 480 4370 er opinn frá kl. 09:00 - 13:00 alla virka daga.

    Nafn (nauðsynlegt)

    Netfang (nauðsynlegt)

    Efni

    Skilaboð