Frumdrög að aðaluppdráttum fyrir viðbyggingu Flóaskóla liggja fyrir en M2 teiknistofa ehf var fengin til verksins eftir auglýsingu um verðhugmyndir.
Frumdrög að aðaluppdráttum fyrir viðbyggingu Flóaskóla liggja fyrir en M2 teiknistofa ehf var fengin til verksins eftir auglýsingu um verðhugmyndir.
Auglýst hefur verið eftir verðhugmyndum í framkvæmdir við viðbyggingu samkvæmt þeim teikningum og þarfagreiningu sem nú eru til staðar en sveitarstjórn mun ekki taka ákvörðun um hvort ráðist verði í framkvæmdir fyrr en kostnaður við byggingu liggur fyrir.
Stefnt er að því að ákvörðun um það verði tekin um miðjan júlí.
Það var stefna sveitarstjórnar allt frá upphafi umræðu um hugsanlegar framkvæmdir við Flóaskóla að þær verði eins hagkvæmar fjárhagslega og unnt er. Það markmið hefur verið haft að leiðarljósi í allri undirbúningsvinnu.
Þess má einnig geta að verið er að gera Skólatún, aðra íbúðina við Flóaskóla, tilbúna til kennslu næsta vetur en reiknað er með að 8. bekkur hafi aðstöðu þar.