Stefán Guðmundsson í Túni, fyrrverandi oddviti Hraungerðishrepps, er níræður í dag, 14. júní. Stefán hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa fyrir Hraungerðishrepp í gegnum tíðina og verið ötull í ýmsum félagsmálum en hann gegndi meðal annars starfi oddvita á árunum 1966-1994.
Sveitarstjórn Flóahrepps óskar Stefáni innilega til hamingju með daginn.
Stefán Guðmundsson í Túni, fyrrverandi oddviti Hraungerðishrepps, er níræður í dag, 14. júní. Stefán hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa fyrir Hraungerðishrepp í gegnum tíðina og verið ötull í ýmsum félagsmálum en hann gegndi meðal annars starfi oddvita á árunum 1966-1994.
Sveitarstjórn Flóahrepps óskar Stefáni innilega til hamingju með daginn.
Stefán er fæddur í Túni og hóf skólagöngu á stofnári Þingborgarskóla 1929. Hann varð Búfræðingur frá Hvanneyri árið 1939 og var við skólaslitin þar nú í vor í tilefni af 70 ára búfræðingsafmæli sínu. Stefán var bóndi í Túni í hálfa öld, frá 1946. Hann kvæntist Jórunni Jóhannsdóttur og eignuðust þau 7 börn sem öll eru á lífi. Hann var fyrst kosinn í hreppsnefnd Hraungerðishrepps árið 1950 og sat til ársins 1994. Stefán var oddviti 1966-1994. Í hans oddvitatíð var Þingborgin flutt úr stað, þ.e. skóli og félagsheimili var fært úr gömlu-Þingborg á þann stað sem nú er kallaður í Þingborg. Skólahús það sem nú hýsir leikskólann var byggt 1968 og núverandi félagsheimili á árunum 1983-1992. Kaldavatnsveita var lögð á nær alla bæi sveitarinnar árið 1975 og hitaveita árið 1989 og 1991 um nokkurn hluta sveitarinnar á vegum hitaveitufélags sem hreppurinn átti verulegan hluta í. Stefán var formaður Búnaðarfélags Hraungerðishrepps 1946-1979, stjórnarformaður í Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða frá 1957 og fram yfir 1980 og stjórnarformaður Flóaáveitunnar 1969-1998.
Þess má geta að á skrifstofu Flóahrepps er til rit sem Stefán gaf Flóahreppi árið 2008 með blöðum úr fórum hans.
Þar má m.a. sjá ræðu sem haldin var við vígslu skólahúss 1969, framsögu á almennum hreppsfundi 1972 og 1981, erindi sem kallast Hitaveita eða hvað ritað í Huginn 1985, ræða flutt við skólaslit Þingborgarskóla 1989, ræða flutt við upphaf byggingar félagsheimilisins Þingborgar 1982 og vígslu hennar 1992.
Einnig má sjá í heftinu skemmtilega frásögn af framfærslu frá fyrri tíð.
Heftið er aðgengilegt til lestrar hverjum sem vill á skrifstofu Flóahrepps á skrifstofutíma kl. 9.00-16.00 alla virka daga.