Fundargerð 65. fundar sveitarstjórnar Flóahrepps
Fundarstaður: Þingborg
Fundardagur: Miðvikudagur 3. júní 2009
Fundartími: 20:30 – 00:00
Fundarmenn:
Aðalsteinn Sveinsson, oddviti
Jóhannes Hr. Símonarson
Elín Höskuldsdóttir
Guðmundur Stefánsson
Valdimar Guðjónsson
Einar Helgi Haraldsson
Hulda Kristjánsdóttir
Margrét Sigurðardóttir, sveitarstjóri
Aðalsteinn Sveinsson stjórnaði fundi og Margrét Sigurðardóttir ritaði fundargerð.
Samþykkt að fundargerð verði rituð á tölvu sbr. 23. gr. sveitarstjórnarlaga.
Samþykkt að taka fyrir önnur mál.
Dagskrá:
a) Fundargerð skipulags-og byggingarnefndar
Fundargerð skipulags- og byggingarnefndar dags. 29. maí 2009 lögð fram ásamt afgreiðslufundum byggingarfulltrúa dags. 29. apríl, 13. maí og 27. maí 2009. Vegna máls nr. 34 setur sveitarstjórn fyrirvara um samþykki um aðkomu að lóðum. Einnig þarf að taka út úr skipulagsskilmálum ákvæði um sorphirðu.
Að öðru leyti eru fundargerðir staðfestar.
Kynnt niðurstaða fundar sem haldinn var 11. maí s.l. með fulltrúum sveitarfélaga við Þjórsá og sveitarfélagsins Ölfuss þar sem lýst var áhuga á samstarfi um átaksverkefni sem hafi það að markmiði að orka sem framleidd er á Suðurlandi verði eftir á svæðinu til atvinnuuppbyggingar.
Sveitarstjórn tekur jákvætt í málið og samþykkir að vísa því til atvinnu-og ferðamálanefndar.
Sveitarstjórn samþykkir að fela M2 teiknistofu ehf gerð aðaluppdrátta/byggingarnefndarteikninga viðbyggingar við Flóaskóla samkvæmt fyrirliggjandi verðhugmynd. Jafnframt er oddvita, sveitarstjóra og umsjónarmanni fasteigna falið að leita hagkvæmustu leiða við burðarvirkis/raflagnahönnun og hrinda henni í framkvæmd samhliða hönnun aðaluppdrátta/byggingarnefndarteikninga.
Lagður fram tölvupóstur frá framkvæmdastjóra Sorpstöðvar Suðurlands dags. 3. júní 2009 með tillögu sem samþykkt var á aukaaðalfundi Sorpstöðvar sama dag. Tillagan er svohljóðandi: „Stofnaður verður starfshópur skipaður fulltrúa hvers aðildarsveitarfélags SOS og stjórn. Verkefni starfshópsins er að gera tillögur að samkomulagi um framtíðarskipan úrgangsmála á Suðurlandi. Brýnasta verkefni hópsins er að leita staðsetningar fyrir nýjan urðunarstað í stað Kirkjuferjuhjáleigu.
Fyrsti fundur verður haldinn 19. júní og skal starfshópurinn hafa skilað tillögum fyrir 10. september sem svo verða teknar fyrir á næsta aðalfundi SOS sem haldin verður 15.-16. október nk.“
Sveitarstjórn samþykkir að Margrét Sigurðardóttir verði fulltrúi Flóahrepps í starfshópi.
Einnig samþykkt að vísa málinu til umhverfisnefndar til kynningar.
Sveitarstjórn samþykkir tillögu Atvinnu- og ferðamálanefndar dags. 6. nóvember 2008 þar sem lagt er til að starf við Íslenska bæinn í Austur-Meðalholtum verði styrkt með framlagi unglingavinnu sveitarfélagsins.
Mikil viðbrögð hafa verið við auglýsingu Flóahrepps um unglingavinnu en umsóknarfrestur var gefinn til 24. apríl.
Sveitarstjórn samþykkir að þeir unglingar sem höfðu sótt um unglingavinnu innan auglýsts frests fái vinnu í sex vikur en þeir unglingar sem sóttu um vinnu eftir að umsóknarfrestur rann út fái vinnu hjá sveitarfélaginu í þrjár vikur.
Reynt verður að verða við óskum eldri borgara og öryrkja um slátt í heimagörðum ef eftir því verður leitað.
Samkvæmt 51. gr. samþykkta um stjórn og fundarsköp fyrir Flóahrepp er kosið til eins árs í júní hvert ár um oddvita og varaoddvita, fulltrúa á aðalfund SASS, Atvinnuþróunarfélags Suðurlands, Heilbrigðiseftirlits Suðurlands og Skólaskrifstofu Suðurlands.
Oddviti var kosinn
Varaoddviti var kosinn Guðbjörg Jónsdóttir með 7 atkvæðum.
Fulltrúar á aðalfund SASS, Atvinnuþróunarfélagsins, Heilbrigðiseftirlitsins og Skólaskrifstou voru kjörnir Aðalsteinn Sveinsson, Guðbjörg Jónsdóttir og
Til vara:
Lagt fram kauptilboð í hlutabréf Flóahrepps í Jarðefnaiðnaði hf dags. 28. apríl 2009.
Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi kauptilboð.
Lögð fram drög að reglum um skólaakstur dags. 25. maí 2009. Sveitarstjórn samþykkir að vísa málinu til umsagnar fræðslunefndar.
Sveitarstjórn samþykkir að fela sveitarstjóra að auglýsa starf bókara á skrifstofu Flóahrepps laust til umsóknar en ráðið var tímabundið í starfið frá 1. júlí 2008.
a) Sveitarstjórnar
Fundargerð sveitarstjórnar dags. 6. maí 2009 lögð fram.
b) Umhverfisnefndar
Fundargerð umhverfisnefndar dags. 25. maí 2009 lögð fram. Vegna ályktunar umhverfisnefndar í lið 5 a) samþykkir sveitarstjórn að rætt verði við viðkomandi landeigendur.
Vegna bókunar við lið 5 b) bendir sveitarstjórn á íbúafund sem haldinn verður 11. júní n.k. um girðingamál, lausagöngu búfjár og fleira því tengdu.
c) Félagsmálanefndar
Fundargerð félagsmálanefndar dags. 7. maí 2009 lögð fram.
d) Íbúafundar um skólamál
Fundargerð íbúafundar um skólamál í Flóahreppi dags. 13. maí 2009 lögð fram.
e) Íbúafundar um Staðardagskrá 21
Fundargerð íbúafundar um Staðardagskrá 21 í Flóahreppi dags. 13. maí 2009 lögð fram.
a) 423. fundur SASS dags. 7. maí 2009
b) 114. fundur Skólaskrifstofu Suðurlands dags. 11. maí 2009
c) 170., 171. og 172. fundur Sorpstöðvar Suðurlands dags. 30. apríl, 11. maí og 27. maí 2009
d) 284. fundur Atvinnuþróunarfélags Suðurlands dags. 6. maí 2009 ásamt minnisblaði félagsins dags. 4. maí 2009
e) 75. fundur fulltrúaráðs Brunavarna Árnessýslu dags. 27. apríl 2009
f) Erindi vegna Yrpuholts 7. maí 2009
g) Erindi frá FOSS dags. 7. maí 2009
h) Erindi frá ÍSÍ
i) Erindi um minjavörð Suðurlands dags. 18. maí 2009
j) Greinargerð vegna samstarfsverkefni um stöðu iðjuþjálfa dags. 24. apríl 2009
k) Erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um eflingu sveitarstjórnarstiga dags. 26. maí 2009
l) 49. fundur Héraðsnefndar Árnesinga dags. 12. maí 2009
m) Erindi um hreinsun skurða og tæmingar frárennslisvatns
n) Erindi um útvarp Suðurland FM
Sveitarstjórn samþykkir 40% stöðugildi fyrir sérkennslu í Krakkaborg.
Sveitarstjórn samþykkir einnig að ráðinn verði deildarstjóri í Flóaskóla í 50% starf til eins árs vegna fyrirhugaðrar fjölgunar nemenda í skólanum.
b) Erindi frá stjórn Afréttarmálafélags Flóa og Skeiða
Tekið fyrir erindi frá stjórn Afréttarmálafélags Flóa og Skeiða dags. 1. júní 2009 þar sem óskað er eftir 100.000 kr. framlagi frá hverju aðildarsveitarfélaga félagsins.
Sveitarstjórn samþykkir ofangreint sbr. samning um landnýtingar- og landbótaáætlun 2005-2009.
c) Erindi frá Þorsteini Péturssyni hdl.
Lagt fram erindi frá Þorsteini Péturssyni hdl. þar sem óskað er skýringar á bókun sveitarstjórnar um flóðamat Veðurstofu Íslands dags. 6. maí 2009.
Sveitarstjórn samþykkir að óska eftir gögnum frá skipulagsfulltrúa sveitarfélagsins vegna málsins og felur sveitarstjóra að svara erindinu.
d) Umsögn vegna rekstrarleyfis
Tekin fyrir beiðni Sýslumanns á Selfossi dags. 20. maí 2009 þar sem óskað er umsagnar sveitarstjórnar um endurnýjun leyfis til reksturs gististaðar á Egilsstöðum I.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við afgreiðslutíma og staðsetningu.
e) Hamar I og II, lögbýlisumsókn
Lögð fram beiðni um umsögn sveitarstjórnar vegna lögbýlisumsóknar á landi úr jörðinni Hamri I og II, Hamarsey, 106,5 ha.
Fyrir fundi liggur umsögn Búnaðarsambands Suðurlands ásamt uppdrætti af viðkomandi landskika.
Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við stofnun lögbýlis á spildunni sbr. 17. gr. laga nr. 81/2004 enda liggi fyrir staðfesting á tryggu aðgengi að spildunni.
Sveitarstjórn telur æskilegt að föst búseta fylgi stofnun lögbýlis.
Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 00:00
Aðalsteinn Sveinsson, oddviti (sign)
Jóhannes Hr. Símonarson (sign)
Elín Höskuldsdóttir (sign)
Guðmundur Stefánsson (sign)
Valdimar Guðjónsson (sign)
Einar Helgi Haraldsson (sign)
Hulda Kristjánsdóttir (sign)
Margrét Sigurðardóttir, sveitarstjóri (sign)