Samkvæmt 1.mgr. 26.gr. skipulags-og byggingarlaga nr. 73 1997 er hér með auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi deiliskipulagsbreytingu:
Samkvæmt 1.mgr. 26.gr. skipulags-og byggingarlaga nr. 73 1997 er hér með auglýst eftir athugasemdum við eftirfarandi deiliskipulagsbreytingu:
Tillaga að breytingu á deiliskipulagi við Flóaskóla og Þjórsárver. Í tillögunni felst að gert er ráð fyrir stækkun skólahúsnæðis og íþróttahúss, gert ráð fyrir sundlaugarsvæði, stækkun félagsheimilisins Þjórsárvers og byggingarreitum fyrir tvö íbúðarhús. Þá er gert ráð fyrir að leiksvæði og bílastæði stækki.
Skipulagstillagan liggur frammi á skrifstofu Flóahrepps að Þinborg og hjá embætti skipulagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu, Dalbraut 12, Laugarvatni á skrifstofutíma frá 11. júní til 23. júlí 2009. Athugasemdum við skipulagstillöguna skulu berast til skipulagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu í síðasta lagi 23. júlí 2009 og skulu þær vera skriflegar. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan tilskilins frests, telst vera samþykkur henni.
Auglýst tillaga