Íbúafundur um skólamál var haldinn í Flóaskóla 13. maí s.l. á vegum sveitarstjórnar, fræðslunefndar og skólaráðs.
Fundurinn var vel sóttur af íbúum sveitarfélagsins.
Íbúafundur um skólamál var haldinn í Flóaskóla 13. maí s.l. á vegum sveitarstjórnar, fræðslunefndar og skólaráðs.
Fundurinn var vel sóttur af íbúum sveitarfélagsins.Í upphafi fundar rakti Aðalsteinn Sveinsson, oddviti þá vinnu sem sveitarstjórn hefur nú þegar látið vinna og möguleika sveitarfélagsins á fjármögnun framkvæmda. Ákveðið hefur verið að kenna 8. bekk við Flóaskóla næsta skólaár og hugmyndir eru um að flytja einn bekk á ári frá Vallaskóla á Selfossi í Flóaskóla þannig að allt grunnskólastigið verði kennt við Flóaskóla frá hausti 2011.
Verið er að vinna deiliskipulag á lóð við Flóaskóla og Þjórsárver sem taka tillit til stækkunar skóla í framtíðinni. Sveitarstjórn hefur einnig ákveðið að láta hanna viðbyggingu skólahúsnæðis við Flóaskóla.
Margrét Sigurðardóttir, sveitarstjóri fór fyrir vinnu stýrihóps sem skipaður var til að koma með tillögur að þróun/stækkun skóla. Fram kom að markmið stýrihóps var að nýta það húsnæði sem er þegar til staðar og kanna möguleika á hugsanlegri viðbygginu á sem hagkvæmastan hátt. Stýrihópurinn fékk Ara Guðmundsson og Ingunni Gunnarsdóttur hjá Verkís til að vinna þarfagreiningu og rýmisáætlun fyrir skólann og koma með tillögur að viðbyggingu við skólann.
Ari fór síðan yfir þarfagreiningu Flóaskóla. Þar var gert ráð fyrir almennri fólksfjölgun í sveitarfélaginu um 4% á ári. Við þarfagreiningu var lögð áhersla á að hafa þarfir notenda í huga, að nýting rýma væri skynsamleg og að gæði vegna notkunar væri framar fagurfræðinni. Einnig var horft til þess að rekstur væri hagkvæmur í byggingunni.
Önnur atriði sem horft var til voru þau að uppfylla aðgengi fatlaðra og náð verði sem bestri nýtingu eldri bygginga.
Margrét Helga Steindórsdóttir, nemandi í 7. bekk Flóaskóla fór yfir starfsemi skólaráðs og ný lög um skólaráð. Skólaráð er skipað 9 fulltrúm sem skipaðir eru til tveggja ára í senn og eru samansettir af helstu hagsmunaaðilum.
Talsverðar umræður urðu að loknu yfirliti og óskað upplýsinga um ýmis atriði, s.s. rýmisþörf, þarfir unglinga og yngri nemenda og hvernig þær fara saman, kostnað vegna viðbótarreksturs og framkvæmdir og áætlun sveitarstjórnar um að standa undir þeim kostnaði. Einnig var spurt um vilja unglinganna sjálfra, sameiningar sveitarfélaga og hvaða ferli sé framundan.