Undanfarin tvö ár hefur Flóahreppur veitt umhverfisverðlaun í Flóahreppi til þeirra aðila sem þykja hafa skarað framúr eða staðið sig vel í umhverfismálum. Umhverfisnefnd sveitafélagsins hefur séð um val og framkvæmd á veitingu umhverfisverðlauna.
Undanfarin tvö ár hefur Flóahreppur veitt umhverfisverðlaun í Flóahreppi til þeirra aðila sem þykja hafa skarað framúr eða staðið sig vel í umhverfismálum. Umhverfisnefnd sveitafélagsins hefur séð um val og framkvæmd á veitingu umhverfisverðlauna.
Í sumar verður umhverfisnefndin á ferli um sveitina eins og undanfarin sumur til að finna verðugan vinningshafa fyrir árið 2009. Umhverfisnefnd mun einnig óska eftir tilnefningum til umhverfisverðlauna frá íbúum sveitafélagsins, stjórnum ungmenna-, kven og búnaðarfélaga sveitafélagsins.
Nýlega voru samþykktar í sveitastjórn nýjar verklagsreglur fyrir nefndina vegna umhverfisverðlauna og segir þar m.a.:
Við val á aðilum varðandi umhverfisverðlaun er hægt að hafa margt til hliðsjónar, má þar m.a. nefna þetta:
Fyrirtæki og stofnanir:
Húsakosti vel við haldið, aðkeyrsla og aðkoma í góðu lagi, girðingar snyrtilegar og vel við haldið frumkvæði í upplýsinga- og fræðslumálum varðandi umhverfismál.
Einstaklingar og eða félagasamtök:
Hafa skarað fram úr í umhverfismálum og sýnt það í verki, frumkvæði í upplýsinga- og fræðslumálum varðandi umhverfismál, frumkvæði í skógrækt, trjárækt eða uppgræðsluverkefnum, hafa sinnt hreinsunarverkefnum eða hvatt til átaka til að fegra umhverfið
Heimili:
Húsakosti vel við haldið þurrt og hreint umhverfis húsakost, heimreið og aðkeyrslu vel við haldið, holulausir og hreinir kantar, girðingar snyrtilegar og vel við haldið, vélar og áhöld á ákveðnum stað, uppraðað á snyrtilegan hátt, vel hirtur heimagarður, skjólbelti eða skógarreitir, almenn snyrtimennska og alúð sýnileg við að fegra umhverfið.
Við hvetjum alla til að huga að sínu nánast umhverfi og taka til hendinni ef eitthvað má betur fara í þeim málum.
Hreint land, fagurt land.
Umhverfisnefnd Flóahrepps.