Fjölskyldu- og menningarhátíð 5. - 7. júní 2009.
Dagskrá:
Fjölskyldu- og menningarhátíð 5. – 7. júní 2009.
Dagskrá:
Föstudagur 5. júní
Kl. 10:00 – 20:00 Sveitabúðin Sóley í Tungu er með mikið af fallegum vörum fyrir heimili og sumarbústaði. Sveitabúðin Sóley er nú 5 ára og býður 15 % afslátt af öllum vörum þessa helgi, heitt á könnunni og góður sumardrykkur.
Kl. 11:00 – 17:00 Ullarvinnslan Þingborg (Gamla Þingborg). Verslun með ullarvörur og margskonar annað handverk. Ljósmyndasýning verður í anddyri.
Kl. 13:00 – 18:00 Tré og list Forsæti III Tré og list er lifandi listasmiðja sem varðveitir sögu hagleiks og uppfinninga. Kynnir tréskurðarlist og sérstakt handverk. Sýning verður á málverkum Önnu Hrefnudóttir. Aðgangseyrir kr. 500.-
Kl. 13:00 – 22:00 Félagsheimilið Þingborg Ýmis smádýr til sýnis og ungar skríða úr eggjum. Einnig verða handverk og listmunir til sýnis bæði úti og inni, þar á meðal verður listamaðurinn Liston með sýningu á skúlptúrum við félagsheimilið.
Kl.13:00 – 16:00 Skrifstofa Flóahrepps Þingborg Opið hús, ljósmyndir og listaverk úr leikskólanum til sýnis. Boðið verður upp á kaffi og kleinur.
Kl. 13:00 – 15:00 Leikskólinn Krakkaborg Þingborg Opið hús hjá leikskólanum. Allir velkomnir í heimsókn að kynna sér starfsemi leikskólans.
Kl. 16:00 Félagsheimilið Þingborg Opnun myndlistarsýningar hjá Myndlistafélagi Árnessýslu. Fiðluhópur Maríu Weiss spilar við opnunina.
Kl. 20:30. Íþróttavöllurinn við Þjórsárver Ungmennafélagið Vaka stendur fyrir fjölskylduskemmtun á útisvæðinu við Þjórsárver. Kveikt verður upp í kolunum og er fólk hvatt til að taka með sér eitthvert góðgæti á grillið. Haldin verður æsispennandi áskorendakeppni í reiptogi og úr því skorið hver hreystimenni Flóahrepps eru.
Laugardagur 6. júní
Kl. 09:00 -12:00 Félagslundur Morgunmatur í boði Fjörs í Flóanum og fyrirtækja á Suðurlandi. Allir velkomir í notalega samverustund og kjarngóðan morgunmat.
Kl. 09:00 -17:00 Félagslundur Kvenfélag Gaulverjabæjarhrepps mun hrista margt fram úr erminni eins og þeim er von og vísa. M.a verður sýning á sparifötum barna fyrr og nú, flóamarkaður og kökubasar. Þá verða sölubásar með ýmsu handverki á staðnum.Athugið að enginn posi fyrir greiðslukort er á staðnum
Kl. 09:30 -15:00 Gaulverjaskóli Opið hús í Gaulverjaskóla þar sem nú er verið að setja á stofn farfuglaheimili. Unnið hefur verið að endurbótum á þessu gamla skólahúsi í vetur en þar verður rekin ferðaþjónusta. Allir velkomir að kynna sér endurbætur hússins og fyrirhugaða starfsemi.
Kl. 09:30 – 16:00 Vallarhjáleiga Eyðibýlið sem varð að sumarbústað. Skoðið safngripina í fjósinu, gamla traktora og nýuppgert gamaldags eldhús. Steyptir handmálaðir garðmunir til sölu, „Steypukúnst“.
Kl. 10:00 – 20:00 Sveitabúðin Sóley í Tungu er með mikið af fallegum vörum fyrir heimili og sumarbústaði. Sveitabúðin Sóley er nú 5 ára og býður 15 % afslátt af öllum vörum þessa helgi, heitt á könnunni og góður sumardrykkur.
Kl. 10:00 – 14:00 Brandshús 4 Opið hús í hænsnakofanum í Brandshúsum 4. Kynntar verða íslenskar landnámshænur, hvítar bréfdúfur, fashanar og kornhænur. Egg til sölu.
Kl. 11:00 Félagslundur Umf Samhygð stendur fyrir leikjum fyrir gesti og gangandi. Hoppukastali á staðnum. Inni í félagsheimilinu verða myndir úr starfi félagsins til sýnis.
Kl. 11:00 – 17:00 Ullarvinnslan Þingborg (Gamla Þingborg) Verslun með ullarvörur og margskonar annað handverk. Ljósmyndasýning í anddyri. Einnig verður til sölu grænmeti frá Akri í Laugarási.
Kl. 10:00-19:00 Félagsheimilið Þingborg Myndlistasýning Myndlistafélags Árnessýslu. Ýmis smádýr til sýnis og ungar skríða úr eggjum. Handverk og listaverk verða til sýnis bæði inni og úti, þar á meðal verður listamaðurinn Liston með sýningu á skúlptúrum við félagsheimilið. Saumastofa Jóku saumar á staðnum. Kvenfélag Hraungerðishrepps verður með kaffisölu.
Kl. 11:00 – 18:00 Þjórsárver Skírnarkjólasýning í andyri sem spannar yfir meira en hundrað ára tímabil og ýmislegt fleira sem tengist skírn. Bútasaumsklúbbar verða með sýningu á sínum listasaumsverkum í sal. Nytjamarkaður sem sló í gegn í fyrra verður á loftinu. Kaffi og vöfflusala á vegum Kvennfélags Villingaholtshrepps verður allan daginn til styrktar góðgerðarmálum.
Kl. 11:00 – 14:00 Brugghúsið í Ölvisholti Opið hús, gestir geta gengið um bruggverksmiðjuna og fræðst um framleiðslu á bjór.
Kl. 11.15. Félagslundur Fyrirlestur um fóðurkerfi og lausagönguhesthús, kynning á skammtagrindum fyrir hey sem henta jafnt fyrir reiðhesta í lausagöngu og í stíum en ennfremur fyrir útigang.
Kl. 12:00 Félagslundur Ingibjörg Markúsdóttir verður með kynningu á stafgöngu.
Kl .12:30 Gamli bærinn í Ölvisholti Til sýnis skammtagrindur fyrir hey sem henta jafnt fyrir reiðhesta í lausagöngu og í stíum en ennfremur fyrir útigang. Skammtagrindurnar eru búnar að vera í notkun síðan í vetur en um þessar mundir er verið að útbúa aðstöðu að hesthúsi þar sem hrossin geta sjálf valið hvort þau eru inni eða úti en hafa aðgang aðheyi 5-6 sinnum á sólarhring. Gengið er um 300 m frá holtinu. Skammtagrindurnar opna fyrir gjöf kl. 13.00.
Kl. 13:00 – 16:00 Ferðamannafjárhús Egilsstaðakoti Opið hús. Gestum gefst tækifæri á að skoða aðstöðuna í fjárhúsunum og kynna sér starfsemina.
Kl. 13:00 – 18:00 Tré og list Forsæti III Tré og list er lifandi listasmiðja sem varðveitir sögu hagleiks og uppfinninga. Kynnir tréskurðarlist og sérstakt handverk. Einnig verður opið hús á verkstæði Ólafs í Forsæti þar sem hann mun verða við vinnu ásamt listakonunni Siggu á Grund.
Kl. 14:00 Tré og list Forsæti III Opnun málverkasýningar Önnu Hrefnudóttur . Við opnunina verða blústónleikar. Garðar Harðarsson blússöngvari og gítarleikari og Þorleifur Guðjónsson bassaleikari og hugsanlega fleiri þekktir tónlistarmenn
Kl. 14:00-17:00 Íslenski bærinn að Austur Meðalholtum Boðið verður upp á skoðun á gamla bænum og framkvæmdum. Staðarhaldarar segja frá hvernig stofnunin er hugsuð.
Kl. 15:00 Íslenski bærinn að Austur Meðalholtum Fyrirlestur um íslenskan torfbæ og verkmenningu tengt honum. http://www.islenskibaerinn.com/
Kl. 20:30 Kvöldvaka í Þingborg Eyjólfur Eyjólfsson tenór mun syngja. Einnig munu Eyrún Jónasdóttir, Hlín Pétursdóttir, Magnea Gunnarsdóttir og Stefán Þorleifsson undirleikari vera með létta söngdagskrá. Hagyrðingar munu stíga á stokk og spurningakeppni verður á milli hina fornu hreppa í Flóanum. Aðgangseyrir 500.-
Sunnudagur 7. júní
Kl. 09:30 – 16:00: Vallarhjáleiga Eyðibýlið sem varð að sumarbústað. Skoðið safngripina í fjósinu, gamla traktora og nýuppgert gamaldags eldhús. Steyptir handmálaðir garðmunir til sölu, „Steypukúnst“.
Kl. 10:00 – 20:00 Sveitabúðin Sóley í Tungu er með mikið af fallegum vörum fyrir heimili og sumarbústaði. Sveitabúðin Sóley er nú 5 ára og býður 15 % afslátt af öllum vörum þessa helgi, heitt á könnunni og góður sumardrykkur.
Kl. 10:00-19:00 Félagsheimilið Þingborg Myndlistasýning Myndlistafélags Árnessýslu. Ýmis smádýr til sýnis og ungar skríða úr eggjum. Handverk og listaverk verða til sýnis bæði inni og úti, þar á meðal verður listamaðurinn Liston með sýningu á skúlptúrum við félagsheimilið. Saumastofa Jóku saumar á staðnum. Kvenfélag Hraungerðishrepps verður með kaffisölu.
Kl. 11:00 -17:00 Gaulverjaskóli Opið hús í Gaulverjaskóla þar sem nú er verið að setja á stofn farfuglaheimili. Unnið hefur verið að endurbótum á þessu gamla skólahúsi í vetur en þar verður rekin ferðaþjónusta. Allir velkomir að kynna sér endurbætur hússins og fyrirhugaða starfsemi.
Kl. 11:00 -17:00 Félagslundur Kvenfélag Gaulverjabæjarhrepps mun hrista margt fram úr erminni eins og þeim er von og vísa m.a verður sýning á sparifötum barna fyrr og nú, flóamarkaður. Þá verða sölubásar með ýmsu handverki á staðnum. Athugið að enginn posi fyrir greiðslukort er á staðnum.
Kl. 11:00 – 18:00 Þjórsárver. Skírnarkjólasýning í andyri sem spannar yfir meira en hundrað ára tímabil og ýmislegt fleira sem tengist skírn. Bútasaumaklúbbar verða með sýningu á sínum listasaumsverkum í sal. Nytjamarkaðurinn sem sló í gegn í fyrra verður á sínum stað á loftinu. Á vegum Kvennfélags Villingaholtshrepps verður súpa og brauð selt frá kl. 11:00-14:00 og kaffi og vöfflur frá kl. 14:00-18:00.
Kl. 13:00 – 17:00 Ullarvinslan Þingborg (Gamla Þingborg) Verslun með ullarvörur og margskonar annað handverk. Ljósmyndasýning verður í anddyri.
Kl. 13:00 – 18:00 Tré og list Forsæti III Tré og list er lifandi listasmiðja sem varðveitir sögu hagleiks og uppfinninga. Kynnir tréskurðarlist og sérstakt handverk. Sýning verður á málverkum Önnu Hrefnudóttir. Aðgangseyrir kr. 500.-
Kl. 13:30-17:00 Félagsheimilið Þingborg Atriði úr Sjóræningaprinsessunni. Sjóræningjarnir Kapteinn Gulltönn og Rommsvelgur stýrimaður úr sýningu Leikfélags Selfoss á Sjóræningjaprinsessunnihalda áfram sífelldri fjársjóðsleit sinni á Fjöri í Flóa og skemmta börnum á öllum aldri með leik og söng. Varúð – skiljið allt úr gulli eftir heima!
Eftir það verður Kvenfélag Hraungerðishrepps með handverksbingó . Allir vinningar eru handunnir gripir. Að lokum mun Ungmennafélagið Baldur vera með reiðhjólabrautarkeppni (hjól á staðnum) og aðra sveitalega leiki! Hoppukastali á
staðnum.
Alla helgina stendur yfir ratleikur um sveitarfélagið. Lykil að ratleiknum er hægt að fá í einhverju félagsheimilanna, Þingborg, Þjórsárveri eða Félagslundi. Skila þarf inn úrlausnum í síðasta lagi kl. 16:00 á sunnudeginum 7. júní í Þingborg. Úrslit verða birt á / strax eftir helgina.
Skila þarf inn úrlausnum úr ratleik í Þingborg í síðasta lagi kl 16:00.
Gestir hátíðarinnar eru hvattir til að nýta sér þær gönguleiðir sem í sveitarfélaginu eru um helgina. Uppdrætti með merktum gönguleiðum má nálgast í félagsheimilum Flóahrepps alla helgina og einnig hér.