Samkvæmt áætlun frá Hagstofu Íslands 1. apríl s.l. eru íbúar í Flóahreppi 598 talsins, þar af eru karlar 318 og konur 280.
Börn á aldrinum 0-5 ára eru 44 talsins og á aldrinum 6-16 ára 96 talsins. Börn og unglingar á aldrinum 0-16 ára eru því um 23,5% íbúa.
Samkvæmt áætlun frá Hagstofu Íslands 1. apríl s.l. eru íbúar í Flóahreppi 598 talsins, þar af eru karlar 318 og konur 280.
Börn á aldrinum 0-5 ára eru 44 talsins og á aldrinum 6-16 ára 96 talsins. Börn og unglingar á aldrinum 0-16 ára eru því um 23,5% íbúa. Þess má einnig til gamans geta að mannfjöldi á Íslandi er 319.326 þann 1. apríl samkvæmt áætlun Hagstofunnar.
Þannig eru íbúar Flóahrepps um 0,18% landsmanna.