Ársreikningur Flóahrepps fyrir árið 2008 var samþykktur samhljóða af sveitarstjórn 16. apríl s.l. að loknum tveimur umræðum.
Rekstarniðurstaða var jákvæð um rúmlega 32 milljónir.
Ársreikningur Flóahrepps fyrir árið 2008 var samþykktur samhljóða af sveitarstjórn 16. apríl s.l. að loknum tveimur umræðum.
Rekstarniðurstaða var jákvæð um rúmlega 32 milljónir.
Rekstur sveitarfélagsins skiptist í A og B hluta. Til A hluta telst starfsemi sem er að hluta eða öllu leyti fjármögnuð með skatttekjum. Hér er um að ræða Aðalsjóð og Eignasjóð.
Til B hluta teljast fjárhagslega sjálfstæð fyrirtæki í eigu sveitarfélagsins en rekstur þessara fyrirtækja er fjármagnaður með þjónustutekjum. Fyrirtæki sem falla undir B hluta starfsemi Flóahrepps eru vatnsveita og leiguíbúðir.
Rekstrartekjur kr. 378.624.667
Rekstrargjöld kr. 343.712.660
Fjármagnsgjöld umfram fjármunatekjur kr. 2.639.624
Rekstrarniðurstaða kr. 32.272.383
Eigið fé kr. 348.779.207
Skuldir kr. 152.588.867
Eignir kr. 501.368.074
Ársreikning í heild má nálgast hér