Undankeppni fyrir Stóru upplestrarkeppnina var haldin í Flóaskóla þriðjudaginn 24. febrúar. Sigurvegarar voru Sveinn Orri Einarsson og Einar Víglundur Kristjánsson, Hjördís Björg Viðjudóttir var valin sem varamaður.
Undankeppni fyrir Stóru upplestrarkeppnina var haldin í Flóaskóla þriðjudaginn 24. febrúar. Sigurvegarar voru Sveinn Orri Einarsson og Einar Víglundur Kristjánsson, Hjördís Björg Viðjudóttir var valin sem varamaður.
Dómarar voru Fanney Ólafsdóttir Hurðarbaki, Hilda Pálmadóttir Stóra-Ármóti og Stefán Geirsson Gerðum og eru þeim færðar þakkir frá skólanum fyrir vel unnin störf. Nemendur hafa nú smá tíma til undirbúnings fyrir Stóru upplestrarkeppnina en hún verður í Árnesi miðvikudaginn 11. mars kl. 15:00. Á myndinni eru sigurvegararnir ásamt dómnefnd og Huldu Kristjándóttur umsjónarkennara sínum.