• 480 4370
  • floahreppur@floahreppur.is
logo-vefurlogo-stickylogo-vefurlogo-vefur
  • STJÓRNSÝSLA OG SKÓLAR
    • Aðalskipulag Flóahrepps 2016-2028
    • Gjaldskrár
    • Skólar
    • Stofnanir
    • Eyðublöð – samþykktir – reglur
    • Skipulagsmál
    • Fundargerðir
  • ÞJÓNUSTA
    • Stefna Flóarhepps – flettibókin
    • Flóaljós
    • Gagnleg símanúmer
    • Vatnsveita
    • Félagsheimili
    • Hundafangari
    • Sorpflokkun – spurt og svarað
  • FERÐAÞJÓNUSTA
    • Áhugaverðir staðir
    • Gistimöguleikar
    • Afþreying, veitingar og verslun
    • Kort af Flóahreppi
    • Menningarferð um Flóahrepp
    • Bæklingur – The animation of Flóahreppur
  • MANNLÍF OG MENNING
    • Atvinnulíf
    • Félagasamtök
    • Áveitan
    • Viðburðir
    • Fjör í Flóa 2019
    • Tónahátíð félagsheimilanna 2018
  • FERÐAÞJÓNUSTA
    • Áhugaverðir staðir
    • Gistimöguleikar
    • Afþreying, veitingar og verslun
    • Kort af Flóahreppi
    • Menningarferð um Flóahrepp
    • Bæklingur – The animation of Flóahreppur
  • MANNLÍF OG MENNING
    • Atvinnulíf
    • Félagasamtök
    • Áveitan
    • Viðburðir
    • Fjör í Flóa 2019
    • Tónahátíð félagsheimilanna 2018
  • Heim
  • Fundargerðir sveitarstjórnar
  • Fundur sveitarstjórnar 11. mars 2009

Fundur sveitarstjórnar 11. mars 2009

12. mars 2009
Flokkar
  • Fundargerðir sveitarstjórnar
Stikkorð

Fundarstaður: Þingborg


Fundardagur: Miðvikudagur 11. mars 2009


Fundartími: 20:30 – 00:30


Fundarmenn:

Aðalsteinn Sveinsson, oddviti


Elín Höskuldsdóttir


Hallfríður Aðalsteinsdóttir


Guðmundur Stefánsson


Valdimar Guðjónsson


Einar Helgi Haraldsson


Jóhannes Hr. Símonarson


Margrét Sigurðardóttir, sveitarstjóri


Aðalsteinn Sveinsson stjórnaði fundi og Margrét Sigurðardóttir ritaði fundargerð.


Samþykkt að fundargerð verði rituð á tölvu sbr. 23. gr. sveitarstjórnarlaga.


Á fundi liggur frammi ársreikningur Hitaveitu Hraungerðishrepps fyrir árið 2008 og ársskýrsla Heilbrigðiseftirlits fyrir árið 2008.


Samþykkt að taka fyrir önnur mál.


Dagskrá:



  1. Skipulagsmál

a) Fundargerð skipulags-og byggingarnefndar dags. 26. febrúar 2009, aðalfundur skipulags-og byggingarfulltrúaembættis uppsveita Árnessýslu og Flóa bs., kostnaðar- og efnahagsyfirlit embættisins 2008, verkefnaáætlun 2009 og fjárhagsáætlun 2009


Lögð fram fundargerð skipulags-og byggingarnefndar Uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps dags. 26. febrúar 2009.


Varðandi mál 17 að þá hefur skilmálum deiliskipulagstillögunnar verið breytt síðan málið var tekið fyrir í skipulags- og byggingarnefnd á þann veg að hámarksbyggingarmagn minnkar, þ.e. íbúðarhús má vera 350 fm í stað 600 fm og útihús/geymsla/skemma má vera 1.000 fm í stað 2.000 fm.


Fundargerðir staðfestar með ofangreindri breytingu.


Lögð fram fundargerð aðalfundar skipulags-og byggingarfulltrúaembættis uppsveita Árnessýslu og Flóahrepps bs. dags. 28. janúar 2009.


Einnig lagt fram kostnaðar- og efnahagsyfirlit embættisins 2008, verkefnaáætlun 2009 og fjárhagsáætlun 2009.


b) Súluholt, sameining landspildna


Lagt fram bréf Helga Sigurðssonar og Guðmundar V. Sigurðssonar dags. 10. febrúar 2009 f.h. landeigenda Súluholts I og II og Súluholtshjáleigu þar sem óskað er eftir samþykki á samruna landsspildu með landnr. 216736 við Súluholtshjáleigu (landnr. 166391) og samruna landsspildu með landnr. 216735 við Súluholt I og II (landnr. 166385).


Sveitarstjórn samþykkir samruna landspildna í samræmi við ofangreinda lýsingu.


c) Vorsabær, sameining landspildna


Lagt fram bréf Unnar Stefánsdóttur dags. 30. janúar 2009 þar sem óskað er eftir meðmælum sveitarstjórnar á landsskiptum tveggja lóða úr landi Vorsabæ (6.701,3 fm og 1.029,42 fm) sbr. meðfylgjandi uppdrátt. Gert er ráð fyrir að sameina lóðirnar landinu Vorsabæjarholti (landr. 165518).


Sveitarstjórn samþykkir landsskiptin skv. 30. gr. skipulags- og byggingarlaga sem og sameiningu lóðanna við Vorsabæjarholt.


d) Deiliskipulag við Flóaskóla/Þjórsárver


Rætt um deiliskipulagshugmyndir við Flóaskóla/Þjórsárver.


Sveitarstjórn samþykkir að óskað verði eftir verðhugmyndum í deiliskipulag svæðisins sem er um það bil 5 ha að stærð.



  1. 3. ára fjárhagsáætlun, fyrri umræða

Tekin til fyrri umræðu, 3. ára fjárhagsáætlun Flóahrepps.


Sveitarstjórn samþykkir að vísa málinu til seinni umræðu.



  1. Erindi frá búfjáreftirlitsmanni vegna gjaldskrár um búfjáreftirlitsgjöld

Lagt fram erindi frá búfjáreftirlitsmanni í sveitarfélaginu vegna ófullnægjandi kynningar á gjaldtöku fyrir ósendar skýrslur vegna búfjáreftirlits.


Sveitarstjórn samþykkir að falla frá gjaldtöku vegna búfjáreftirlits til næsta hausts fyrir þá aðila sem ekki skiluðu skýrslu um búfjáreftirlit s.l. haust. Jafntframt er ákveðið að gjaldtaka verði tekin upp haustið 2009.



  1. Verksamningur vegna vatnsveitu Flóahrepps

Lögð fram drög að samningi við verktaka um umsjón með eftirliti og viðhaldi á vatnsveitu Flóahrepps og símavöktun.


Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi drög og felur að ganga frá samningi við verktaka.


Aðalsteinn og Hallfríður víkja af fundi við afgreiðslu.



  1. Vegamál

Samkvæmt tölvupósti frá Vegagerðinni dags. 27. febrúar 2009 er talið ólíklegt að farið verði í framkvæmdir við Oddgeirshólaveg nr. 304 eins og samgönguáætlun 2007-2010 gerir ráð fyrir.


Framkvæmdum hefur nú þegar verið frestað einu sinni en upphaflega var gert ráð fyrir því að farið yrði í þær á árinu 2008.


Sveitarstjórn telur það óásættanlegt að ekki verði farið í fyrirhugaðar framkvæmdir og skorar á samgönguyfirvöld og frambjóðendur kjördæmisins að beita sér fyrir því að staðið verði við áformaða áætlun um framkvæmdir við Oddgeirshólaveg.


Vegbætur í sveitarfélaginu hafa alla tíð setið á hakanum þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir og ályktanir sveitarstjórnar og við það verður ekki unað.



  1. Umsóknir um námsvist utan lögheimilissveitarfélags

Lagt fram samþykki Menntasviðs Reykjavíkur fyrir námsvist nemanda með lögheimili í Reykjavík í Flóaskóla í 4,5 mánuði á vorönn 2009.


Fyrir fundi liggur jákvæð umsögn skólastjóra Flóaskóla.


Sveitarstjórn samþykkir erindið með fyrirvara um að lögheimilissveitarfélagið greiði fyrir námsvist nemendans, akstur hans og annan viðbótarkostnað sem til kann að falla vegna námsvistarinnar.


Einnig er gerður fyrirvari um samþykki fræðslunefndar.


Jafnframt er lagt fram samþykki frá bæjarstjórn Seyðisfjarðar um námsvist nemanda með lögheimili á Seyðisfirði í Flóaskóla til loka vorannar 2009.


Fyrir fundi liggur umsögn fræðslunefndar sem leggur til að beiðni um námsvist nemandans verði samþykkt.


Sveitarstjórn samþykkir erindið með fyrirvara um að lögheimilissveitarfélagið greiði fyrir námsvist nemendans og annan viðbótarkostnað sem til kann að falla vegna námsvistarinnar.


Sveitarstjórn felur fræðslunefnd að gera drög að vinnureglum um námsvistun utanlögheimilisnemenda fyrir næsta skólaár.



  1. Gegnir, bókasafnskerfi

Lagður fram tölvupóstur dags. 5. mars frá Landskerfi bókasafna hf. um aðild sveitarfélagsins að bókasafnskerfinu Gegni.


Sveitarstjórn samþykkir að kaupa hlut í félaginu og greiða fyrir þjónustusamning samkvæmt fyrirliggjandi erindi.



  1. Beiðni frá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra

Lagt fram erindi frá Styrktarfélagi lamaðra og fatlaðra dags. 21. janúar 2009 þar sem óskað er eftir framlagi sveitarfélagsins vegna sumar- og helgardvalar fatlaðra barna í Reykjadal.


Sveitarstjórn samþykkir að greiða allt að 35.000 kr.



  1. Beiðni frá Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra Suðurlandi

Lagt fram erindi frá undirbúningshópi Starfsendurhæfingar Suðurlands dags. 15. febrúar 2009.


Sveitarstjórn sér ekki færi á stuðningi að svo stöddu.



  1. Fundargerðir:

a) Sveitarstjórnar


Fundargerðir sveitarstjórnar dags. 4. febrúar 2009 og 17. febrúar 2009 lagðar fram.


b) Fræðslunefndar


Fundargerð fræðslunefndar dags. 19. febrúar 2009 lögð fram og hún staðfest.


c) Félagsmálanefndar


Fundargerð félagsmálanefndar dags. 3. febrúar 2009 lögð fram.


Einnig lögð fram drög að reglum um ferðaþjónustu fatlaðra í uppsveitum Árnessýslu og Flóa.


Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi reglur um ferðaþjónustu.


d) Rekstrarstjórnar félagsheimila


Fundargerð rekstrarstjórnar félagsheimila dags 10. febrúar 2009 lögð fram.



  1. Til kynningar:

e) 281. fundur Atvinnuþróunarfélags Suðurlands dags. 4. febrúar 2009


f) 1. og 2. fundur Almannavarna Árnessýslu


g) 93. fundur Brunavarna Árnessýslu


h) 112. fundur Skólaskrifstofu Suðurlands


i) 116. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurlands


j) 28. aukaaðalfundur Atvinnuþróunarfélags Suðurlands


k) Erindi frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga dags. 20. febrúar 2009


l) Fundarboð frá Íslenskum orkurannsóknum


m) Erindi frá SEEDS dags. 10. febrúar 2009


n) Erindi frá Samgönguráðuneytinu dags. 16. febrúar 2009


o) Samþykkt fyrir umhverfisnefnd Flóahrepps


p) Tillaga frá 63. ársþingi KSÍ dags. 14. Febrúar 2009


q) Erindi frá Herbert Snorrasyni dags. 3. mars 2009


r) Landráðsstefna um Staðardagskrá 21



  1. Önnur mál:

a) Kynning á umhleðslu-og flokkunarstöð á Suðurlandi dags. 3. mars 2009


Lögð fram fundargerð Sorpstöðvar Suðurlands dags. 3. mars 2009 þar sem kynntar voru hugmyndir Sorpstöðvar að umhleðslu-og flokkunarstöð. Stofnkostnaður er áætlaður 361 milljón kr. Í fundargerð er einnig tekið fram að brýnt sé að sveitarfélög skili inn upplýsingum um hvort þau ætli að vera aðilar að flokkunar og umhleðslustöð, hvaða úrgangstegundir sveitarfélög vilji að Sorpstöðin taki við og ráðstafi og hvaða önnur verkefni sveitarfélög vilji að Sorpstöðin annist.


Óskað var eftir því af fulltrúum þeirra sveitarfélaga sem mættu á fundinn að Sorpstöðin skoði þann möguleika með sveitarfélaginu Ölfusi hvort til greina komi að endurskoða samkomulag um lok urðunar á Kirkjuferjuhjáleigu.


b) Staðsetning fjöldahjálparstöðvar í Flóahreppi


Á fundi Almannavarnarnefndar Árnessýslu 30. janúar 2009 urðu umræður um fjöldahjálparstöðvar í aðildarsveitarfélögum.


Sveitarstjórn Flóahrepps hefur áhuga á að skoða möguleika þess að hafa fjöldahjálparstöð í Flóaskóla.


c) Beiðni um umsögn vegna umsóknar um rekstrarleyfi


Tekin fyrir beiðni frá Sýslumanninum á Selfossi dags. 9. mars 2009 um umsögn vegna umsóknar rekstrarleyfis í Gaulverjaskóla.


Sveitarstjórn gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaðan afgreiðslutíma og staðsetningu staðarins.


d) Lýsing við Flóaveg að Laugardælaafleggjara


Sveitarstjórn óskar eftir því að Vegagerðin fjölgi ljósastaurum við Flóaveg austan við Selfoss.


e) Hitaveitumál


Rætt um hitaveitumál.



Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 00:30



Aðalsteinn Sveinsson, oddviti (sign)


Elín Höskuldsdóttir (sign)


Guðmundur Stefánsson (sign)


Valdimar Guðjónsson (sign)


Einar Helgi Haraldsson (sign)


Hallfríður Aðalsteinsdóttir (sign)


Jóhannes Hr. Símonarson (sign)


Margrét Sigurðardóttir, sveitarstjóri (sign)

Deila
Skrifstofa Flóahrepps er opin frá kl. 09:00 - 16:00 mánudaga - fimmtudaga og 09:00 - 13:00 á föstudögum.
Síminn 480 4370 er opinn frá kl. 09:00 - 13:00 alla virka daga.

    Nafn (nauðsynlegt)

    Netfang (nauðsynlegt)

    Efni

    Skilaboð