Árshátíðin verður haldin fimmtudagskvöldið 2. apríl kl. 20:00 í Félagslundi. Dagskráin verður vönduð en nemendur hafa undanfarið æft stytta útgáfu af Kardimommubænum. Allir nemendur skólans koma að leik, söngvum, förðun og leikbúningum eða vinnu við sviðsmynd og skreytingar á sal.
Árshátíðin verður haldin fimmtudagskvöldið 2. apríl kl. 20:00 í Félagslundi. Dagskráin verður vönduð en nemendur hafa undanfarið æft stytta útgáfu af Kardimommubænum. Allir nemendur skólans koma að leik, söngvum, förðun og leikbúningum eða vinnu við sviðsmynd og skreytingar á sal.
Auk þess munu 7. bekkingar bjóða nýútgefið skólablað sitt til sölu á kr. 500 og nemendur í 4.-5. bekk munu halda tombólu í anddyri Félagslundar til styrktar ABC barnahjálp. 7. bekkingar munu einnig koma okkur á óvart með stuttu heimatilbúnu atriði við upphaf dagskrár! Að venju eru foreldrar beðnir um að koma með köku eða annað kaffimeðlæti á hlaðborðið okkar en kaffi og djús verður í boði skólans. Munið að taka með ykkur reiðufé til að kaupa skólablað og tombólumiða, enginn posi ! Dagskráin er frábær og hefst stundvíslega kl. 20:00 🙂 Allir sveitungar velkomnir – Góða skemmtun!