Undanfarnar vikur hafa Ungmennafélögin í Flóahreppi staðið í ströngu við æfingar og uppsetningu á leikritinu Páskahret eftir Árna Hjartarson í leikstjórn Jóns Stefáns Kristjánssonar.
Undanfarnar vikur hafa Ungmennafélögin í Flóahreppi staðið í ströngu við æfingar og uppsetningu á leikritinu Páskahret eftir Árna Hjartarson í leikstjórn Jóns Stefáns Kristjánssonar. Nú styttist í að árangur erfiðisins komi í ljós og verður leikritið frumsýnt föstudaginn 27. febrúar í Þingborg. Fyrstu sýningar eru sem hér segir:
Frumsýning föstudaginn 27. febrúar kl. 20:30 í Þingborg
2. sýning sunnudaginn 1. mars kl. 20:30 í Þingborg
3. sýning föstudaginn 6. mars kl. 20:30 í Þingborg
4. sýning laugardaginn 7. mars kl. 20:30 í Þingborg
5. sýning sunnudaginn 8. mars kl. 20:30 í Þingborg.
Miðapantanir eru í síma 892-4155.