Hið sameiginlega þorrablót skemmtinefndar Sandvíkurhrepps og Umf. Baldurs verður haldið í Þingborg laugardaginn 31. janúar n.k. Húsið opnar kl. 20:00 og borðhald hefst kl. 20:30.
Hið sameiginlega þorrablót skemmtinefndar Sandvíkurhrepps og Umf. Baldurs verður haldið í Þingborg laugardaginn 31. janúar n.k. Húsið opnar kl. 20:00 og borðhald hefst kl. 20:30.
Blótið hefst með því að bornar verða fram þjóðlegar kræsingar eins og hver getur í sig látið. Þá verður slegið á létta strengi og rifjuð upp ýmis afrek nýliðins árs. Hin bráðfjöruga hljómsveit Stuðlabandið sér svo um danstónlistina langt fram eftir nóttu.
Miðapantanir berist í síðasta lagi sunnudaginn 25. janúar í síma
894-1077 (Aldís, Litlu – Sandvík) eða 898-9129 (Sigurður, Fossmúla), eða 867-3538 (Baldur Gauti) eða 482-1017 / 866-8737 (Haukur, Stóru-Reykjum). Miðaverði verður stillt í hóf.
Ef fólk vill nota rútu til og frá blótinu þarf að panta hana um leið og miðana, og gefa þá upp hve margir eru á hverjum stað.
Sækja skal pantaða miða miðvikudag 28. janúar frá kl. 17 – 21 eða laugardaginn 31. janúar frá kl. 11 – 14 í Þingborg, en í Sandvíkurhreppi á bæina sem nefndir voru, samkvæmt samkomulagi. Athugið að miðar verða ódýrari í forsölu.
Rúta fer frá Horninu á Selfossi kl. 19:45 og þaðan um Hraungerðishrepp (Langholtshringinn). Einnig mun rúta fara um austursveitina bæði á blót og heim ef næg þátttaka fæst. Á heimleiðinni fara 2 rútur frá Þingborg, önnur rútan fer fyrst um Sandvíkurhrepp og endar á Selfossi, hin fer sömu leið um Hraungerðishreppinn og á blótið.
Góða skemmtun! Skemmtinefnd Sandvíkurhrepps og Umf. Baldur