Sveitarstjórn Flóahrepps hefur samþykkt fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2009.
Áætlunin gerir ráð fyrir eftirfarandi í þús. kr.:
Sveitarstjórn Flóahrepps hefur samþykkt fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2009.
Áætlunin gerir ráð fyrir eftirfarandi í þús. kr.:
Útsvarsprósenta hækkar frá fyrra ári og verður 13,28% af útsvarsstofni en Alþingi samþykkti þann 20. desember sl. lög um ráðstafanir í ríkisfjármálum sem fela meðal annars í sér hækkun hámarksútsvars um 0,25 prósentustig, þ.e. úr 13,03% af útsvarsstofni í 13,28%, sbr. 3. gr. laganna.
Flóahreppur er háður framlögum frá Jöfnunarsjóði en sjóðurinn hefur heimild til að lækka framlög þeirra sveitarfélaga sem ekki fullnýta tekjustofna.
Í áætlun var gert ráð fyrir 5% lækkun útsvars, óbreyttum fasteignaskatti og lóðarleigu og að fjármagnsgjöld hækki um 10%.
Rekstrarkostnaði verður haldið í lágmarki árið 2009 og reynt eftir fremsta megni að leita leiða til að skera niður kostnað.
Gert verður ráð fyrir 5% samningsbundnum hækkunum launa og 0,5% hækkun mótframlags í A-deild LSS.
Gert er ráð fyrir lágmarksviðhaldi fasteigna á árinu en kappkostað að ljúka því sem eftir var af áætlaðri viðhaldsvinnu fasteigna sveitarfélagsins 2008.
Einnig var samþykkt að láta tæma rotþrær við heimili og stofnanir í sveitarfélaginu á þriggja ára fresti frá og með árinu 2009.
Gjaldskrá er ætlað að taka mið af raunkostnaði við losun rotþróa og skiptist í þrjár greiðslur á þremur árum fyrir eina losun. Fengið var tilboð í losun frá viðurkenndum verktaka en einnigþarf að greiða fyrir urðun seyru.
Greiðsla á hverju ári er 7.000 kr. eða 21.000 kr. heildargjald fyrir hverja losun samkvæmt samþykkt sveitarstjórnar frá 21. janúar s.l.