Sveitarstjóri og oddviti hafa fundað í nokkur skipti undanfarna mánuði með fulltrúum Ásahrepps og Rangárþings ytra í tengslum við hugmyndir um sameiginlegar vatnsveituframkvæmdir.
Sveitarstjóri og oddviti hafa fundað í nokkur skipti undanfarna mánuði með fulltrúum Ásahrepps og Rangárþings ytra í tengslum við hugmyndir um sameiginlegar vatnsveituframkvæmdir.
Fulltrúar Skeiða-og Gnúpverjahrepps hafa einnig setið síðustu fundi en sveitarstjórn Skeiða-og Gnúpverjahrepps mun taka ákvörðun um hvort af áframhaldandi viðræðum verði á næstu vikum.
Fyrir liggur samþykki frá sveitarstjórn Flóahrepps um viðræður við vatnsveitu Ásahrepps og Rangárþings ytra í tengslum við vatnsöflun.
Viðræður hafa gengið út frá þeim forsendum að vatn verði virkjað úr svokölluðu Kerauga í Holtum en sýni úr þeim lindum gefa til kynna að þar sé nóg af góðu vatni.
Afar brýnt er að fá meira og betra vatn í Flóahrepp en eins og íbúar þekkja hefur neysluvatn verið misgott úr vatnslindum sveitarfélagsins og borið hefur á vatnsþurrð undanfarin tvö sumur.
Mikill kostnaður liggur í vinnu við viðhald dreifiveitu, vatnsöflun og dælingu.
Á síðasta fundi fulltrúa sveitarfélaganna var lög fram greinargerð KPMG um valkosti varðandi rekstrarform og þáttöku sveitarfélaganna fjögurra í rekstri og uppbyggingu vatnsveitu.
Í greinargerð voru settir fram fimm valmöguleikar rekstrarforms:
Sveitarstjórn Flóahrepps hefur samþykkt að stefnt verði að því að fara leið 2 samkvæmt greinargerðinni.