Nú erum við að hefja fundarröð þar sem haldnir verða fundir á sjö stöðum á Suðurlandi með aðilum í matartengdri ferðaþjónustu, eigendum lítilla og meðalstórra matvælafyrirtækja og fólki sem hefur áhuga á verkefninu Beint frá býli til að þeir geti sameinast og stillt saman strengi sína.
Nú erum við að hefja fundarröð þar sem haldnir verða fundir á sjö stöðum á Suðurlandi með aðilum í matartengdri ferðaþjónustu, eigendum lítilla og meðalstórra matvælafyrirtækja og fólki sem hefur áhuga á verkefninu Beint frá býli til að þeir geti sameinast og stillt saman strengi sína.
Sjaldan hefur verið jafn nauðsynlegt og nú að styrkja undirstöður atvinnulífs Íslendinga, en ferðaþjónustan er vissulega ein af styrkustu stoðum okkar. Á fundina mæta þeir sem staðið hafa að undirbúningi stofnunar matarklasans, þau:
Bjarki Hilmarsson, matreiðslumaður Geysir
Anna Árnadóttir, Gónhól Eyrabakka
Pétur Andrésson, Rauða húsinu Eyrarbakka.
Fundirnir verða sem hér segir og hefjast allir kl 16.00:
Selfoss 10. nóvember Hótel Selfossi
Uppsveitir 13. nóvember Hótel Geysir
Klaustur 17. nóvember Hótel Klaustur
Skógar 18. nóvember Hótel Skógar
Rangárþing 24. nóvember Hótel Rangá
Vestmannaeyjar 25. nóvember Conero
Sameiginlegur fundur 1. desember Hótel Hvolsvöllur
Væntum við þess að fulltrúar frá atvinnumála- og menningarmálanefndum og aðrir þeir sem tengjast matartengdri ferðaþjónustu sjái sér fært að sækja þessa fundi.
Vitað er að margir aðilar eru að vinna beint og óbeint að því að efla matartengda ferðaþjónustu á Suðurlandi, það þarf að sameina krafta þessa fólks til að ná meiri árangri.
Verkefni þetta er styrkt af Vaxtarsamningi Suðurlands og Vestmannaeyja.
Inga Þyri Kjartansdóttir
Verkefnisstjóri matarklasa Suðurlands