Miðvikudaginn 19. nóvember fóru börn á Tígradeild og eldri börn á Strumpadeild í menningarferð á Selfoss.
Miðvikudaginn 19. nóvember fóru börn á Tígradeild og eldri börn á Strumpadeild í menningarferð á Selfoss.
Ferðinni var heitið á bókasafnið þar sem var tekið vel á móti okkur, börnin fengu að hlusta á skemmtilegar sögur og skoða og fá að láni nokkrar bækur. Því næst var ferðinni heitið á Kaffi Krús þar sem börnin fengu heitt kakó og jólasmákökur í boði hússins. Þar var mikið stuð og lék Mummi áKaffi Krús nokkur lög fyrir börnin á Uku-lele sem er gítar ættaður frá Hawaii. Börnin sungu með og var þessi heimsókn mjög skemmtileg.