Framkvæmdanefnd verkefnisins Þjórsársveita hélt opinn kynningarfund á Laugalandi í Ásahrepp að kvöldi 25. nóvember. Var það til samræmis við vilja Framkvæmdanefndar að starf hennar eigi að vera opið og gagnsætt íbúum sveitarfélaganna. Á fundinn mættu góðir gestir þó að ósekju hefðu fleiri íbúar mátt láta málið sig varða.
Framkvæmdanefnd verkefnisins Þjórsársveita hélt opinn kynningarfund á Laugalandi í Ásahrepp að kvöldi 25. nóvember. Var það til samræmis við vilja Framkvæmdanefndar að starf hennar eigi að vera opið og gagnsætt íbúum sveitarfélaganna. Á fundinn mættu góðir gestir þó að ósekju hefðu fleiri íbúar mátt láta málið sig varða.
Fundinum stjórnaði Eydís Þorbjörg Indriðadóttir, oddviti og sveitarstjóri gestgjafanna. Kynnti hún Örn Þórðarson, sveitarstjóra Rangárþings ytra, sem hélt ávarp fyrir hönd Framkvæmdanefndar og endaði mál sitt á að lesa upp ályktun um atvinnumál frá ársþingi SASS fyrr í mánuðinum. Í ályktunni kemur fram: „…lýsir ársþing SASS 2008 því yfir að ekki verði fallist á að sunnlensk orka verði nýtt til stóriðjuuppbyggingar utan landsfjórðungsins. Auðlindanýting og orkuframleiðsla á Suðurlandi krefjist fórna, sem ekki er ásættanleg, nema með áþreifanlegum ávinningi fyrir sunnlenskt samfélag.“
Því næst kynnti Hrafn Þórðarson, verkefnisstjóri Þjórsársveita, stöðu verkefnisins, hvað hefði verið gert og hvaða verk biði Framkvæmdanefndar. Í máli sínu lagði hann helsta áherslu á nýútkominn bækling Þjórsársveita sem ætlunin er að nýta vel á komandi mánuðum til að kynna markmið Framkvæmdanefndar um uppbyggingu atvinnutækifæra í orkufrekum iðnaði innan Þjórsársveitarfélaganna. Bæklingurinn er aðgengilegur hér á vef Þjórsársveita.
Að loknum erindum var efnt til opinna umræðna um verkefnið Þjórsársveitir með fundargestum. Voru þær með ágætum og líklegar til að stuðla að því að sem víðtækust sátt náist um markmið Framkvæmdanefndar. En Framkvæmdanefnd ítrekaði enn og aftur að verkefnið Þjórsársveitir skal ekki túlka sem stuðning við virkjanaframkvæmdir í Þjórsá. Markmið Framkvæmdanefndar miðast við að ef til þess kemur að virkjað verður í Þjórsá eigi að starfa að því markmiði að orkan nýtist til atvinnuuppbyggingar við uppsprettu sína.
Fundargestir komu með margar gagnlegar ábendingar um nýtingu orkunnar, ekki síst til að hlúa að undirstöðuatvinnuvegi sveitarfélaganna. Orka Þjórsár getur hæglega nýst í landbúnaði og full ástæða til að skoða þau mál til hlítar. Almennt voru fundargestir ánægðir með að sjá sveitarfélögin fjögur starfa saman sem eitt og lýstu ánægju sinni með það. Voru nefndarmenn hvattir til þess að halda samstarfi sínu áfram og hlúa að því.
Kynningarbæklingur Þjórsársveita
Þjórsársveitir kynntu í dag markmið mitt sitt um nýtingu orku Þjórsár til atvinnuuppbyggingar í orkufrekum iðnaði við uppsprettu orkunnar. Þjórsársveitir eru verkefni sem Framkvæmdanefnd Þjórsársveita stendur fyrir en nefndin er skipuð af sveitarstjórnum sveitarfélaga sem eiga lönd að bökkum Þjórsár. Sveitarfélögin eru: Ásahreppur, Flóahreppur, Rangárþing ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppur.
Þjórsársveitir kynntu í dag markmið mitt sitt um nýtingu orku Þjórsár til atvinnuuppbyggingar í orkufrekum iðnaði við uppsprettu orkunnar. Þjórsársveitir eru verkefni sem Framkvæmdanefnd Þjórsársveita stendur fyrir en nefndin er skipuð af sveitarstjórnum sveitarfélaga sem eiga lönd að bökkum Þjórsár. Sveitarfélögin eru: Ásahreppur, Flóahreppur, Rangárþing ytra og Skeiða- og Gnúpverjahreppur.