Á síðasta fundi sveitarstjórnar var endurskoðuð fjárhagsáætlun ársins 2008 og yfirlit yfir helstu breytingar á áður samþykktri áætlun, samþykkt.
Á síðasta fundi sveitarstjórnar var endurskoðuð fjárhagsáætlun ársins 2008 og yfirlit yfir helstu breytingar á áður samþykktri áætlun, samþykkt.
Gert er ráð fyrir að rekstrarniðurstaða aðalsjóðs hækki úr 41.533 þús kr. í 48.691 þús kr. og að samantekt A og B hluta lækki úr 18.041 þús kr. í 175 þús kr.
Fjárfesting lækkar úr 56.500 þús kr. í 44.000 þús kr.
Ástæða hækkunar á rekstrarkostnaði aðalsjóðs er meðal annars launahækkun kennara samkvæmt kjarasamningi og hækkun á fjármagnskostnaði.
Endurskoðaða fjárhagsáætlun Flóahrepps fyrir árið 2008 má sjá undir stjórnsýsla, fjárhagsáætlanir og ársreikningar.