Sveitarstjórn Flóahrepps hefur samþykkt að kennsla verði fyrir 8. bekk í Flóaskóla frá haustinu 2009 en í dag er unglingum sveitarfélagsins í 8. - 10. bekk kennt í Vallaskóla, Árborg samkvæmt samningi milli Flóahrepps og Árborgar.
Reiknað er með að kennsla 8. bekkjar fari að mestu leyti fram í félagsheimilinu Þjórsárveri næsta skólaár.
Sveitarstjórn Flóahrepps hefur samþykkt að kennsla verði fyrir 8. bekk í Flóaskóla frá haustinu 2009 en í dag er unglingum sveitarfélagsins í 8. – 10. bekk kennt í Vallaskóla, Árborg samkvæmt samningi milli Flóahrepps og Árborgar.
Reiknað er með að kennsla 8. bekkjar fari að mestu leyti fram í félagsheimilinu Þjórsárveri næsta skólaár.
Jafnframt er stefnt að því að allt grunnskólastigið verði við Flóaskóla og verður hafist handa við undirbúning þessa hið fyrsta.Hér er um stóra og metnaðarfulla ákvörðun að ræða, ekki síst á tímum efnahagsþrenginga og samdráttar í þjóðfélaginu.
Ljóst er að mikil undirbúningsvinna og margvísleg úrlausnarefni eru framundan við undirbúning verkefnisins.
Stýrihópur, sem í eiga sæti skólastjóri, formaður fræðslunefndar, fulltrúi sveitarstjórnar, umsjónarmaður fasteigna og sveitarstjóri, hefur verið að störfum síðan s.l. vor.
Ákveðið var að fá til starfa fagaðila til að horfa hlutlaust á það svæði sem til umráða er varðandi uppbyggingu og þær byggingar sem eru til staðar í nágrenni Flóaskóla, meta það, leggja drög að úttekt með stækkun í huga og koma með tillögu að breytingum eða viðbótum. Horfa þyrfti á notagildi bygginga þannig að öll hugsanleg uppbygging yrði sem hagstæðust kostnaðarlega.
Stýrihópur hitti formenn ungmennafélaga og formann kvenfélags Villingaholtshrepps og skoðaði með þeim hugmyndir að íþróttahúsi og breytingar á Þjórsárveri, notkun og aðstöðu en ungmennafélögin hafa lýst yfir miklum áhuga á uppbyggingu íþróttaaðstöðu í sveitarfélaginu.
Ari Guðmundsson og Ingunn Gunnarsdóttir hjá VST-Rafteikningu unnu þarfagreiningu þar sem horft var til væntanlegs nemendafjölda, rýmisþarfar til kennslu, ástand núverandi mannvirkja Flóaskóla og Þjórsárvers ásamt fleiru. Þá var fyrirkomulag, form og staðsetning á viðbyggingu ásamt íþróttahúsi skoðað. Haft var að leiðarljósi hagkvæmni og góð nýting sem falli vel að starfsemi skólans.
Stefnt er að því að kynna hugmyndir að uppbyggingu fyrir íbúum Flóahrepps á næstunni.