• 480 4370
  • floahreppur@floahreppur.is
logo-vefurlogo-stickylogo-vefurlogo-vefur
  • STJÓRNSÝSLA OG SKÓLAR
    • Aðalskipulag Flóahrepps 2016-2028
    • Gjaldskrár
    • Skólar
    • Stofnanir
    • Eyðublöð – samþykktir – reglur
    • Skipulagsmál
    • Fundargerðir
  • ÞJÓNUSTA
    • Stefna Flóarhepps – flettibókin
    • Flóaljós
    • Gagnleg símanúmer
    • Vatnsveita
    • Félagsheimili
    • Hundafangari
    • Sorpflokkun – spurt og svarað
  • FERÐAÞJÓNUSTA
    • Áhugaverðir staðir
    • Gistimöguleikar
    • Afþreying, veitingar og verslun
    • Kort af Flóahreppi
    • Menningarferð um Flóahrepp
    • Bæklingur – The animation of Flóahreppur
  • MANNLÍF OG MENNING
    • Atvinnulíf
    • Félagasamtök
    • Áveitan
    • Viðburðir
    • Fjör í Flóa 2019
    • Tónahátíð félagsheimilanna 2018
  • FERÐAÞJÓNUSTA
    • Áhugaverðir staðir
    • Gistimöguleikar
    • Afþreying, veitingar og verslun
    • Kort af Flóahreppi
    • Menningarferð um Flóahrepp
    • Bæklingur – The animation of Flóahreppur
  • MANNLÍF OG MENNING
    • Atvinnulíf
    • Félagasamtök
    • Áveitan
    • Viðburðir
    • Fjör í Flóa 2019
    • Tónahátíð félagsheimilanna 2018
  • Heim
  • Fundargerðir sveitarstjórnar
  • 53. fundur sveitarstjórnar Flóahrepps

53. fundur sveitarstjórnar Flóahrepps

19. nóvember 2008
Flokkar
  • Fundargerðir sveitarstjórnar
Stikkorð

 

 


Fundarstaður: Þingborg         


Fundardagur:  Miðvikudagur 19. nóvember 2008


Fundartími:                 20:30 – 23.30


Fundarmenn:              Aðalsteinn Sveinsson, oddviti


Guðbjörg Jónsdóttir


Björgvin Njáll Ingólfsson


                                    Guðmundur Stefánsson


Valdimar Guðjónsson


Einar Helgi Haraldsson


Jóhannes Hr. Símonarson


Margrét Sigurðardóttir, sveitarstjóri



Aðalsteinn Sveinsson stjórnaði fundi og Margrét Sigurðardóttir ritaði fundargerð.


Gestir fundar eru Kristín Sigurðardóttir, skólastjóri og Elín Höskuldsdóttir, formaður fræðslunefndar.


Samþykkt að fundargerð verði rituð á tölvu sbr. 23. gr. sveitarstjórnarlaga.


Sveitarstjórn samþykkir að taka fyrir önnur mál.


 


Dagskrá:



  1. Skólamál
    Á síðasta fundi sveitarstjórnar var umræðu um skólamál frestað og samþykkt að óska eftir því að skólastjóri upplýsi sveitarstjórnarmenn um ýmis atriði varðandi rekstur og fyrirkomulag ef unglingadeild verður stofnuð við Flóaskóla.

Gestir fundar eru Kristín Sigurðardóttir skólastjóri og Elín Höskuldsdóttir formaður fræðslunefndar.


Kristín lagði fram drög að áætlaðri aukningu rekstrarkostnaðar vegna 8. – 10. bekkjar.


Rætt var um faglegt og félagslegt starf ásamt samstarfi við aðra sambærilega skóla. Einnig var rætt um byggingarkostnað og fjármögnunarmöguleika.


Elín lagði fram til kynningar, niðurstöður viðhorfskönnunar sem lögð var fyrir foreldra.


Sveitarstjórn samþykkir að kennsla skuli vera fyrir 8. bekk í Flóaskóla frá haustinu 2009.


Sveitarstjórn samþykkir jafnframt að stefnt skuli að því að allt grunnskólastig verði við Flóaskóla.


Hafist verður handa við undirbúning vegna ofangreinds hið fyrsta.



  1. Erindi frá starfsmönnum leikskóla
    Lagt fram til kynningar, erindi frá starfsmönnum leikskólans Krakkaborgar vegna breytinga á húsnæði leikskólans.
    Gestir yfirgefa fund.
  2. Rekstrarform vatnsveitu, tillögur
    Fyrir fundi liggur greinargerð KPMG um valkosti varðandi rekstrarform og þáttöku sveitarfélaganna Rangárþings ytra, Ásahrepps, Flóahrepps og Skeiða-og Gnúpverjahrepps í rekstri og uppbyggingu vatnsveitu.
    Í greinargerð voru settir fram fimm valmöguleikar rekstrarforms:
    1.      Uppbygging Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps með hliðsjón af þörfum innan sveitarfélaganna tveggja.
    2.      Uppbygging Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps með hliðsjón af þörfum innan sveitarfélaganna tveggja og með það að markmiði að selja vatn til nágrannasveitarfélaganna.
    3.      Uppbygging Vatnsveitu Rangárþings ytra og Ásahrepps með það að markmiði að taka yfir rekstur og upbyggingu vatnsveitna í Flóahreppi og/eða Skeiða- og Gnúpverjahreppi.
    4.      Rangárþing ytra og Ásahreppur hefji formlegt samstarf við Flóahrepp og/eða Skeiða- og Gnúpverjahrepp um rekstur vatnsveitna í sveitarfélögunum.
    5.      Sveitarfélögin sameinist.
    Einnig lagðir fram minnispunktar af fundi sem haldinn var á Leirubakka 22. október s.l. með fulltrúum sveitarstjórna Ásahrepps, Flóahrepps, Rangárþings ytra og Skeiða- og Gnúpverjahrepps.
    Sveitarstjórn samþykkir að stefnt verði að því að fara leið 2 samkvæmt fyrirliggjandi greinargerð.
  3. Aðreinar við þjóðveg 1
    Sveitarstjórn Flóahrepps skorar á samgönguyfirvöld að setja aðreinar við helstu gatnamót á þjóðvegi 1 í sveitarfélaginu.
    Gífurlegur umferðarþungi er um veginn og mjög alvarleg slys hafa orðið á þessari leið.
  4. Erindi frá Ungmennafélögum sveitarfélagsins
    Ungmennafélög Flóahrepps hafa komið á sameiginlegum íþróttaæfingum fyrir börn í 1. til 4. bekk í tengslum við skólavistun Flóaskóla.
    Ungmennafélögin óska eftir stuðningi sveitarfélagsins við akstur barnanna á milli félagsheimila þar sem húsrúm í Þjórsárveri er ekki nægilegt.
    Sveitarstjórn samþykkir erindið.
  5. Erindi frá Vélsmiðjunni, Gegnishólaparti
    Lagt fram erindi frá eigendum Vélsmiðjunnar, Gegnishólaparti.
    Því miður sér sveitarstjórn sér ekki fært að verða við erindinu.
  6. Fyrirspurn um styrk sveitarfélagsins vegna íþróttaiðkunar barna
    Lögð fram erindi varðandi styrki til íþróttaiðkunar barna. Einnig er spurt um dreifbýlisstyrk barna sem ekki geta nýtt sér skólabíla.
    Sveitarstjórn samþykkir að vísa fyrirspurn um styrki til íþróttamála til fjárhagsáætlunargerðar.
    Ekki eru veittir dreifbýlisstyrkir í Flóahreppi.
  7. Fundargerðir:
    a)      Sveitarstjórnar
    Fundargerðir 51. og 52. fundar sveitarstjórnar dags. 8. október og 5. nóvember 2008 lagðar fram.
    b)      Fræðslunefndar
    Fundargerð fræðslunefndar dags. 16. október 2008 lögð fram og hún staðfest.
    Sveitarstjórn óskar eftir því að sambærileg erindi fari framvegis til leikskólastjóra með vísan til fjárhagsáætlunar hverju sinni.
    c)      Félagsmálanefndar
    Fundargerð félagsmálanefndar dags. 7. október 2008.
    d)      Umhverfisnefndar
    Fundargerð umhverfisnefndar dags. 28. október 2008 lögð fram.
    Sveitarstjórn samþykkir að Almar Sigurðsson verði formaður nefndarinnar og Sigurður Guðmundsson verði aðalmaður í nefndinni.
    Sveitarstjórn staðfestir tillögu nefndar um tilnefningu umhverfisverðlauna í Flóahreppi.
    e)      Minnispunktar fundar Þjórsársveita
    Lagðir fram minnispunktar frá fundi Þjórsársveita dags. 22. október 2008.
    f)       Fundargerð fundar vatnsveitumála
    Fundargerð um vatnsveitumál í Rangárþingi ytra, Ásahreppi, Flóahreppi og Skeiða- og Gnúpverjahreppi haldinn 10.nóvember 2008.
    Til kynningar: 
    a)      Erindi frá ungmennafélagi Íslands dags. 29. október 2008
  8. Önnur mál: 
    a) Fundargerð atvinnu-og ferðamálanefndar
    Fundargerð atvinnu- og ferðamálanefndar dags. 6. nóvember 2008 lögð fram.
    b)      Endurskoðun fjárhagsáætlunar
    Lögð fram tillaga að endurskoðaðri fjárhagsáætlun ársins 2008 og yfirlit yfir helstu breytingar á áður samþykktri áætlun.
    Tillaga gerir ráð fyrir að rekstrarniðurstaða aðalsjóðs hækki úr 41.533 þús kr. í 48.691 þús kr. og að samantekt A og B hluta lækki úr 18.041 þús kr. í 175 þús kr.
    Fjárfesting lækkar úr 56.500 þús kr. í 44.000 þús kr.

 Fleira ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 23.30




Aðalsteinn Sveinsson, oddviti (sign)


Guðbjörg Jónsdóttir, varaoddviti (sign)


Guðmundur Stefánsson (sign)


Valdimar Guðjónsson (sign)


Einar Helgi Haraldsson (sign)


Björgvin Njáll Ingólfsson (sign)


Jóhannes Hr. Símonarson (sign)


Margrét Sigurðardóttir, sveitarstjóri (sign)


 


 

Deila
Skrifstofa Flóahrepps er opin frá kl. 09:00 - 16:00 mánudaga - fimmtudaga og 09:00 - 13:00 á föstudögum.
Síminn 480 4370 er opinn frá kl. 09:00 - 13:00 alla virka daga.

    Nafn (nauðsynlegt)

    Netfang (nauðsynlegt)

    Efni

    Skilaboð