Samkvæmt 18. gr. skipulags-og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum skal sveitarstjórn senda Skipulagsstofnun tillögu að aðalskipulagi til afgreiðslu innan átta vikna frá því að frestur til að gera athugasemdir rann út.
Í ljósi þeirra mörgu athugasemda sem bárust vegna tillögu að Aðalskipulagi Flóahrepps 2006-2018 í fyrrum Villingaholtshreppi, telur sveitarstjórn Flóahrepps nauðsynlegt að taka sér lengri tíma til að yfirfara athugasemdirnar en þær átta vikur sem lögin gera ráð fyrir.
Stefnt er að því að taka tillöguna til seinni umræðu innan tveggja mánaða og að því loknu munu þeir aðilar sem gerðu athugasemdir við tillöguna fá senda umsögn sveitarstjórnar um athugasemdirnar.
Samkvæmt 18. gr. skipulags-og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breytingum skal sveitarstjórn senda Skipulagsstofnun tillögu að aðalskipulagi til afgreiðslu innan átta vikna frá því að frestur til að gera athugasemdir rann út.
Í ljósi þeirra mörgu athugasemda sem bárust vegna tillögu að Aðalskipulagi Flóahrepps 2006-2018 í fyrrum Villingaholtshreppi, telur sveitarstjórn Flóahrepps nauðsynlegt að taka sér lengri tíma til að yfirfara athugasemdirnar en þær átta vikur sem lögin gera ráð fyrir.
Stefnt er að því að taka tillöguna til seinni umræðu innan tveggja mánaða og að því loknu munu þeir aðilar sem gerðu athugasemdir við tillöguna fá senda umsögn sveitarstjórnar um athugasemdirnar.