Sunnudaginn 21. september s.l. var afhjúpaður í skógræktarreit Ungmennafélagsins Samhygðar við Timburhóla, minnisvarði um hjónin í Vorsabæ, Guðfinnu Guðmundsdóttur og Stefán Jasonarson.
Þau voru bændur í Vorsabæ í hálfa öld og Stefán var ötull í störfum fyrir mörg félagasamtök s.s. samtók sunnlenskra bænda, ungmennafélagshreyfinguna og umferðaröryggi.
Sunnudaginn 21. september s.l. var afhjúpaður í skógræktarreit Ungmennafélagsins Samhygðar við Timburhóla, minnisvarði um hjónin í Vorsabæ, Guðfinnu Guðmundsdóttur og Stefán Jasonarson.
Þau voru bændur í Vorsabæ í hálfa öld og Stefán var ötull í störfum fyrir mörg félagasamtök s.s. samtók sunnlenskra bænda, ungmennafélagshreyfinguna og umferðaröryggi.
Minnisvarðinn er reistur fyrir forgöngu Ungmennafélagsins Samhygðar með stuðningi frá einstaklingum og félagasamtökum. Minnisvarðann prýðir mynd af hjónunum sem gerð var af listakonunni Siggu á Grund.
Að athöfn lokinni buðu börn þeirra hjóna viðstöddum til kaffisamsætis í Félagslundi.
Á myndinni hér til hliðar má sjá börn þeirra Stefáns og Guðfinnu ásamt Siggu á Grund og undirbúningsnefnd um minnisvarðann.