Sveitarstjóri og oddviti fengu á dögunum góðan gest í heimsókn, Moses Opio frá Úganda.
Hann stundar háskólanám og er að skrifa ritgerð um votlendi á Íslandi.
Sveitarstjóri og oddviti fengu á dögunum góðan gest í heimsókn, Moses Opio frá Úganda.
Hann stundar háskólanám og er að skrifa ritgerð um votlendi á Íslandi. Moses er í tengslum við Landbúnaðarháskólann á Hvanneyri og var bent á að skoða Flóahrepp, votlendi og hvernig stjórnsýslu og skipulagi er háttað í tengslum við það.
Í hans heimalandi er votlendi friðað og rík áhersla lögð á að halda halda því sem mest ósnertu.
Það var fróðlegt fyrir gestgjafana að fá upplýsingar um stjórnskipulag og meðferð votlendis í Úganda.
Moses er jafnframt námi, opinber starfsmaður í sínu sveitarfélagi sem telur um 329.000 íbúa á 2.209 km2 svæði.
Til samanburðar eru um 585 íbúar í Flóahreppi á 290 km2 svæði.
Ef sami íbúafjöldi væri á báðum stöðum pr/km2 væru íbúar Flóahrepps um 43.000.
Á myndinni hér til hliðar má sjá embættismenn tveggja heimsálfna á skrifstofu Flóahrepps