Flóaskóli auglýsir eftir starfsmanni skólavistunar
Um er að ræða um það bil 45% starfshlutfall alla virka daga, vinnutími er að jafnaði um 3-4 klukkustundir á dag eftir að hefðbundum skóladegi nemenda lýkur. Starfið felst í umsjón og vinnu með blönduðum nemendahópi 6-9 ára barna.
Flóaskóli auglýsir eftir starfsmanni skólavistunar
Um er að ræða um það bil 45% starfshlutfall alla virka daga, vinnutími er að jafnaði um 3-4 klukkustundir á dag eftir að hefðbundum skóladegi nemenda lýkur. Starfið felst í umsjón og vinnu með blönduðum nemendahópi 6-9 ára barna.
Þetta er nýtt starf við skólann og kjörið tækifæri fyrir áhugasama aðila sem vilja starfa á skemmtilegum vinnustað með góðu fólki.
Flóaskóli er rekinn af sveitarfélaginu Flóahreppi. Skólinn er staðsettur í kyrrlátu og fallegu umhverfi við Villingaholt. Um 65 nemendur í 1.-7. bekk eru í skólanum og fer þeim fjölgandi. Skólastarfið allt er í mikilli þróun og áhersla m.a. lögð á öflugan og góðan starfsmannahóp.
Við leitum að metnaðarfullum starfsmanni sem hefur áhuga á að starfa í góðum skóla og á skemmtilegum vinnustað. Umsækjendur verða að:
· eiga auðvelt með að umgangast börn
· vera skipulagðir, stundvísir og snyrtilegir í umgengni
· eiga gott með samskipti við aðra.
Umsóknarfrestur er til 5. septmber 2008.
Nánari upplýsingar veitir Kristín Sigurðardóttir skólastjóri, í símum
486-3360 / 663-5720, netfang kristin@floahreppur.is , og tekur hún jafnframt við umsóknum.