Flóahreppur fyrsta sveitarfélagið í dreifbýli á Íslandi til að flokka allan úrgang
Flóahreppur hefur fyrst sveitarfélaga á Suðurlandi tekið af skarið og samþykkt að allir íbúar þess flokki allan úrgang allt frá lífrænu sorpi, pappa, plasti yfir í litla málmhluti.
Fulltrúar Flóahrepps skrifuðu undir samning við fulltrúa Íslenska Gámafélagsins þann 30. júní eftir fund með íbúum sveitarfélagsins. Samningurinn mun taka gildi þann 1. júlí 2008 og gildir til fimm ára og felur í sér að allir íbúar Flóahrepps fái tvær tunnur til viðbótar þeirri tunnu sem íbúar eiga fyrir.
Flóahreppur fyrsta sveitarfélagið í dreifbýli á Íslandi til að flokka allan úrgang
Flóahreppur hefur fyrst sveitarfélaga á Suðurlandi tekið af skarið og samþykkt að allir íbúar þess flokki allan úrgang allt frá lífrænu sorpi, pappa, plasti yfir í litla málmhluti.
Fulltrúar Flóahrepps skrifuðu undir samning við fulltrúa Íslenska Gámafélagsins þann 30. júní eftir fund með íbúum sveitarfélagsins. Samningurinn mun taka gildi þann 1. júlí 2008 og gildir til fimm ára og felur í sér að allir íbúar Flóahrepps fái tvær tunnur til viðbótar þeirri tunnu sem íbúar eiga fyrir.
Með þessum samningi hefur Flóahreppur, fyrst sveitarfélaga í dreifbýli á Íslandi, í samvinnu við Íslenska Gámafélagið uppfyllt skilyrði landsáætlunar Umhverfisstofnunar um meðhöndlun úrgangs sem byggist á því að urðun sorps sé síðasta úrræði þegar beitt hefur verið öllum tiltækum úrræðum við að draga, svo sem kostur er, úr myndun úrgangs. Allir íbúar sveitarfélagsins eru með beinum hætti þátttakendur í að gera Flóahrepp að umhverfisvænsta dreifbýli landsins.